Torsótt þrjú stig hjá Ítalíumeisturunum í Portúgal Smári Jökull Jónsson skrifar 20. september 2023 20:58 Leikmenn Napoli fagna sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/Getty Fyrstu umferð Meistaradeildarinnar í knattspyrnu lauk í kvöld. FC Bayern vann þægilegan sigur á Manchester United í Þýskalandi og þá vann Arsenal stórsigur í sínum fyrsta Meistaradeildarleik í sex ár. Það var líf og fjör í Portúgal í kvöld þar sem tveir leikir voru leiknir. SC Braga tók á móti Ítalíumeisturum Napoli á heimavelli sínum og áttu áttu í vök að verjast lengi vel í fyrri hálfleik. Hann var hins vegar markalaus en Giovanni Di Lorenzo kom Napoli yfir strax í byrjun síðari hálfleiks. Bruma jafnaði hins vegar metin fyrir Braga með góðu skallamarki á 84. mínútu og þegar allt stefndi í jafntefli skoraði Sikou Niakate sjálfsmark og tryggði Napoli 2-1 sigur. Leikmenn Braga komust afar nálægt því að jafna metin undir lokin þegar þeir áttu skot í stöngina. Svekkjandi niðurstaða fyrir Braga en þrjú góð stig fyrir Ítalíumeistarana. Benfica lenti í brekku snemma leiks gegn RB Salzburg. Karim Konate misnotaði vítaspyrnu fyrir Salzburg strax á þriðju mínútu og Antonio Silva fékk rautt tíu mínútum síðar þegar hann fékk boltann í höndina í markteignum og hafði dauðafæri af leikmanni Salzburg. Í þetta sinn steig Roko Simic á punktinn og skoraði af öryggi. Nicola Barella var ekki sáttur með spjaldið sem Michael Oliver sýndi honum og hljóp til fjórða dómarans og baðst miskunnar.Vísir/Getty Oscar Gloukh kom austurríska liðinu í 2-0 snemma í síðari hálfleiks og brekkan orðin brött fyrir heimaliðið. Lokatölur 2-0 og RB Salzburg komið með þrjú risastór stig í sarpinn. Lens frá Frakklandi náði í óvænt jafntefli gegn Sevilla á Spáni. Lucas Ocampos kom Sevilla yfir á 9. mínútu en Angelo Fulgini jafnaði fyrir gestina skömmu síðar. Leikmenn Sevilla sóttu meira það sem eftir lifði leiks en tókst ekki að skora sigurmarkið. Lokatölur 1-1. Að lokum gerðu Inter og Real Sociedad 1-1 jafntefli í leik liðanna á Spáni. Heimamenn komust yfir á 4. mínútu með marki Brais Mendez og spænska liðið var töluvert sterkara liðið í kjölfarið. Um miðjan síðari hálfleiks sýndi Michael Oliver dómari Nicola Barella rauða spjaldið en eftir skoðun í skjánum dró hann spjaldið til baka. Það efldi gestina og Lautaro Martinez jafnaði metin þremur mínútum fyrir leiksloks. Staðan 1-1 og leikmenn Inter sækja þar með gott stig til Spánar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
Það var líf og fjör í Portúgal í kvöld þar sem tveir leikir voru leiknir. SC Braga tók á móti Ítalíumeisturum Napoli á heimavelli sínum og áttu áttu í vök að verjast lengi vel í fyrri hálfleik. Hann var hins vegar markalaus en Giovanni Di Lorenzo kom Napoli yfir strax í byrjun síðari hálfleiks. Bruma jafnaði hins vegar metin fyrir Braga með góðu skallamarki á 84. mínútu og þegar allt stefndi í jafntefli skoraði Sikou Niakate sjálfsmark og tryggði Napoli 2-1 sigur. Leikmenn Braga komust afar nálægt því að jafna metin undir lokin þegar þeir áttu skot í stöngina. Svekkjandi niðurstaða fyrir Braga en þrjú góð stig fyrir Ítalíumeistarana. Benfica lenti í brekku snemma leiks gegn RB Salzburg. Karim Konate misnotaði vítaspyrnu fyrir Salzburg strax á þriðju mínútu og Antonio Silva fékk rautt tíu mínútum síðar þegar hann fékk boltann í höndina í markteignum og hafði dauðafæri af leikmanni Salzburg. Í þetta sinn steig Roko Simic á punktinn og skoraði af öryggi. Nicola Barella var ekki sáttur með spjaldið sem Michael Oliver sýndi honum og hljóp til fjórða dómarans og baðst miskunnar.Vísir/Getty Oscar Gloukh kom austurríska liðinu í 2-0 snemma í síðari hálfleiks og brekkan orðin brött fyrir heimaliðið. Lokatölur 2-0 og RB Salzburg komið með þrjú risastór stig í sarpinn. Lens frá Frakklandi náði í óvænt jafntefli gegn Sevilla á Spáni. Lucas Ocampos kom Sevilla yfir á 9. mínútu en Angelo Fulgini jafnaði fyrir gestina skömmu síðar. Leikmenn Sevilla sóttu meira það sem eftir lifði leiks en tókst ekki að skora sigurmarkið. Lokatölur 1-1. Að lokum gerðu Inter og Real Sociedad 1-1 jafntefli í leik liðanna á Spáni. Heimamenn komust yfir á 4. mínútu með marki Brais Mendez og spænska liðið var töluvert sterkara liðið í kjölfarið. Um miðjan síðari hálfleiks sýndi Michael Oliver dómari Nicola Barella rauða spjaldið en eftir skoðun í skjánum dró hann spjaldið til baka. Það efldi gestina og Lautaro Martinez jafnaði metin þremur mínútum fyrir leiksloks. Staðan 1-1 og leikmenn Inter sækja þar með gott stig til Spánar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira