Souness getur ekki hætt að gagnrýna Pogba Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2023 08:00 Paul Pogba hefur verið meiddur nærri allan tímann síðan hann sneri aftur til Juventus. Jonathan Moscrop/Getty Images Graeme Souness virðist ekki geta hætt að tjá sig um hinn franska Paul Pogba. Nú síðast lét hann þau orð falla að Pogba væri „latur ræfill“ (e. lazy twat). Hinn sjötugi Souness spilaði fyrir lengstum fyrir Middlesbrough og Liverpool á ferli sínum. Þá þjálfaði hann dágóða stund áður en hann gerðist sparkspekingur á Sky Sports. Þar lét hann Pogba ítrekað heyra það þegar sá franski lék fyrir Manchester United. Graeme Souness has called Paul Pogba a lazy t*** in the latest of a long line of attacks on the Juventus and France midfielder.https://t.co/3wFBhNDjh0— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 20, 2023 Þrátt fyrir að vera hættur hjá Sky – og Pogba farinn aftur til Juventus á Ítalíu – þá nýtti Souness tækifærið þegar hann var mætti í hlaðvarpið Second Captains. Þar sagði hann Pogba vera hæfileikaríkan ungan mann og að hann gæti verið einn besti miðjumaður heims ef hann væri ekki svona latur. „Ef hann er latur í leikjum þá er hann latur á æfingum,“ sagði Souness áður en hann var spurður hvort hann væri kannski að vera aðeins of neikvæður í garð Pogba. „Nei ekki í sekúndubrot, hann er latur ræfill,“ svaraði Souness um hæl. Pogba hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann sneri aftur til Juventus fyrir síðustu leiktíð. Hann spilaði ekkert vegna þrálátra meiðsla og þegar Pogba var að komast af skrið nýverið fannst of mikið testósterón í líkama hans og féll miðjumaðurinn því á lyfjaprófi. Ítalska lyfjaeftirlitið hefur dæmt hann í ótímabundið bann og óvíst er hvenær Pogba mun snúa aftur en hann gæti átt yfir höfði sér meira en tveggja ára bann frá knattspyrnu. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Souness ekki yfir sig hrifinn af fernunni hjá Pogba Franski miðjumaðurinn Paul Pogba gaf fjórar stoðsendingar í 5-1 sigri Manchester United á erkifjendunum í Leeds United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 16. ágúst 2021 07:01 Souness heldur því enn fram að Pogba leggi ekki nógu mikið á sig Graham Souness, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Paul Pogba undanfarin misseri. Pogba hefur komið til baka úr meiðslum og spilað í síðustu tveimur leikjum Manchester United en Souness er enn ekki hrifinn. 25. júní 2020 13:00 Souness svaraði Pogba til baka og bað hann um að sýna sér medalíurnar Graeme Souness hefur verið óhræddur við að gagnrýna Paul Pogba undanfarnar vikur og mánuði eftir að hann snéri aftur til Englands en Pogba steig svo fram í gær og viðurkenndi að hann vissi ekkert hver Souness væri. 15. apríl 2020 09:30 Pogba vissi ekki hver Souness var Franski heimsmeistarinn vissi ekki hver Greame Souness var. 14. apríl 2020 15:30 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Hinn sjötugi Souness spilaði fyrir lengstum fyrir Middlesbrough og Liverpool á ferli sínum. Þá þjálfaði hann dágóða stund áður en hann gerðist sparkspekingur á Sky Sports. Þar lét hann Pogba ítrekað heyra það þegar sá franski lék fyrir Manchester United. Graeme Souness has called Paul Pogba a lazy t*** in the latest of a long line of attacks on the Juventus and France midfielder.https://t.co/3wFBhNDjh0— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 20, 2023 Þrátt fyrir að vera hættur hjá Sky – og Pogba farinn aftur til Juventus á Ítalíu – þá nýtti Souness tækifærið þegar hann var mætti í hlaðvarpið Second Captains. Þar sagði hann Pogba vera hæfileikaríkan ungan mann og að hann gæti verið einn besti miðjumaður heims ef hann væri ekki svona latur. „Ef hann er latur í leikjum þá er hann latur á æfingum,“ sagði Souness áður en hann var spurður hvort hann væri kannski að vera aðeins of neikvæður í garð Pogba. „Nei ekki í sekúndubrot, hann er latur ræfill,“ svaraði Souness um hæl. Pogba hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann sneri aftur til Juventus fyrir síðustu leiktíð. Hann spilaði ekkert vegna þrálátra meiðsla og þegar Pogba var að komast af skrið nýverið fannst of mikið testósterón í líkama hans og féll miðjumaðurinn því á lyfjaprófi. Ítalska lyfjaeftirlitið hefur dæmt hann í ótímabundið bann og óvíst er hvenær Pogba mun snúa aftur en hann gæti átt yfir höfði sér meira en tveggja ára bann frá knattspyrnu.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Souness ekki yfir sig hrifinn af fernunni hjá Pogba Franski miðjumaðurinn Paul Pogba gaf fjórar stoðsendingar í 5-1 sigri Manchester United á erkifjendunum í Leeds United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 16. ágúst 2021 07:01 Souness heldur því enn fram að Pogba leggi ekki nógu mikið á sig Graham Souness, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Paul Pogba undanfarin misseri. Pogba hefur komið til baka úr meiðslum og spilað í síðustu tveimur leikjum Manchester United en Souness er enn ekki hrifinn. 25. júní 2020 13:00 Souness svaraði Pogba til baka og bað hann um að sýna sér medalíurnar Graeme Souness hefur verið óhræddur við að gagnrýna Paul Pogba undanfarnar vikur og mánuði eftir að hann snéri aftur til Englands en Pogba steig svo fram í gær og viðurkenndi að hann vissi ekkert hver Souness væri. 15. apríl 2020 09:30 Pogba vissi ekki hver Souness var Franski heimsmeistarinn vissi ekki hver Greame Souness var. 14. apríl 2020 15:30 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Souness ekki yfir sig hrifinn af fernunni hjá Pogba Franski miðjumaðurinn Paul Pogba gaf fjórar stoðsendingar í 5-1 sigri Manchester United á erkifjendunum í Leeds United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 16. ágúst 2021 07:01
Souness heldur því enn fram að Pogba leggi ekki nógu mikið á sig Graham Souness, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Paul Pogba undanfarin misseri. Pogba hefur komið til baka úr meiðslum og spilað í síðustu tveimur leikjum Manchester United en Souness er enn ekki hrifinn. 25. júní 2020 13:00
Souness svaraði Pogba til baka og bað hann um að sýna sér medalíurnar Graeme Souness hefur verið óhræddur við að gagnrýna Paul Pogba undanfarnar vikur og mánuði eftir að hann snéri aftur til Englands en Pogba steig svo fram í gær og viðurkenndi að hann vissi ekkert hver Souness væri. 15. apríl 2020 09:30
Pogba vissi ekki hver Souness var Franski heimsmeistarinn vissi ekki hver Greame Souness var. 14. apríl 2020 15:30