Hugar að andlega þættinum fyrir umspilið Stefán Árni Pálsson skrifar 20. september 2023 11:00 Magnús Már Einarsson ætlar sér með Aftureldingu upp í efstu deild. Vísir/arnar Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar segir að það sé mikil trú í leikmannahópi liðsins fyrir komandi umspil um laust sæti í Bestudeildinni. Afturelding mætir Leikni í undanúrslitaviðureigninni í Breiðholtinu í dag en leikurinn hefst klukkan 16:30. Um er að ræða tveggja leikja einvígi og mætast liðin síðan aftur á sunnudaginn. Sigurvegarinn í einvíginu mætir síðan annað hvort Fjölni eða Vestra á laugardalsvellinum 30. september. „Við erum fyrst og fremst bara mjög spenntir. Þetta eru skemmtilegir leikir sem eru framundan og nýtt fyrirkomulag og það verður gaman að taka þátt í þessu. Þetta er búið að vera gott sumar hjá okkur. Við erum búnir að setja stigamet og besti árangur Aftureldingar frá upphafi. En við viljum bara enn þá meira og ætlum okkur að klára þetta umspil,“ segir Magnús og heldur áfram. Ætla sér á Laugardalsvöll „Við vissum að fyrirkomulagið yrði svona fyrir mót og það er ekkert hægt að vera kvarta yfir því, þetta var vitað. Þetta eru forréttindi að spila svona stóra leiki og svo verður úrslitaleikurinn á Laugardalsvellinum og okkur dreymir um að komast þangað. Við nýtum orkuna í bæjarfélaginu og í félaginu Aftureldingu. Handboltinn þekkir þetta, blakið þekkir þetta og stuðningsmenn okkar þekkja það að spila í svona umspili. Við ætlum bara að nýta það og keyra þetta alla leið.“ Afturelding var mest með 11 stiga forskot á toppi Lengjudeildarinnar í sumar. Liðið missteig sig oft seinnipartinn á tímabilinu og hleyptu Skagamönnum að lokum upp fyrir sig en ÍA tryggði sér sæti í Bestudeildinni um helgina. Afturelding endaði því í 2. sæti og fer í umspil. Leiknir endaði 5. sætinu, Fjölnir í því þriðja og Vestri í fjórða. Margir töluðu um það fyrr í sumar að Afturelding væri hreinlega komið upp í Bestudeildina en það gekk ekki eftir, ekki í bili. Magnús segist hafa fengið aðstoð frá góðum manni þegar kemur að andlegri heilsu leikmannanna. „Ég er með góðan mann sem hjálpar mér og hefur svo sem gert það í allt sumar, áður en mótið byrjaði og meira segja í fyrra líka. Fyrst og fremst er trúin í hópnum mikil og liðsheildin er frábær og hefur verið allan tímann.“ Lengjudeild karla Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Risamaraþon heimsins nú orðin sjö eftir að eitt bættist í hópinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Steinunn og Ingimar Íslandsmeistarar í CrossFit: „Stolt af sjálfri mér“ Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Dagskráin í dag: Glódís getur komist á toppinn Kennir sjálfum sér um uppsögnina Eygló best allra á EM og Erla fékk þrjú brons Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Sjá meira
Afturelding mætir Leikni í undanúrslitaviðureigninni í Breiðholtinu í dag en leikurinn hefst klukkan 16:30. Um er að ræða tveggja leikja einvígi og mætast liðin síðan aftur á sunnudaginn. Sigurvegarinn í einvíginu mætir síðan annað hvort Fjölni eða Vestra á laugardalsvellinum 30. september. „Við erum fyrst og fremst bara mjög spenntir. Þetta eru skemmtilegir leikir sem eru framundan og nýtt fyrirkomulag og það verður gaman að taka þátt í þessu. Þetta er búið að vera gott sumar hjá okkur. Við erum búnir að setja stigamet og besti árangur Aftureldingar frá upphafi. En við viljum bara enn þá meira og ætlum okkur að klára þetta umspil,“ segir Magnús og heldur áfram. Ætla sér á Laugardalsvöll „Við vissum að fyrirkomulagið yrði svona fyrir mót og það er ekkert hægt að vera kvarta yfir því, þetta var vitað. Þetta eru forréttindi að spila svona stóra leiki og svo verður úrslitaleikurinn á Laugardalsvellinum og okkur dreymir um að komast þangað. Við nýtum orkuna í bæjarfélaginu og í félaginu Aftureldingu. Handboltinn þekkir þetta, blakið þekkir þetta og stuðningsmenn okkar þekkja það að spila í svona umspili. Við ætlum bara að nýta það og keyra þetta alla leið.“ Afturelding var mest með 11 stiga forskot á toppi Lengjudeildarinnar í sumar. Liðið missteig sig oft seinnipartinn á tímabilinu og hleyptu Skagamönnum að lokum upp fyrir sig en ÍA tryggði sér sæti í Bestudeildinni um helgina. Afturelding endaði því í 2. sæti og fer í umspil. Leiknir endaði 5. sætinu, Fjölnir í því þriðja og Vestri í fjórða. Margir töluðu um það fyrr í sumar að Afturelding væri hreinlega komið upp í Bestudeildina en það gekk ekki eftir, ekki í bili. Magnús segist hafa fengið aðstoð frá góðum manni þegar kemur að andlegri heilsu leikmannanna. „Ég er með góðan mann sem hjálpar mér og hefur svo sem gert það í allt sumar, áður en mótið byrjaði og meira segja í fyrra líka. Fyrst og fremst er trúin í hópnum mikil og liðsheildin er frábær og hefur verið allan tímann.“
Lengjudeild karla Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Risamaraþon heimsins nú orðin sjö eftir að eitt bættist í hópinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Steinunn og Ingimar Íslandsmeistarar í CrossFit: „Stolt af sjálfri mér“ Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Dagskráin í dag: Glódís getur komist á toppinn Kennir sjálfum sér um uppsögnina Eygló best allra á EM og Erla fékk þrjú brons Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Sjá meira