Engar tilkynningar um skriðuföll en áfram mikil rigning Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. september 2023 08:44 Miklar aurskriður féllu á Seyðisfirði í desember 2020. Þar er nú hættustig í gildi vegna mikillar úrkomu. Vísir/Egill Aðalsteinsson Engar fréttir hafa borist af skriðuföllum á Seyðisfirði þar sem hættustig Almannavarna er í gildi. Þó er vel fylgst með gangi mála þar sem áfram er búist við mikilli rigningu. Rýmingum verður ekki aflétt í dag. Hættustigi Almannavarna var lýst yfir á Seyðisfirði klukkan 18 í gær og voru hús rýmd vegna ástandsins. Í nótt rigndi mikið en Sveinn Brynjólfsson á skriðuvakt Veðurstofunnar segir þó allt enn innan marka. „Við búumst við því að það rigni hressilega í allan dag og það dragi ekki almennilega úr þessu fyrr en í nótt. Árnar uxu mikið en eru allar í farvegum sínum. Við sjáum engar hreyfingar enn þá og það eru engar skriður sem við sjáum.“ Á Austfjörðum er appelsínugul viðvörum í gildi vegna mikilla vatnavaxta. Þar er spáð mikilli rigningu áfram í allan dag og segir Sveinn að grannt sé fylgst með stöðu mála. Viðvörunin er í gildi til miðnættis. Þá er gul viðvörun vegna rigninga á Austurlandi að Glettingi. Íbúar hugi að niðurföllum Á fjórða tug húsa voru rýmd á Seyðisfirði í gær. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna að stærstur hluti húsanna séu atvinnuhúsnæði. Aðspurð um hvort íbúar þurfi að hafa áhyggjur sagði Hjördís: „Íbúar hafa án efa áhyggjur af staðnum. Maður getur rétt ímyndað sér hvernig það er að upplifa þetta aftur.“ Þá hvatti hún fólk til að fylgjast vel með og huga sérstaklega að niðurföllum. Uppfært klukkan 09:55. Í tilkynningu frá Almannavörnum kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir að rýmingum verði aflétt í dag, þar sem áfram sé spáð talsverði úrkomu á Austfjörðum. „Vel er fylgst með af hálfu Veðurstofu, meðal annars í lækjarfarvegum í byggð og í hlíðum. Veðurspá gerir ráð fyrir að það dragi úr úrkomu um miðnætti í nótt,“ segir í tilkynningunni. Náttúruhamfarir Veður Múlaþing Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Hættustigi Almannavarna var lýst yfir á Seyðisfirði klukkan 18 í gær og voru hús rýmd vegna ástandsins. Í nótt rigndi mikið en Sveinn Brynjólfsson á skriðuvakt Veðurstofunnar segir þó allt enn innan marka. „Við búumst við því að það rigni hressilega í allan dag og það dragi ekki almennilega úr þessu fyrr en í nótt. Árnar uxu mikið en eru allar í farvegum sínum. Við sjáum engar hreyfingar enn þá og það eru engar skriður sem við sjáum.“ Á Austfjörðum er appelsínugul viðvörum í gildi vegna mikilla vatnavaxta. Þar er spáð mikilli rigningu áfram í allan dag og segir Sveinn að grannt sé fylgst með stöðu mála. Viðvörunin er í gildi til miðnættis. Þá er gul viðvörun vegna rigninga á Austurlandi að Glettingi. Íbúar hugi að niðurföllum Á fjórða tug húsa voru rýmd á Seyðisfirði í gær. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna að stærstur hluti húsanna séu atvinnuhúsnæði. Aðspurð um hvort íbúar þurfi að hafa áhyggjur sagði Hjördís: „Íbúar hafa án efa áhyggjur af staðnum. Maður getur rétt ímyndað sér hvernig það er að upplifa þetta aftur.“ Þá hvatti hún fólk til að fylgjast vel með og huga sérstaklega að niðurföllum. Uppfært klukkan 09:55. Í tilkynningu frá Almannavörnum kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir að rýmingum verði aflétt í dag, þar sem áfram sé spáð talsverði úrkomu á Austfjörðum. „Vel er fylgst með af hálfu Veðurstofu, meðal annars í lækjarfarvegum í byggð og í hlíðum. Veðurspá gerir ráð fyrir að það dragi úr úrkomu um miðnætti í nótt,“ segir í tilkynningunni.
Náttúruhamfarir Veður Múlaþing Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira