Hvað gera bændur nú? Trausti Hjálmarsson skrifar 20. september 2023 15:01 Frá árinu 2017 hefur orðið um 20% samdráttur í sauðfjárrækt á Íslandi. Fyrir því liggur ein megin ástæða, óásættanleg afkoma. Það hefur samt orðið bati í afkomunni. Afurðaverð hefur hækkað verulega síðustu ár, einkum síðustu tvö árin. Má segja að nú sé búið að vinna til baka hrun afurðaverðs sem varð haustið 2016 og 2017. Þrátt fyrir hækkun afurðaverðs hefur ekki tekist að koma til móts við gífurlega hækkun framleiðslukostnaðar og ekki síður verulega hækkun fjármagnskostnaðar undanfarin misseri. Að óbreyttu horfa sauðfjárbændur fram á óviðunandi afkomu á þessu ári og þá er rétt að spyrja sig: Hvað gera bændur nú? Meðan afkoman er óviðunandi mun samdrátturinn halda áfram. Við bætist að uppskera á gróffóðri var víða með minna móti þetta sumarið, sem býr til aukinn hvata til samdráttar í framleiðslunni. Í stöðu sem þessari þarf að leita allra leiða til að láta reksturinn ganga upp. Það hafa bændur sannarlega gert með því að hagræða í sínum rekstri. Afurðaverð hefur hækkað og fært bændum auknar tekjur. En í þeirri stöðu sem nú er uppi er horft til þess með hvaða hætti stjórnvöld geta stutt við greinina. Fáir þekkja það betur en íslenskir sauðfjárbændur að búa við kröpp kjör. Til þess eru búvörusamningar að gefa sauðfjárbændum tækifæri á að búa með reisn og gera öllum neytendum kleift að kaupa gæðavöru á góðu verði. Allt þetta ár hafa bændur beðið frétta af endurskoðun búvörusamninga. Jafnvel haft væntingar um sértækar aðgerða líkt og farið var í sumarið 2022. Engar fregnir hafa borist af slíkum fyrirætlunum frá ráðherra landbúnaðarmál. Að vísu er blásið til sóknar í mikilvægum verkefnum tengt innleiðingu verndandi arfgerðar gegn riðuveiki sem og kornrækt. Það er af hinu góða. En ekkert virðist vera í gangi innan ráðuneytisins sem ávarpar alvarlega stöðu landbúnaðarins. Á sama tíma horfum við á stjórnvöld í nágrannalöndum okkar standa með sinni landbúnaðarframleiðslu. Evrópusambandið setti í sumar 430 milljónir Evra (62,4 milljarðar ísl. kr) í stuðning við bændur til að takast á við kostnaðarhækkanir, tjóna vegna veðurfars og ýmissa markaðslegra áskoranna. Hluti af fjármagninu fer til landa sem hafa orðið fyrir forsendubrest vegna niðurfellingar tolla á landbúnaðarvörur frá Úkraínu. Árlega gera norskir bændur samning við stjórnvöld um rekstrarskilyrði landbúnaðarins. Þetta árið lauk samningalotunni 16. maí. Þar er tekið tillit til erfiðrar rekstraraðstæðna árið 2023 og stuðningur aukin sem nemur 111.000 norskum krónum á hvert ársverk (um 1,4 miljónir ísl. kr). Á meðan bíða íslenskir bændur eftir viðbrögðum ráðherra. Er ekki lengur vilji til að standa með íslenskum landbúnaði. Á meðan ekkert er gert þá er þörf á því að spyrja sig, Hvað gera bændur nú? Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Trausti Hjálmarsson Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Sjá meira
Frá árinu 2017 hefur orðið um 20% samdráttur í sauðfjárrækt á Íslandi. Fyrir því liggur ein megin ástæða, óásættanleg afkoma. Það hefur samt orðið bati í afkomunni. Afurðaverð hefur hækkað verulega síðustu ár, einkum síðustu tvö árin. Má segja að nú sé búið að vinna til baka hrun afurðaverðs sem varð haustið 2016 og 2017. Þrátt fyrir hækkun afurðaverðs hefur ekki tekist að koma til móts við gífurlega hækkun framleiðslukostnaðar og ekki síður verulega hækkun fjármagnskostnaðar undanfarin misseri. Að óbreyttu horfa sauðfjárbændur fram á óviðunandi afkomu á þessu ári og þá er rétt að spyrja sig: Hvað gera bændur nú? Meðan afkoman er óviðunandi mun samdrátturinn halda áfram. Við bætist að uppskera á gróffóðri var víða með minna móti þetta sumarið, sem býr til aukinn hvata til samdráttar í framleiðslunni. Í stöðu sem þessari þarf að leita allra leiða til að láta reksturinn ganga upp. Það hafa bændur sannarlega gert með því að hagræða í sínum rekstri. Afurðaverð hefur hækkað og fært bændum auknar tekjur. En í þeirri stöðu sem nú er uppi er horft til þess með hvaða hætti stjórnvöld geta stutt við greinina. Fáir þekkja það betur en íslenskir sauðfjárbændur að búa við kröpp kjör. Til þess eru búvörusamningar að gefa sauðfjárbændum tækifæri á að búa með reisn og gera öllum neytendum kleift að kaupa gæðavöru á góðu verði. Allt þetta ár hafa bændur beðið frétta af endurskoðun búvörusamninga. Jafnvel haft væntingar um sértækar aðgerða líkt og farið var í sumarið 2022. Engar fregnir hafa borist af slíkum fyrirætlunum frá ráðherra landbúnaðarmál. Að vísu er blásið til sóknar í mikilvægum verkefnum tengt innleiðingu verndandi arfgerðar gegn riðuveiki sem og kornrækt. Það er af hinu góða. En ekkert virðist vera í gangi innan ráðuneytisins sem ávarpar alvarlega stöðu landbúnaðarins. Á sama tíma horfum við á stjórnvöld í nágrannalöndum okkar standa með sinni landbúnaðarframleiðslu. Evrópusambandið setti í sumar 430 milljónir Evra (62,4 milljarðar ísl. kr) í stuðning við bændur til að takast á við kostnaðarhækkanir, tjóna vegna veðurfars og ýmissa markaðslegra áskoranna. Hluti af fjármagninu fer til landa sem hafa orðið fyrir forsendubrest vegna niðurfellingar tolla á landbúnaðarvörur frá Úkraínu. Árlega gera norskir bændur samning við stjórnvöld um rekstrarskilyrði landbúnaðarins. Þetta árið lauk samningalotunni 16. maí. Þar er tekið tillit til erfiðrar rekstraraðstæðna árið 2023 og stuðningur aukin sem nemur 111.000 norskum krónum á hvert ársverk (um 1,4 miljónir ísl. kr). Á meðan bíða íslenskir bændur eftir viðbrögðum ráðherra. Er ekki lengur vilji til að standa með íslenskum landbúnaði. Á meðan ekkert er gert þá er þörf á því að spyrja sig, Hvað gera bændur nú? Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar