“Úr því sem komið var þá er engin spurning að það var svekkjandi að ná ekki að halda út. Þetta var svosem kannski bara sirka sanngjarnt,” sagði Hermann strax eftir leik.
ÍBV var 1-0 undir í hálfleik en í síðari hálfleik náði liðið að komast 2-1 yfir áður en Fylkismenn jöfnuðu aftur.
“Þetta voru aðallega áhersluatriði sem við breyttum í hálfleik. Við fáum besta færið í fyrri hálfleik og þeir skora eitthvað grísa mark. Mér fannst við komast í fínar stöður án þess að skora og þetta var í járnum. Mér fannst ekki alveg sanngjarnt að vera undir í hálfleiknum. Svo voru þetta áherslu breytingar og það er hugur í okkur. Við ætluðum okkur að fá eitthvað og það sást strax í seinni hálfleik þar sem við vorum mjög sterkir,” sagði þjálfari Eyjamanna.
ÍBV hefur gert 2-2 jafntefli í þremur leikjum í röð og alltaf eru þeir að jafna metin undir lok leikja. Það virðist þó ansi erfitt fyrir eyjamenn að sækja sigur.
“Það getur verið það en þú gefur þér alltaf fullan séns ef þú spilar svona. Menn skriðu hérna útaf nánast. Þegar þú ætlar þér eitthvað og hefur trú á því þá nærðu því á endanum,” sagði Hermann.
ÍBV eru ennþá tveimur stigum á eftir Fylki í tölfunni en komu sér upp úr fallsæti í bili.
“Það eru fjórir leikir eftir, við ætlum að vinna þessa keppni,” sagði Hermann að lokum.