Telja eldflaugina hafa verið úkraínska Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2023 09:34 Særður maður borinn á brott eftir sprenginguna. AP/Evgeniy Maloletka Útlit er fyrir að eldflaugin sem banaði minnst fimmtán manns og særði rúmlega þrjátíu í bænum Kostiantynivka í austurhluta Úkraínu þann 6. september hafi verið skotið á loft af Úkraínumönnum sjálfum. Eldflaugin lenti á markaði í bænum en innan við tveimur tímum síðar sakaði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, Rússa um árásina. Í ítarlegri greiningu blaðamanna New York Times, sem hafa rætt við vitni, skoðað upptökur úr öryggismyndavélum og skoðað sprengibrot á vettvangi, svo eitthvað sé nefnt, segir að eldflaugin hafi að öllum líkindum komið úr vestri, frá yfirráðasvæði Úkraínumanna. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar í fyrra hafa hersveitir Rússlands gert ítrekaðar árásir á óbreytta borgara í Úkraínu og látið sprengjum rigna yfir byggð ból í landinu. Meðal annars er markmiðið að skjóta almenningi skelk í bringu. Degi áður en eldflaugin lenti í bænum höfðu Rússar varpað sprengjum á hann. Sex manns létu svo lífið í árás Rússa á Kostiantynivka í apríl, þegar sprengjur féllu á heimili og barnaskóla í borginni. Í grein NYT segir að tveimur mínútum áður en eldflaugin lenti í bænum hafi úkraínskir hermenn skotið tveimur eldflaugum, sem hannaðar eru til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar, á loft skammt frá Kostiantynivka. Talið er að um hafi verið að ræða tvær eldflaugar af gerðinni 9M38 sem skotið er með Buk loftvarnarkerfi en Úkraínumenn höfðu sagt að eldflaugin hefði verið af gerðinni S-300 en slíkum eldflaugum, sem búið er að breyta, er reglulega skotið að úkraínskum bæjum og borgum. Blaðamenn NYT voru fyrir tilviljun í bænum Druzhkivka, sem er norðvestur af Kostiantynivka en það er áttin sem talið er að eldflaugin hafi komið úr. Hafi eldflauginni verið skotið frá Druzhkivka hefur hún flogið eingöngu um sextán kílómetra áður en hún lenti og hefur því verið töluvert eldsneyti í henni þar sem þær drífa tæplega tvöfalt lengra. Selenskí birti myndband af því þegar eldflaugin lenti, þegar hann sakaði Rússa um að hafa skotið henni. At least 16 people have been killed by Russian shelling in Kostyantynivka, Donetsk region. Russian terrorists have attacked a regular market, shops, and a pharmacy, killing innocent people. The number of casualties could rise further.Anyone in the world who is still dealing pic.twitter.com/PRfuGih2JD— Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) September 6, 2023 Í grein NYT segir að ekki sé ljóst af hverju eldflaugin hafi lent í Kostiantynivka en hún hafi líklega bilað. Fyrir því geti verið ýmsar ástæður. Rafbúnaður um borð í eldflauginni geti bilað eða einn af uggum hennar, sem stýrir henni, gæti hafa bilað eða dottið af, svo eitthvað sé nefnt. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Úkraínu sagði málið til rannsóknar og að hann gæti ekki tjáð sig um það að svo stöddu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Í ítarlegri greiningu blaðamanna New York Times, sem hafa rætt við vitni, skoðað upptökur úr öryggismyndavélum og skoðað sprengibrot á vettvangi, svo eitthvað sé nefnt, segir að eldflaugin hafi að öllum líkindum komið úr vestri, frá yfirráðasvæði Úkraínumanna. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar í fyrra hafa hersveitir Rússlands gert ítrekaðar árásir á óbreytta borgara í Úkraínu og látið sprengjum rigna yfir byggð ból í landinu. Meðal annars er markmiðið að skjóta almenningi skelk í bringu. Degi áður en eldflaugin lenti í bænum höfðu Rússar varpað sprengjum á hann. Sex manns létu svo lífið í árás Rússa á Kostiantynivka í apríl, þegar sprengjur féllu á heimili og barnaskóla í borginni. Í grein NYT segir að tveimur mínútum áður en eldflaugin lenti í bænum hafi úkraínskir hermenn skotið tveimur eldflaugum, sem hannaðar eru til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar, á loft skammt frá Kostiantynivka. Talið er að um hafi verið að ræða tvær eldflaugar af gerðinni 9M38 sem skotið er með Buk loftvarnarkerfi en Úkraínumenn höfðu sagt að eldflaugin hefði verið af gerðinni S-300 en slíkum eldflaugum, sem búið er að breyta, er reglulega skotið að úkraínskum bæjum og borgum. Blaðamenn NYT voru fyrir tilviljun í bænum Druzhkivka, sem er norðvestur af Kostiantynivka en það er áttin sem talið er að eldflaugin hafi komið úr. Hafi eldflauginni verið skotið frá Druzhkivka hefur hún flogið eingöngu um sextán kílómetra áður en hún lenti og hefur því verið töluvert eldsneyti í henni þar sem þær drífa tæplega tvöfalt lengra. Selenskí birti myndband af því þegar eldflaugin lenti, þegar hann sakaði Rússa um að hafa skotið henni. At least 16 people have been killed by Russian shelling in Kostyantynivka, Donetsk region. Russian terrorists have attacked a regular market, shops, and a pharmacy, killing innocent people. The number of casualties could rise further.Anyone in the world who is still dealing pic.twitter.com/PRfuGih2JD— Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) September 6, 2023 Í grein NYT segir að ekki sé ljóst af hverju eldflaugin hafi lent í Kostiantynivka en hún hafi líklega bilað. Fyrir því geti verið ýmsar ástæður. Rafbúnaður um borð í eldflauginni geti bilað eða einn af uggum hennar, sem stýrir henni, gæti hafa bilað eða dottið af, svo eitthvað sé nefnt. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Úkraínu sagði málið til rannsóknar og að hann gæti ekki tjáð sig um það að svo stöddu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira