Ótækt að börn bíði í tvö ár eftir nauðsynlegri þjónustu Lovísa Arnardóttir skrifar 17. september 2023 13:16 Salvör Nordal tekur við formennskunni á ársfundi samtakanna að ári. Sá fundur verði haldinn í Reykjavík. Vísir Umboðsmaður barna segir of mörg börn á bið eftir nauðsynlegri þjónustu, og það of lengi. Áætlanir stjórnvalda um snemmtæka íhlutun geti ekki staðist ef ekki er úr bætt. Hundruð barna eru á bið eftir nauðsynlegri þjónustu hjá ýmsum stofnunum samfélagsins. Sem dæmi bíða hátt í 1.700 eftir þjónustu í Geðheilsumiðstöðinni og rúm 400 eftir þjónustu Ráðgjafar- og greiningarstöð. Sum hafa beðið í meira en þrjá mánuði. Þetta, og meira, kemur fram í nýjum tölum sem Umboðsmaður barna birti í síðustu viku. Umboðsmaður barna segir gagnlegt og mikilvægt að safna tölunum reglulega saman. Samstarfsaðilar verkefnisins eru Barna- og fjölskyldustofa, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Geðheilsumiðstöð barna, Ráðgjafar- og greiningarstöð, Barna- og unglingageðdeild LSH, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Heilsuskóli Barnaspítalans en embættið leitast ávallt eftir því að bæta fleirum við. Annað sem kemur fram í gögnunum er að færri börn eru nú en áður á bið hjá BUGL en fleiri á bið hjá Heilsuskólanum. Þá hefur þeim málum fjölgað hjá sýslumanni þar sem börn eiga í hlut en sem dæmi eru 102 mál í bið varðandi sáttameðferð þar sem börn koma við sögu. Síðast þegar tölurnar voru teknar saman, í febrúar, voru málin 58. Ef litið er til Barnahúss hafði biðlistinn verulega styst þar frá í febrúar en þar biðu tíu börn í ágúst eftir meðferð en þau voru 38 í febrúar. Í gögnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom svo fram að fyrstu sex mánuði ársins 2023 voru 46 börn brotaþolar í kynferðisbrotamálum og 79 í ofbeldismálum. Alls höfðu fimm börn stöðu sakbornings í kynferðisbrotamáli á tímabilinu og 74 í ofbeldisbrotamáli. Viðvarandi vandi víða Embættið tekur þessar tölur saman á hálfs árs fresti með það að markmiði að varpa ljósi á stöðu barna á landinu hverju sinni. „Þegar við byrjuðum að taka þessar tölur svona skipulega saman var búinn að vera viðvarandi vandi víða lengi. Við höfum séð sveiflur í þessu á meðan verkefninu stendur,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, og tekur dæmi um sýslumannsembættið þar sem staðan hefur versnað. „En staðan í Ráðgjafar- og greiningarstöð og Geðheilsumiðstöð er alltaf jafn slæm og ef eitthvað er þá versnar hún. Sérstaklega hjá Geðheilsumiðstöðinni. Þegar við byrjuðum voru þetta um 700 börn sem biðu en nú eru þær tæplega 1.700. Það hefur versnað verulega ástandið þar,“ segir Salvör. Hún segir stöðuna sums staðar hafa batnað, eins og eftir sálfræðingi á heilsugæslustöðvum og á BUGL, og að það verði áhugavert að sjá hvort að breytingin þar sé varanleg eða tímabundin. „Vonandi eru hlutirnir að lagast þar til frambúðar.“ Salvör segir það alvarlegast þegar börn bíða lengi, eins og þau gera á Ráðgjafar- og greiningarstöð og Geðheilsumiðstöð. Sérstaklega með tilliti til nýrra farsældarlaga sem geri ráð fyrir snemmtækri íhlutun. „Börn eru kannski að bíða í jafnvel meira en tvö ár. Þessi nýja löggjöf á að þýða að við eigum að geta veitt börnum þjónustu þegar þau þurfa á henni að halda. Ef það er löng bið inn í þessar stofnanir er augljóst að við getum ekki veitt þjónustuna og höfum ekki bolmagn til að grípa snemma inn í. Tvö ár eru langur tími í lífi barns og það getur haft alvarlegar afleiðingar að bíða svo lengi.“ En hvernig meturðu stöðu barna á Íslandi í dag? „Þetta er flókin spurning en ef maður lítur á þessar tölur er hún ekki nógu góð. Það er alveg ljóst,“ segir Salvör. Hún segir að enn sé einnig margt ósagt. Það sé vitað að mörg börn bíði sem dæmi eftir þjónustu talmeinafræðinga en að hvergi sé hægt að sjá samanlagt hversu mörg þau eru. Embættið hafi reynt að afla þessara gagna frá upphafi verkefnis, án árangurs. Ekki nægilega góð yfirsýn „Það er búið að tala um það alllengi að safna þessum upplýsingum skipulega saman. Þetta eru þungbær mál en við höfum ekki nógu góða yfirsýn þarna. En oft hefur komið fram að börn eru að bíða allt of lengi eftir þessari þjónustu.“ Hún segir áríðandi að stjórnvöld bregðist við þessu. „Vonandi sjáum við betri stöðu næst þegar við tökum þetta saman og að breytingarnar séu varanlegar. Að börn séu að fá betri þjónustu til framtíðar. Við vonum líka að þessi reglubundna birting gagnanna ýti við stjórnvöldum og þau átti sig á mikilvægi þess að koma í veg fyrir þessa bið. Það er afskaplega brýnt. Það er stefna stjórnvalda að grípa snemma inn í þegar vandi kemur upp en síðan vantar þjónustuna þegar á reynir. Á meðan það er þá er ekki hægt að segja að við séum að veita snemmtæka íhlutun,“ segir Salvör.Hún segir þannig ekki nóg að innleiða nýja löggjöf, eins og farsældarlöggjöfina, heldur verði að fylgja þjónusta sem sé aðgengileg. „Það er ótækt að börn séu að bíða í yfir tvö ár, eins og á Geðheilsumiðstöðinni. Það er svo svakalega langur tími fyrir börn að bíða. Því eftir það á barnið eftir að fá greiningu og þjónustu í framhaldi af því. Ástandið lagast auðvitað ekki á meðan þau bíða. Þetta er því mjög erfitt fyrir bæði börnin og fjölskyldur þeirra.“ Réttindi barna Ofbeldi gegn börnum Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Barnavernd Tengdar fréttir Bugaðir foreldra tilkynna sig til barnaverndar Biðlistar eftir greiningum hafa nærri tvöfaldast á einu ári og segir yfirlæknir dæmi um að foreldrar tilkynni sig sjálfir til barnaverndar til að reyna að fá aðstoð. 26. mars 2023 19:01 1157 börn á biðlista fyrir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð Þeim börnum sem bíða eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna hefur fjölgað töluvert frá því umboðsmaður barna kallaði fyrst eftir upplýsingum um bið barna eftir þjónustu í desember 2021. Þá biðu 738 börn en þau voru 830 í september 2022. Í febrúar 2023 voru þetta 1157 börn sem öll höfðu beðið lengur en þrjá mánuði. Það eru því 419 fleiri börn sem bíða nú eftir greiningu borið saman við desember 2021. 21. mars 2023 19:21 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Hundruð barna eru á bið eftir nauðsynlegri þjónustu hjá ýmsum stofnunum samfélagsins. Sem dæmi bíða hátt í 1.700 eftir þjónustu í Geðheilsumiðstöðinni og rúm 400 eftir þjónustu Ráðgjafar- og greiningarstöð. Sum hafa beðið í meira en þrjá mánuði. Þetta, og meira, kemur fram í nýjum tölum sem Umboðsmaður barna birti í síðustu viku. Umboðsmaður barna segir gagnlegt og mikilvægt að safna tölunum reglulega saman. Samstarfsaðilar verkefnisins eru Barna- og fjölskyldustofa, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Geðheilsumiðstöð barna, Ráðgjafar- og greiningarstöð, Barna- og unglingageðdeild LSH, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Heilsuskóli Barnaspítalans en embættið leitast ávallt eftir því að bæta fleirum við. Annað sem kemur fram í gögnunum er að færri börn eru nú en áður á bið hjá BUGL en fleiri á bið hjá Heilsuskólanum. Þá hefur þeim málum fjölgað hjá sýslumanni þar sem börn eiga í hlut en sem dæmi eru 102 mál í bið varðandi sáttameðferð þar sem börn koma við sögu. Síðast þegar tölurnar voru teknar saman, í febrúar, voru málin 58. Ef litið er til Barnahúss hafði biðlistinn verulega styst þar frá í febrúar en þar biðu tíu börn í ágúst eftir meðferð en þau voru 38 í febrúar. Í gögnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom svo fram að fyrstu sex mánuði ársins 2023 voru 46 börn brotaþolar í kynferðisbrotamálum og 79 í ofbeldismálum. Alls höfðu fimm börn stöðu sakbornings í kynferðisbrotamáli á tímabilinu og 74 í ofbeldisbrotamáli. Viðvarandi vandi víða Embættið tekur þessar tölur saman á hálfs árs fresti með það að markmiði að varpa ljósi á stöðu barna á landinu hverju sinni. „Þegar við byrjuðum að taka þessar tölur svona skipulega saman var búinn að vera viðvarandi vandi víða lengi. Við höfum séð sveiflur í þessu á meðan verkefninu stendur,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, og tekur dæmi um sýslumannsembættið þar sem staðan hefur versnað. „En staðan í Ráðgjafar- og greiningarstöð og Geðheilsumiðstöð er alltaf jafn slæm og ef eitthvað er þá versnar hún. Sérstaklega hjá Geðheilsumiðstöðinni. Þegar við byrjuðum voru þetta um 700 börn sem biðu en nú eru þær tæplega 1.700. Það hefur versnað verulega ástandið þar,“ segir Salvör. Hún segir stöðuna sums staðar hafa batnað, eins og eftir sálfræðingi á heilsugæslustöðvum og á BUGL, og að það verði áhugavert að sjá hvort að breytingin þar sé varanleg eða tímabundin. „Vonandi eru hlutirnir að lagast þar til frambúðar.“ Salvör segir það alvarlegast þegar börn bíða lengi, eins og þau gera á Ráðgjafar- og greiningarstöð og Geðheilsumiðstöð. Sérstaklega með tilliti til nýrra farsældarlaga sem geri ráð fyrir snemmtækri íhlutun. „Börn eru kannski að bíða í jafnvel meira en tvö ár. Þessi nýja löggjöf á að þýða að við eigum að geta veitt börnum þjónustu þegar þau þurfa á henni að halda. Ef það er löng bið inn í þessar stofnanir er augljóst að við getum ekki veitt þjónustuna og höfum ekki bolmagn til að grípa snemma inn í. Tvö ár eru langur tími í lífi barns og það getur haft alvarlegar afleiðingar að bíða svo lengi.“ En hvernig meturðu stöðu barna á Íslandi í dag? „Þetta er flókin spurning en ef maður lítur á þessar tölur er hún ekki nógu góð. Það er alveg ljóst,“ segir Salvör. Hún segir að enn sé einnig margt ósagt. Það sé vitað að mörg börn bíði sem dæmi eftir þjónustu talmeinafræðinga en að hvergi sé hægt að sjá samanlagt hversu mörg þau eru. Embættið hafi reynt að afla þessara gagna frá upphafi verkefnis, án árangurs. Ekki nægilega góð yfirsýn „Það er búið að tala um það alllengi að safna þessum upplýsingum skipulega saman. Þetta eru þungbær mál en við höfum ekki nógu góða yfirsýn þarna. En oft hefur komið fram að börn eru að bíða allt of lengi eftir þessari þjónustu.“ Hún segir áríðandi að stjórnvöld bregðist við þessu. „Vonandi sjáum við betri stöðu næst þegar við tökum þetta saman og að breytingarnar séu varanlegar. Að börn séu að fá betri þjónustu til framtíðar. Við vonum líka að þessi reglubundna birting gagnanna ýti við stjórnvöldum og þau átti sig á mikilvægi þess að koma í veg fyrir þessa bið. Það er afskaplega brýnt. Það er stefna stjórnvalda að grípa snemma inn í þegar vandi kemur upp en síðan vantar þjónustuna þegar á reynir. Á meðan það er þá er ekki hægt að segja að við séum að veita snemmtæka íhlutun,“ segir Salvör.Hún segir þannig ekki nóg að innleiða nýja löggjöf, eins og farsældarlöggjöfina, heldur verði að fylgja þjónusta sem sé aðgengileg. „Það er ótækt að börn séu að bíða í yfir tvö ár, eins og á Geðheilsumiðstöðinni. Það er svo svakalega langur tími fyrir börn að bíða. Því eftir það á barnið eftir að fá greiningu og þjónustu í framhaldi af því. Ástandið lagast auðvitað ekki á meðan þau bíða. Þetta er því mjög erfitt fyrir bæði börnin og fjölskyldur þeirra.“
Réttindi barna Ofbeldi gegn börnum Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Barnavernd Tengdar fréttir Bugaðir foreldra tilkynna sig til barnaverndar Biðlistar eftir greiningum hafa nærri tvöfaldast á einu ári og segir yfirlæknir dæmi um að foreldrar tilkynni sig sjálfir til barnaverndar til að reyna að fá aðstoð. 26. mars 2023 19:01 1157 börn á biðlista fyrir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð Þeim börnum sem bíða eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna hefur fjölgað töluvert frá því umboðsmaður barna kallaði fyrst eftir upplýsingum um bið barna eftir þjónustu í desember 2021. Þá biðu 738 börn en þau voru 830 í september 2022. Í febrúar 2023 voru þetta 1157 börn sem öll höfðu beðið lengur en þrjá mánuði. Það eru því 419 fleiri börn sem bíða nú eftir greiningu borið saman við desember 2021. 21. mars 2023 19:21 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Bugaðir foreldra tilkynna sig til barnaverndar Biðlistar eftir greiningum hafa nærri tvöfaldast á einu ári og segir yfirlæknir dæmi um að foreldrar tilkynni sig sjálfir til barnaverndar til að reyna að fá aðstoð. 26. mars 2023 19:01
1157 börn á biðlista fyrir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð Þeim börnum sem bíða eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna hefur fjölgað töluvert frá því umboðsmaður barna kallaði fyrst eftir upplýsingum um bið barna eftir þjónustu í desember 2021. Þá biðu 738 börn en þau voru 830 í september 2022. Í febrúar 2023 voru þetta 1157 börn sem öll höfðu beðið lengur en þrjá mánuði. Það eru því 419 fleiri börn sem bíða nú eftir greiningu borið saman við desember 2021. 21. mars 2023 19:21