Hægari efnahagsumsvif blasi við Árni Sæberg skrifar 20. september 2023 08:49 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, kynnir yfirlýsinguna og útgáfu Fjármálastöðugleika í dag. Vísir/Vilhelm Nú blasa við hægari efnahagsumsvif samfara versnandi fjármálaskilyrðum, að því er segir í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar. Í yfirlýsingunni, sem birt var í morgun, segir að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk. Bankarnir hafi með skuldabréfaútgáfu á síðustu mánuðum dregið úr endurfjármögnunaráhættu í erlendum gjaldmiðlum. Álagspróf bendi til að bankarnir búi yfir góðum viðnámsþrótti til að styðja við heimili og fyrirtæki ef þörf krefur. Vanskil útlána séu lítil og á heildina litið virðist staða lántakenda góð. Í ljósi þessa hafi nefndin ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósentum. Hraður efnahagsbati en hægir á Hraður efnahagsbati hafi átt sér stað undanfarin tvö ár. Aukin umsvif hafi leitt til aukinna tekna hjá heimilum og fyrirtækjum. „Nú blasa við hægari efnahagsumsvif samfara versnandi fjármálaskilyrðum. Hækkun vaxta hefur þyngt greiðslubyrði, einkum þeirra sem tekið hafa óverðtryggð lán á breytilegum nafnvöxtum. Fastir nafnvextir lána sem hafa varið lántakendur fyrir vaxandi greiðslubyrði eru jafnframt að renna sitt skeið. Þetta felur í sér áskorun fyrir lántakendur og lánveitendur.“ Lánveitendur hugi að greiðslubyrði Þá segir að fjármálastöðugleikanefnd brýni fyrir lánveitendum að huga að þyngri greiðslubyrði lántakenda. Í því sambandi megi nefna lausnir á borð við lengingu lánstíma, jafngreiðsluskilmála, þak á greidda nafnvexti og önnur lánsform. Rúm eiginfjárstaða flestra lántakenda ætti að gefa svigrúm til að aðlaga greiðslubyrði að greiðslugetu og tryggja á sama tíma að hún haldist í takti við þau viðmið lánþegaskilyrða sem nefndin hefur sett. Nefndin beini því einnig til lántakenda að fyrirbyggja mögulega erfiðleika með því að leita tímanlega til lánveitenda ef greiðslubyrði stefnir í að verða verulega íþyngjandi. Vilja innlenda greiðslumiðlunarlausn Loks segir að nauðsynlegt sé að halda áfram að styrkja net- og rekstraröryggi fjármálafyrirtækja og að auka viðnámsþrótt greiðslumiðlunar hér á landi. Nefndin telji að þau skref sem hafa verið stigin í átt að innlendri óháðri smágreiðslulausn séu jákvæð í því samhengi og taki undir tillögur stjórnvalda um að treysta heimildir Seðlabankans á þessu sviði. „Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi svo að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti.“ Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Í yfirlýsingunni, sem birt var í morgun, segir að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk. Bankarnir hafi með skuldabréfaútgáfu á síðustu mánuðum dregið úr endurfjármögnunaráhættu í erlendum gjaldmiðlum. Álagspróf bendi til að bankarnir búi yfir góðum viðnámsþrótti til að styðja við heimili og fyrirtæki ef þörf krefur. Vanskil útlána séu lítil og á heildina litið virðist staða lántakenda góð. Í ljósi þessa hafi nefndin ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósentum. Hraður efnahagsbati en hægir á Hraður efnahagsbati hafi átt sér stað undanfarin tvö ár. Aukin umsvif hafi leitt til aukinna tekna hjá heimilum og fyrirtækjum. „Nú blasa við hægari efnahagsumsvif samfara versnandi fjármálaskilyrðum. Hækkun vaxta hefur þyngt greiðslubyrði, einkum þeirra sem tekið hafa óverðtryggð lán á breytilegum nafnvöxtum. Fastir nafnvextir lána sem hafa varið lántakendur fyrir vaxandi greiðslubyrði eru jafnframt að renna sitt skeið. Þetta felur í sér áskorun fyrir lántakendur og lánveitendur.“ Lánveitendur hugi að greiðslubyrði Þá segir að fjármálastöðugleikanefnd brýni fyrir lánveitendum að huga að þyngri greiðslubyrði lántakenda. Í því sambandi megi nefna lausnir á borð við lengingu lánstíma, jafngreiðsluskilmála, þak á greidda nafnvexti og önnur lánsform. Rúm eiginfjárstaða flestra lántakenda ætti að gefa svigrúm til að aðlaga greiðslubyrði að greiðslugetu og tryggja á sama tíma að hún haldist í takti við þau viðmið lánþegaskilyrða sem nefndin hefur sett. Nefndin beini því einnig til lántakenda að fyrirbyggja mögulega erfiðleika með því að leita tímanlega til lánveitenda ef greiðslubyrði stefnir í að verða verulega íþyngjandi. Vilja innlenda greiðslumiðlunarlausn Loks segir að nauðsynlegt sé að halda áfram að styrkja net- og rekstraröryggi fjármálafyrirtækja og að auka viðnámsþrótt greiðslumiðlunar hér á landi. Nefndin telji að þau skref sem hafa verið stigin í átt að innlendri óháðri smágreiðslulausn séu jákvæð í því samhengi og taki undir tillögur stjórnvalda um að treysta heimildir Seðlabankans á þessu sviði. „Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi svo að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti.“
Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira