Ráðstefnubærinn Siglufjörður – líf og störf heimamanna fylgir með Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. september 2023 11:30 Guðlaugur Þór afhenti verðlaun á ráðstefnunni fyrir bestu veggspjöldin. Hér er hann með einum sigurvegaranum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um hundrað manna ráðstefna Evrópsku Kítinsamtakanna, „EUCHIS 2023“ fór fram á Siglufirði í síðustu viku dagana 11. til 14. september. Samtökin eru leiðandi á heimsvísu í kítíniðnaðnum og sóttu rúmlega hundrað vísindamenn og fólk úr nýsköpunargeiranum vítt og breitt um heiminn ráðstefnuna, sem þótti takast einstaklega vel. Ólöf Ýrr Atladóttir, fyrrverandi ferðamálastjóri, sem er með ferðaskrifstofuna „Sóti Summits“ á Siglufirði sá um skipulagningu ráðstefnunnar og segir Siglufjörð frábærar ráðstefnubæ. „Já, Siglufjörður er frábær vettvangur fyrir ráðstefnur af þessari stærðargráðu. Hér er öll umgjörð til staðar, salir, veitingar og gisting, en ekki síður skiptir máli að hér er hægt að brjóta ráðstefnuformið ögn upp. Hér fær fólk tækifæri til að vera aðeins úti og njóta afþreyingar sem hefur beina skírskotun í líf og störf heimamanna. Ráðstefnugestir njóta meiri samvista og kynnast betur í umhverfi sem þessu og fá jafnframt sterka tilfinningu fyrir þeim stað sem er heimsóttur. Það skilar sér í frjórri umræðu meðal ráðstefnugesta og getur byggt undir framtíðar samstarf og vinnutengsl,“ segir Ólöf Ýrr. Ólöf Ýrr Atladóttir, sem sá um skipulagningu ráðstefnunnar á Siglufirði í síðustu viku en hún er með fyrirtækið „Sóti Summits“, sem tekur að sér skipulagningu viðburða og ráðstefna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra mætti meðal annars á ráðstefnuna til að veita verðlaun fyrir bestu veggspjöldin en þau fóru til þriggja ungra vísindamanna. „Forsvarsfólki ráðstefnunnar þótti mikill heiður að því að Guðlaugur Þór skyldi koma og veita verðlaunin. Það skiptir máli fyrir ungt vísindafólk að finna að tekið sé eftir þeirra framlagi og það metið,“ segir Ólöf Ýrr. Mikil ánægja var með ráðstefnuna og allan aðbúnað á Siglufirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kítósan er lífvirkt náttúrulegt efni Fyrir þá sem ekki vita þá er Kítósan lífvirkt náttúrulegt efni, sem leysa mun mörg kemísk efni af hólmi, og hafa yfirgripsmiklar rannsóknir átt sér stað um allan heim á þessar fjölþættu fjölliðu. Kítósan brotnar auðveldlega niður í náttúrunni og hefur reynst hafa margvíslega og margbreytilega nýtingarmöguleika, m.a. innan læknisfræði, efnafræði, landbúnaðar, í sáravörum, snyrtivörum og fæðubótarefnum, sem og í hreinsun vatns. Sjálfbær framleiðsla og þróun á nýtingarmöguleikum efnisins styður við Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna m.a. vegna jákvæðra umhverfisáhrifa. Ráðherra nýtti tækifærið og hitti bæjarstjóra Fjallabyggðar, Sigríði Ingvarsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjallabyggð Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Ólöf Ýrr Atladóttir, fyrrverandi ferðamálastjóri, sem er með ferðaskrifstofuna „Sóti Summits“ á Siglufirði sá um skipulagningu ráðstefnunnar og segir Siglufjörð frábærar ráðstefnubæ. „Já, Siglufjörður er frábær vettvangur fyrir ráðstefnur af þessari stærðargráðu. Hér er öll umgjörð til staðar, salir, veitingar og gisting, en ekki síður skiptir máli að hér er hægt að brjóta ráðstefnuformið ögn upp. Hér fær fólk tækifæri til að vera aðeins úti og njóta afþreyingar sem hefur beina skírskotun í líf og störf heimamanna. Ráðstefnugestir njóta meiri samvista og kynnast betur í umhverfi sem þessu og fá jafnframt sterka tilfinningu fyrir þeim stað sem er heimsóttur. Það skilar sér í frjórri umræðu meðal ráðstefnugesta og getur byggt undir framtíðar samstarf og vinnutengsl,“ segir Ólöf Ýrr. Ólöf Ýrr Atladóttir, sem sá um skipulagningu ráðstefnunnar á Siglufirði í síðustu viku en hún er með fyrirtækið „Sóti Summits“, sem tekur að sér skipulagningu viðburða og ráðstefna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra mætti meðal annars á ráðstefnuna til að veita verðlaun fyrir bestu veggspjöldin en þau fóru til þriggja ungra vísindamanna. „Forsvarsfólki ráðstefnunnar þótti mikill heiður að því að Guðlaugur Þór skyldi koma og veita verðlaunin. Það skiptir máli fyrir ungt vísindafólk að finna að tekið sé eftir þeirra framlagi og það metið,“ segir Ólöf Ýrr. Mikil ánægja var með ráðstefnuna og allan aðbúnað á Siglufirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kítósan er lífvirkt náttúrulegt efni Fyrir þá sem ekki vita þá er Kítósan lífvirkt náttúrulegt efni, sem leysa mun mörg kemísk efni af hólmi, og hafa yfirgripsmiklar rannsóknir átt sér stað um allan heim á þessar fjölþættu fjölliðu. Kítósan brotnar auðveldlega niður í náttúrunni og hefur reynst hafa margvíslega og margbreytilega nýtingarmöguleika, m.a. innan læknisfræði, efnafræði, landbúnaðar, í sáravörum, snyrtivörum og fæðubótarefnum, sem og í hreinsun vatns. Sjálfbær framleiðsla og þróun á nýtingarmöguleikum efnisins styður við Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna m.a. vegna jákvæðra umhverfisáhrifa. Ráðherra nýtti tækifærið og hitti bæjarstjóra Fjallabyggðar, Sigríði Ingvarsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fjallabyggð Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira