Skilyrðum fyrir blóðmerahaldi breytt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. september 2023 16:55 Skjáskot úr heimildarmynd alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna TSB Tierschutzbund Zurich og AWF Animal Welfare Foundation sem gáfu út heimildarmynd um blóðtöku mera á Íslandi fyrir tæpum tveimur árum. Reglugerð sem gilt hefur síðan í fyrra um blóðmerahald verður felld úr gildi og verður starfsemin felld undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. Þar segir þessar breytingar hafi verið gerðar í kjölfar samskipta milli eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og matvælaráðuneytisins. Reglugerðin um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni innleiðir tilskipun sem felld var inn í EES samninginn árið 2014. Í tilkynningu á vef Matvælaráðuneytisins kemur fram að í formlegu áminningarbréfi ESA frá 10. maí komi fram afstaða stofnunarinnar um að Ísland hafi brotið gegn ákvæðum framangreindar tilskipunar og ákvæðum EES samningsins með setningu sérreglna um málefnið. Þar segir að málið snúi að túlkun á gildissviði regluverksins sem um ræðir. Íslensk stjórnvöld hafi fallist á að blóðtaka úr fylfullum merum fyrir framleiðslu á PMGS/eCG hormóni falli innan gildissviðs regluverksins. Kröfur vegna starfsleyfa muni breytast Ennfremur segir matvælaráðuneytið að núverandi reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum, nr. 900/2022 verði felld úr gildi frá 1. nóvember næstkomandi. „Lögð er áhersla á að gæta meðalhófs og að hagaðilum sé gefið tækifæri til að aðlaga sig að nýrri lagaumgjörð. Eftir 1. nóvember mun reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni gilda um starfsemina.“ Segir ráðuneytiða að það að fella starfsemi blóðmerahalds undir umrædda reglugerð feli í sér að formkröfur til ákveðinna þátta starfseminnar muni breytast. Til dæmis varðandi starfsleyfi sem Matvælastofnun annast samkvæmt reglugerðinni. Blóðmerahald Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Sjá meira
Þar segir þessar breytingar hafi verið gerðar í kjölfar samskipta milli eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og matvælaráðuneytisins. Reglugerðin um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni innleiðir tilskipun sem felld var inn í EES samninginn árið 2014. Í tilkynningu á vef Matvælaráðuneytisins kemur fram að í formlegu áminningarbréfi ESA frá 10. maí komi fram afstaða stofnunarinnar um að Ísland hafi brotið gegn ákvæðum framangreindar tilskipunar og ákvæðum EES samningsins með setningu sérreglna um málefnið. Þar segir að málið snúi að túlkun á gildissviði regluverksins sem um ræðir. Íslensk stjórnvöld hafi fallist á að blóðtaka úr fylfullum merum fyrir framleiðslu á PMGS/eCG hormóni falli innan gildissviðs regluverksins. Kröfur vegna starfsleyfa muni breytast Ennfremur segir matvælaráðuneytið að núverandi reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum, nr. 900/2022 verði felld úr gildi frá 1. nóvember næstkomandi. „Lögð er áhersla á að gæta meðalhófs og að hagaðilum sé gefið tækifæri til að aðlaga sig að nýrri lagaumgjörð. Eftir 1. nóvember mun reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni gilda um starfsemina.“ Segir ráðuneytiða að það að fella starfsemi blóðmerahalds undir umrædda reglugerð feli í sér að formkröfur til ákveðinna þátta starfseminnar muni breytast. Til dæmis varðandi starfsleyfi sem Matvælastofnun annast samkvæmt reglugerðinni.
Blóðmerahald Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Sjá meira