Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf.

Formaður Skólafélags MA segist óttast að tæplega fimm þúsund undirskriftir, sem safnað var til að mótmæla fyrirhugaðri sameiningu skólans við VMA, endi í ruslinu eftir að hafa verið afhentar ráðherra í dag. Rætt verður við formanninn í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Ný reglugerð um blóðmerahald tekur gildi 1. nóvember næstkomandi. Reglugerðin er frá Evrópusambandinu og felast breytingar með henni meðal annars í því að reglur um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni taka gildi um starfsemina í staðin. Yfirdýralæknir segir það meðal annars skila sér í því að blóð verði tekið úr færri hryssum á hverju tímabili en áður. 

Þá munum við líta við á jeppasýningu í Kópavogi en sýningin fer fram í tilefni af fjörutíu ára afmæli ferðaklúbbsins 4x4. Meðal þeirra jeppa sem eru til sýnis er fyrsti breytti rafmagnsjeppi landsins.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×