Vilja stækka Tennishöllina og bæta við sex padel-völlum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2023 17:40 Svona gæti padel-vellirnir sex innanhúss litið út. Former arkitektar Skipulagsráð Kópavogs hefur samþykkt tillögu að breyttu deiliskipulagi við Tennishöllina í Kópavogi. Þar stendur til að byggja húsnæði með sex padel-völlum. Framkvæmdastjóri Tennishallarinnar segir mikinn áhuga á íþróttinni sem sé sérstaklega aðgengileg og félagsvæn. Málið var tekið fyrir hjá skipulagsráði þann 13. september. Rebekka Pétursdóttir, arkitekt hjá Former arkitektum, lagði fram umsókn um breytingu á deiliskipulaginu. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar um tíu metra frá núverandi lóðamörkum í austur, alls um 660 fermetra. Nýr aðalinngangur á nýju húsnæði með sex padel-völlum.Former ARKitektar Þá fylgir tillaga að viðbyggingu við Tennishöllina í Kópavogi sem verður alls um 1800 fermetrar að flatarmáli. Skipulagsráð samþykkti með fimm atkvæðum gegn einu að breytingartillagan verði auglýst. Var málinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Nýja byggingin sem sótt er um byggingarleyfi fyrir, séð úr lofti.Former arkitektar Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, segir viðbygginguna hluta af því að vilja byggja upp almenningsíþróttamiðstöð í Smáranum. „Við byrjuðum með padel fyrir fjórum árum og þetta hefur gengið hratt. Vellirnir eru meira og minna fullir öll kvöld og helgar. Áhuginn er mikill og við erum að reyna að svara því,“ segir Jónas Páll. Hann lýsir padel sem blöndu af tennis og skvassi. „Nema miklu auðveldari íþrótt. Þess vegna er hægt að mæta á völlinn, spila leik og fá sama kikk og maður fær þegar maður hefur verið lengi í tennis,“ segir Jónas Páll. Vinir og vinahópar mæta Mikið sé um að vinahópar og vinnufélagar mæti í padel enda nái leikmenn fljótt tökum á íþróttinni. „Áhuginn hefur verið mikill, það er stemmning fyrir þessu og fólk að kalla eftir fleiri völlum.“ Þá segir Jónas Páll að metnaður hafi verið lagður í hönnunina við padelvellina tvo sem fyrir eru. Sá metnaður haldi áfram. Þau sæki innblástur til Spánar þar sem padel er spilað utandyra. Þess vegna er lögð áhersla á að sólin fái að kíkja í heimsókn til padelspilara, innan skynsemismarka þó, og padel-spilarar upplifi smá suðræna stemmningu. Tengd skjöl Tillaga_að_breyttu_deiliskipulagiPDF7.4MBSækja skjal Tennis Kópavogur Skipulag Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Málið var tekið fyrir hjá skipulagsráði þann 13. september. Rebekka Pétursdóttir, arkitekt hjá Former arkitektum, lagði fram umsókn um breytingu á deiliskipulaginu. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar um tíu metra frá núverandi lóðamörkum í austur, alls um 660 fermetra. Nýr aðalinngangur á nýju húsnæði með sex padel-völlum.Former ARKitektar Þá fylgir tillaga að viðbyggingu við Tennishöllina í Kópavogi sem verður alls um 1800 fermetrar að flatarmáli. Skipulagsráð samþykkti með fimm atkvæðum gegn einu að breytingartillagan verði auglýst. Var málinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Nýja byggingin sem sótt er um byggingarleyfi fyrir, séð úr lofti.Former arkitektar Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, segir viðbygginguna hluta af því að vilja byggja upp almenningsíþróttamiðstöð í Smáranum. „Við byrjuðum með padel fyrir fjórum árum og þetta hefur gengið hratt. Vellirnir eru meira og minna fullir öll kvöld og helgar. Áhuginn er mikill og við erum að reyna að svara því,“ segir Jónas Páll. Hann lýsir padel sem blöndu af tennis og skvassi. „Nema miklu auðveldari íþrótt. Þess vegna er hægt að mæta á völlinn, spila leik og fá sama kikk og maður fær þegar maður hefur verið lengi í tennis,“ segir Jónas Páll. Vinir og vinahópar mæta Mikið sé um að vinahópar og vinnufélagar mæti í padel enda nái leikmenn fljótt tökum á íþróttinni. „Áhuginn hefur verið mikill, það er stemmning fyrir þessu og fólk að kalla eftir fleiri völlum.“ Þá segir Jónas Páll að metnaður hafi verið lagður í hönnunina við padelvellina tvo sem fyrir eru. Sá metnaður haldi áfram. Þau sæki innblástur til Spánar þar sem padel er spilað utandyra. Þess vegna er lögð áhersla á að sólin fái að kíkja í heimsókn til padelspilara, innan skynsemismarka þó, og padel-spilarar upplifi smá suðræna stemmningu. Tengd skjöl Tillaga_að_breyttu_deiliskipulagiPDF7.4MBSækja skjal
Tennis Kópavogur Skipulag Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira