Sjálfhætt með óverðtryggða vexti ef verðbólga hjaðnar ekki Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. september 2023 12:21 Þeir Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, Ásgeir Jónsson Seðlabankanstjóri og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika bera saman bækur sínar á fundi fjármálastöðugleikarnefndar. Vísir/Einar Greiðslubyrði heimilanna hefur þyngst þrátt fyrir að áhrif vaxtahækkana Seðlabankans séu enn ekki komin fram af fullum þunga. Seðlabankastjóri hvetur heimilin enn á ný að huga að endurfjármögnun lána. Greiðslubyrðin eigi ekki að vera meira en 35 prósent af ráðstöfunartekjum. Eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir Seðlabankans í röð er farið að bera á að greiðslubyrði heimilanna sé farin að þyngjast. Þrátt fyrir það eru vanskil heimilanna enn lítil í sögulegu samhengi en það gæti breyst hugi lántakendur og- veitendur ekki að því að breyta fasteignalánum. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að á næstu tólf mánuðum muni stór hópur lántakenda þurfa að breyta fasteignalánum sínum því fastir vextir á óverðtryggðum fasteignalánum séu að losna. „Ég vil hvetja lántakendur til að skoða þá lánsmöguleika sem eru til staðar varðandi lánsskilmála. Tímalengd lána, greiðslubyrði þeirra, mögulega blanda lánum, fara eitthvað í verðtryggt,“ segir Ásgeir. Þetta er algjör viðsnúningur hjá seðlabankastjóra sem ráðlagði fólki fyrir nokkrum misserum að forðast verðtryggð lán. Hann segir að í mikilli verðbólgu eins og nú er breytist allar forsendur hratt. „Við erum að sjá núna að það að svo margir hafa verið með nafnvexti m.ö.o. óverðtryggða vexti, hefur leitt til þess að heimilin hafa ekki borði kostnaðinn af verðbólgunni eins og ef þau hefði verið með verðtryggð lán. Sérstaklega þeir sem hafa verið með fasta nafnvexti en líka þeir sem hafa verið með breytilega. Það hefur þau áhrif að eiginfjárhlutföll heimilanna með fasteignir hækka verulega og það gerist hjá öllum tekjutíundum. Það er náttúrulega mjög erfitt að vera með nafnvaxtalán þegar verðbólgan er svona há því þá verður greiðslubyrðin svo há. Það er erfitt fyrir fólk að nota nánast allar tekjurnar sínar til að standa straum að lánunum. Við settum ákveðin viðmið varðandi greiðslubyrði að hún ætti að vera 35 prósent af ráðstöfunartekjum. Nefndinni finnst erfitt að ef greiðslubyrðin er að fara að hækka um meira en það að leita allra leiða til að halda hlutfallinu niðri og dreifa álaginu,“ segir Ásgeir. Hann bendir á að mestu máli skipti nú að ná verðbólgunni niður. „Þegar verðbólgan er svona há er ill mögulegt að vera með nafnvexti. Við þurfum að ná henni niður svo við getum lækkað aftur vexti. Það er í raun sjálfhætt ef við ætlum að vera með svona háa verðbólgu að byggja upp nafnvaxtakerfi,“ segir Ásgeir. Verðlag Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir Seðlabankans í röð er farið að bera á að greiðslubyrði heimilanna sé farin að þyngjast. Þrátt fyrir það eru vanskil heimilanna enn lítil í sögulegu samhengi en það gæti breyst hugi lántakendur og- veitendur ekki að því að breyta fasteignalánum. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að á næstu tólf mánuðum muni stór hópur lántakenda þurfa að breyta fasteignalánum sínum því fastir vextir á óverðtryggðum fasteignalánum séu að losna. „Ég vil hvetja lántakendur til að skoða þá lánsmöguleika sem eru til staðar varðandi lánsskilmála. Tímalengd lána, greiðslubyrði þeirra, mögulega blanda lánum, fara eitthvað í verðtryggt,“ segir Ásgeir. Þetta er algjör viðsnúningur hjá seðlabankastjóra sem ráðlagði fólki fyrir nokkrum misserum að forðast verðtryggð lán. Hann segir að í mikilli verðbólgu eins og nú er breytist allar forsendur hratt. „Við erum að sjá núna að það að svo margir hafa verið með nafnvexti m.ö.o. óverðtryggða vexti, hefur leitt til þess að heimilin hafa ekki borði kostnaðinn af verðbólgunni eins og ef þau hefði verið með verðtryggð lán. Sérstaklega þeir sem hafa verið með fasta nafnvexti en líka þeir sem hafa verið með breytilega. Það hefur þau áhrif að eiginfjárhlutföll heimilanna með fasteignir hækka verulega og það gerist hjá öllum tekjutíundum. Það er náttúrulega mjög erfitt að vera með nafnvaxtalán þegar verðbólgan er svona há því þá verður greiðslubyrðin svo há. Það er erfitt fyrir fólk að nota nánast allar tekjurnar sínar til að standa straum að lánunum. Við settum ákveðin viðmið varðandi greiðslubyrði að hún ætti að vera 35 prósent af ráðstöfunartekjum. Nefndinni finnst erfitt að ef greiðslubyrðin er að fara að hækka um meira en það að leita allra leiða til að halda hlutfallinu niðri og dreifa álaginu,“ segir Ásgeir. Hann bendir á að mestu máli skipti nú að ná verðbólgunni niður. „Þegar verðbólgan er svona há er ill mögulegt að vera með nafnvexti. Við þurfum að ná henni niður svo við getum lækkað aftur vexti. Það er í raun sjálfhætt ef við ætlum að vera með svona háa verðbólgu að byggja upp nafnvaxtakerfi,“ segir Ásgeir.
Verðlag Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira