Souness getur ekki hætt að gagnrýna Pogba Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2023 08:00 Paul Pogba hefur verið meiddur nærri allan tímann síðan hann sneri aftur til Juventus. Jonathan Moscrop/Getty Images Graeme Souness virðist ekki geta hætt að tjá sig um hinn franska Paul Pogba. Nú síðast lét hann þau orð falla að Pogba væri „latur ræfill“ (e. lazy twat). Hinn sjötugi Souness spilaði fyrir lengstum fyrir Middlesbrough og Liverpool á ferli sínum. Þá þjálfaði hann dágóða stund áður en hann gerðist sparkspekingur á Sky Sports. Þar lét hann Pogba ítrekað heyra það þegar sá franski lék fyrir Manchester United. Graeme Souness has called Paul Pogba a lazy t*** in the latest of a long line of attacks on the Juventus and France midfielder.https://t.co/3wFBhNDjh0— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 20, 2023 Þrátt fyrir að vera hættur hjá Sky – og Pogba farinn aftur til Juventus á Ítalíu – þá nýtti Souness tækifærið þegar hann var mætti í hlaðvarpið Second Captains. Þar sagði hann Pogba vera hæfileikaríkan ungan mann og að hann gæti verið einn besti miðjumaður heims ef hann væri ekki svona latur. „Ef hann er latur í leikjum þá er hann latur á æfingum,“ sagði Souness áður en hann var spurður hvort hann væri kannski að vera aðeins of neikvæður í garð Pogba. „Nei ekki í sekúndubrot, hann er latur ræfill,“ svaraði Souness um hæl. Pogba hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann sneri aftur til Juventus fyrir síðustu leiktíð. Hann spilaði ekkert vegna þrálátra meiðsla og þegar Pogba var að komast af skrið nýverið fannst of mikið testósterón í líkama hans og féll miðjumaðurinn því á lyfjaprófi. Ítalska lyfjaeftirlitið hefur dæmt hann í ótímabundið bann og óvíst er hvenær Pogba mun snúa aftur en hann gæti átt yfir höfði sér meira en tveggja ára bann frá knattspyrnu. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Souness ekki yfir sig hrifinn af fernunni hjá Pogba Franski miðjumaðurinn Paul Pogba gaf fjórar stoðsendingar í 5-1 sigri Manchester United á erkifjendunum í Leeds United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 16. ágúst 2021 07:01 Souness heldur því enn fram að Pogba leggi ekki nógu mikið á sig Graham Souness, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Paul Pogba undanfarin misseri. Pogba hefur komið til baka úr meiðslum og spilað í síðustu tveimur leikjum Manchester United en Souness er enn ekki hrifinn. 25. júní 2020 13:00 Souness svaraði Pogba til baka og bað hann um að sýna sér medalíurnar Graeme Souness hefur verið óhræddur við að gagnrýna Paul Pogba undanfarnar vikur og mánuði eftir að hann snéri aftur til Englands en Pogba steig svo fram í gær og viðurkenndi að hann vissi ekkert hver Souness væri. 15. apríl 2020 09:30 Pogba vissi ekki hver Souness var Franski heimsmeistarinn vissi ekki hver Greame Souness var. 14. apríl 2020 15:30 Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Hinn sjötugi Souness spilaði fyrir lengstum fyrir Middlesbrough og Liverpool á ferli sínum. Þá þjálfaði hann dágóða stund áður en hann gerðist sparkspekingur á Sky Sports. Þar lét hann Pogba ítrekað heyra það þegar sá franski lék fyrir Manchester United. Graeme Souness has called Paul Pogba a lazy t*** in the latest of a long line of attacks on the Juventus and France midfielder.https://t.co/3wFBhNDjh0— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 20, 2023 Þrátt fyrir að vera hættur hjá Sky – og Pogba farinn aftur til Juventus á Ítalíu – þá nýtti Souness tækifærið þegar hann var mætti í hlaðvarpið Second Captains. Þar sagði hann Pogba vera hæfileikaríkan ungan mann og að hann gæti verið einn besti miðjumaður heims ef hann væri ekki svona latur. „Ef hann er latur í leikjum þá er hann latur á æfingum,“ sagði Souness áður en hann var spurður hvort hann væri kannski að vera aðeins of neikvæður í garð Pogba. „Nei ekki í sekúndubrot, hann er latur ræfill,“ svaraði Souness um hæl. Pogba hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann sneri aftur til Juventus fyrir síðustu leiktíð. Hann spilaði ekkert vegna þrálátra meiðsla og þegar Pogba var að komast af skrið nýverið fannst of mikið testósterón í líkama hans og féll miðjumaðurinn því á lyfjaprófi. Ítalska lyfjaeftirlitið hefur dæmt hann í ótímabundið bann og óvíst er hvenær Pogba mun snúa aftur en hann gæti átt yfir höfði sér meira en tveggja ára bann frá knattspyrnu.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Souness ekki yfir sig hrifinn af fernunni hjá Pogba Franski miðjumaðurinn Paul Pogba gaf fjórar stoðsendingar í 5-1 sigri Manchester United á erkifjendunum í Leeds United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 16. ágúst 2021 07:01 Souness heldur því enn fram að Pogba leggi ekki nógu mikið á sig Graham Souness, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Paul Pogba undanfarin misseri. Pogba hefur komið til baka úr meiðslum og spilað í síðustu tveimur leikjum Manchester United en Souness er enn ekki hrifinn. 25. júní 2020 13:00 Souness svaraði Pogba til baka og bað hann um að sýna sér medalíurnar Graeme Souness hefur verið óhræddur við að gagnrýna Paul Pogba undanfarnar vikur og mánuði eftir að hann snéri aftur til Englands en Pogba steig svo fram í gær og viðurkenndi að hann vissi ekkert hver Souness væri. 15. apríl 2020 09:30 Pogba vissi ekki hver Souness var Franski heimsmeistarinn vissi ekki hver Greame Souness var. 14. apríl 2020 15:30 Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Souness ekki yfir sig hrifinn af fernunni hjá Pogba Franski miðjumaðurinn Paul Pogba gaf fjórar stoðsendingar í 5-1 sigri Manchester United á erkifjendunum í Leeds United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 16. ágúst 2021 07:01
Souness heldur því enn fram að Pogba leggi ekki nógu mikið á sig Graham Souness, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Paul Pogba undanfarin misseri. Pogba hefur komið til baka úr meiðslum og spilað í síðustu tveimur leikjum Manchester United en Souness er enn ekki hrifinn. 25. júní 2020 13:00
Souness svaraði Pogba til baka og bað hann um að sýna sér medalíurnar Graeme Souness hefur verið óhræddur við að gagnrýna Paul Pogba undanfarnar vikur og mánuði eftir að hann snéri aftur til Englands en Pogba steig svo fram í gær og viðurkenndi að hann vissi ekkert hver Souness væri. 15. apríl 2020 09:30
Pogba vissi ekki hver Souness var Franski heimsmeistarinn vissi ekki hver Greame Souness var. 14. apríl 2020 15:30