Enski boltinn

Ó­trú­leg endur­koma Totten­ham

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Tottenham fagna.
Leikmenn Tottenham fagna. Stephen Pond/Getty Images

Gott gengi Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu heldur áfram en liðið vann 2-1 heimasigur á nýliðum Sheffield United í dag. Aston Villa og Fulham náðu einnig í þrjú stig í dag.

Tottenham byrjaði leik dagsins ekkert frábærlega og var staðan markalaus í hálfleik. Gustavo Hamer kom gestunum frá Sheffield nokkuð óvænt yfir. Vegna mikilla tafa gestanna var tólf mínútum bætt við, það nýttu heimamenn sér.

Varamaðurinn Richarlison jafnaði metin á 98. mínútu og lagði svo boltann á Dejan Kulusevski sem skoraði sigurmarkið á 100. mínútu leiksins. Það var svo á 114. mínútu sem Ollie McBurnie fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði Sheffield.

Lokatölur í Lundúnum 2-1 og gott gengi Spurs heldur áfram. Liðið er sem stendur í 2. sæti með 13 stig eftir fimm leiki. Sheffield er hins vegar í vondum málum með eitt stig.

Aston Villa vann 3-1 sigur á Crystal Palace þar sem staðan var einnig markalaus í hálfleik og það voru einnig gestirnir sem komust yfir. Mark þeirra skoraði Odsonne Edouard í upphafi síðari hálfleiks.

Jhon Duran, Douglas Luiz og Leon Bailey svöruðu fyrir Villa sem vann góðan sigur. Villa nú með 9 stig en Palace áfram með 7 stig.

Þá skoraði Carlos Vinicius eina mark Fulham í 1-0 sigri á Luton Town. Fulham er með 7 stig en Luton er án stiga.


Tengdar fréttir

Brighton batt enda á góðan árangur Man United á heimavelli

Fyrir leik dagsins á Old Trafford hafði Manchester United leikið 31 leik án þessa að bíða ósigurs á heimavelli. Brighton & Hove Albion gat vart verið minna sama um þann árangur en gestirnir hrósuðu 3-1 sigri í stórskemmtilegum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×