Aðför að framhaldsskólunum á Akureyri Einar A. Brynjólfsson skrifar 17. september 2023 20:31 Fátt hefur verið rætt jafn mikið undanfarna daga hér á Akureyri, og reyndar víðar, og áform mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um að leggja niður MA og VMA og að stofna nýjan framhaldsskóla, sem byggir á kerfi þess síðarnefnda. Ég ætla ekki að endurtaka þau fjölmörgu rök sem tínd hafa verið til sem sýna fram á hvílíkt glapræði sem slík aðgerð yrði, enda í raun aðför að framhaldsskólunum á Akureyri. Þau ættu ekki að hafa farið framhjá neinum sem lætur sig málið varða. Kennarafélög beggja skóla, fjölmargt annað starfsfólk þeirra, gamlir nemendur og núverandi - sérstaklega MA-ingar - , fulltrúar atvinnulífsins á svæðinu og fleiri hafa gripið til varna með ályktunum, skoðanakönnunum, opinberum fundahöldum, greinaskrifum og fleiri aðgerðum, sem segja má að hafi náð ákveðnu hámarki þegar fulltrúar Hugins, nemendafélags MA, afhentu menntamálaráðherra undirskriftir tæplega fimm þúsund einstaklinga sem eru mótfallnir fyrirhuguðum áformum. Það voru vissulega stór tíðindi þegar skólameistari MA lýsti því yfir að hann tæki ekki þátt í frekari undirbúningsvinnu við stofnun nýs framhaldsskóla. Sú yfirlýsing var góð, þó hún kæmi of seint. Einhver hafa hugsanlega talið að með þessari yfirlýsingu væri skólameistari MA búinn að slá áform ráðherra út af borðinu, en ég er þess fullviss að svo er ekki, því miður, enda ekki á valdi eins skólameistara að stöðva slíkt. Það hefur lengi legið í loftinu að hugur menntamálaráðherra stendur til aukinna metorða innan síns flokks og einfaldlega ekki í boði að hætta við umrædd áform með skott milli fóta. Það munu nefnilega finnast peningar, einhverjir aurar, einhver ölmusa til að róa þessa órólegu deild fyrir norðan, enda sagði ráðherrann, þegar honum voru afhentar undirskriftirnar: “Við höfum átt samtal um það og ég hef átt samtal um það [aukna fjárveitingu] við forystu ríkisstjórnarinnar og hef vilyrði fyrir því frá forsætisráðherra [...] þá erum við komnir með aðrar forsendur inn í það heldur en við höfum verið að vinna eftir síðustu vikur og mánuði.” Svo mörg voru þau orð. Í því samhengi má benda á að þessir framhaldsskólar hafa verið fjársveltir árum saman, sem birtist m.a. í því að báðir skólar hafa þurft að vísa fjölda nemenda frá og endurnýjun tækjabúnaðar og húsnæðis (sérstaklega í VMA) hefur setið á hakanum. Það er alveg ljóst að við sem höfum staðið vörð um tilveru og sjálfstæði þessara tveggja frábæru skóla megum ekki sofna á verðinum. Of mikið er í húfi. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Norðausturkjördæmis og hefur kennt við VMA og MA í rúm tuttugu ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar A. Brynjólfsson Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt hefur verið rætt jafn mikið undanfarna daga hér á Akureyri, og reyndar víðar, og áform mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um að leggja niður MA og VMA og að stofna nýjan framhaldsskóla, sem byggir á kerfi þess síðarnefnda. Ég ætla ekki að endurtaka þau fjölmörgu rök sem tínd hafa verið til sem sýna fram á hvílíkt glapræði sem slík aðgerð yrði, enda í raun aðför að framhaldsskólunum á Akureyri. Þau ættu ekki að hafa farið framhjá neinum sem lætur sig málið varða. Kennarafélög beggja skóla, fjölmargt annað starfsfólk þeirra, gamlir nemendur og núverandi - sérstaklega MA-ingar - , fulltrúar atvinnulífsins á svæðinu og fleiri hafa gripið til varna með ályktunum, skoðanakönnunum, opinberum fundahöldum, greinaskrifum og fleiri aðgerðum, sem segja má að hafi náð ákveðnu hámarki þegar fulltrúar Hugins, nemendafélags MA, afhentu menntamálaráðherra undirskriftir tæplega fimm þúsund einstaklinga sem eru mótfallnir fyrirhuguðum áformum. Það voru vissulega stór tíðindi þegar skólameistari MA lýsti því yfir að hann tæki ekki þátt í frekari undirbúningsvinnu við stofnun nýs framhaldsskóla. Sú yfirlýsing var góð, þó hún kæmi of seint. Einhver hafa hugsanlega talið að með þessari yfirlýsingu væri skólameistari MA búinn að slá áform ráðherra út af borðinu, en ég er þess fullviss að svo er ekki, því miður, enda ekki á valdi eins skólameistara að stöðva slíkt. Það hefur lengi legið í loftinu að hugur menntamálaráðherra stendur til aukinna metorða innan síns flokks og einfaldlega ekki í boði að hætta við umrædd áform með skott milli fóta. Það munu nefnilega finnast peningar, einhverjir aurar, einhver ölmusa til að róa þessa órólegu deild fyrir norðan, enda sagði ráðherrann, þegar honum voru afhentar undirskriftirnar: “Við höfum átt samtal um það og ég hef átt samtal um það [aukna fjárveitingu] við forystu ríkisstjórnarinnar og hef vilyrði fyrir því frá forsætisráðherra [...] þá erum við komnir með aðrar forsendur inn í það heldur en við höfum verið að vinna eftir síðustu vikur og mánuði.” Svo mörg voru þau orð. Í því samhengi má benda á að þessir framhaldsskólar hafa verið fjársveltir árum saman, sem birtist m.a. í því að báðir skólar hafa þurft að vísa fjölda nemenda frá og endurnýjun tækjabúnaðar og húsnæðis (sérstaklega í VMA) hefur setið á hakanum. Það er alveg ljóst að við sem höfum staðið vörð um tilveru og sjálfstæði þessara tveggja frábæru skóla megum ekki sofna á verðinum. Of mikið er í húfi. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Norðausturkjördæmis og hefur kennt við VMA og MA í rúm tuttugu ár.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun