Souness getur ekki hætt að gagnrýna Pogba Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2023 08:00 Paul Pogba hefur verið meiddur nærri allan tímann síðan hann sneri aftur til Juventus. Jonathan Moscrop/Getty Images Graeme Souness virðist ekki geta hætt að tjá sig um hinn franska Paul Pogba. Nú síðast lét hann þau orð falla að Pogba væri „latur ræfill“ (e. lazy twat). Hinn sjötugi Souness spilaði fyrir lengstum fyrir Middlesbrough og Liverpool á ferli sínum. Þá þjálfaði hann dágóða stund áður en hann gerðist sparkspekingur á Sky Sports. Þar lét hann Pogba ítrekað heyra það þegar sá franski lék fyrir Manchester United. Graeme Souness has called Paul Pogba a lazy t*** in the latest of a long line of attacks on the Juventus and France midfielder.https://t.co/3wFBhNDjh0— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 20, 2023 Þrátt fyrir að vera hættur hjá Sky – og Pogba farinn aftur til Juventus á Ítalíu – þá nýtti Souness tækifærið þegar hann var mætti í hlaðvarpið Second Captains. Þar sagði hann Pogba vera hæfileikaríkan ungan mann og að hann gæti verið einn besti miðjumaður heims ef hann væri ekki svona latur. „Ef hann er latur í leikjum þá er hann latur á æfingum,“ sagði Souness áður en hann var spurður hvort hann væri kannski að vera aðeins of neikvæður í garð Pogba. „Nei ekki í sekúndubrot, hann er latur ræfill,“ svaraði Souness um hæl. Pogba hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann sneri aftur til Juventus fyrir síðustu leiktíð. Hann spilaði ekkert vegna þrálátra meiðsla og þegar Pogba var að komast af skrið nýverið fannst of mikið testósterón í líkama hans og féll miðjumaðurinn því á lyfjaprófi. Ítalska lyfjaeftirlitið hefur dæmt hann í ótímabundið bann og óvíst er hvenær Pogba mun snúa aftur en hann gæti átt yfir höfði sér meira en tveggja ára bann frá knattspyrnu. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Souness ekki yfir sig hrifinn af fernunni hjá Pogba Franski miðjumaðurinn Paul Pogba gaf fjórar stoðsendingar í 5-1 sigri Manchester United á erkifjendunum í Leeds United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 16. ágúst 2021 07:01 Souness heldur því enn fram að Pogba leggi ekki nógu mikið á sig Graham Souness, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Paul Pogba undanfarin misseri. Pogba hefur komið til baka úr meiðslum og spilað í síðustu tveimur leikjum Manchester United en Souness er enn ekki hrifinn. 25. júní 2020 13:00 Souness svaraði Pogba til baka og bað hann um að sýna sér medalíurnar Graeme Souness hefur verið óhræddur við að gagnrýna Paul Pogba undanfarnar vikur og mánuði eftir að hann snéri aftur til Englands en Pogba steig svo fram í gær og viðurkenndi að hann vissi ekkert hver Souness væri. 15. apríl 2020 09:30 Pogba vissi ekki hver Souness var Franski heimsmeistarinn vissi ekki hver Greame Souness var. 14. apríl 2020 15:30 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Hinn sjötugi Souness spilaði fyrir lengstum fyrir Middlesbrough og Liverpool á ferli sínum. Þá þjálfaði hann dágóða stund áður en hann gerðist sparkspekingur á Sky Sports. Þar lét hann Pogba ítrekað heyra það þegar sá franski lék fyrir Manchester United. Graeme Souness has called Paul Pogba a lazy t*** in the latest of a long line of attacks on the Juventus and France midfielder.https://t.co/3wFBhNDjh0— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 20, 2023 Þrátt fyrir að vera hættur hjá Sky – og Pogba farinn aftur til Juventus á Ítalíu – þá nýtti Souness tækifærið þegar hann var mætti í hlaðvarpið Second Captains. Þar sagði hann Pogba vera hæfileikaríkan ungan mann og að hann gæti verið einn besti miðjumaður heims ef hann væri ekki svona latur. „Ef hann er latur í leikjum þá er hann latur á æfingum,“ sagði Souness áður en hann var spurður hvort hann væri kannski að vera aðeins of neikvæður í garð Pogba. „Nei ekki í sekúndubrot, hann er latur ræfill,“ svaraði Souness um hæl. Pogba hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann sneri aftur til Juventus fyrir síðustu leiktíð. Hann spilaði ekkert vegna þrálátra meiðsla og þegar Pogba var að komast af skrið nýverið fannst of mikið testósterón í líkama hans og féll miðjumaðurinn því á lyfjaprófi. Ítalska lyfjaeftirlitið hefur dæmt hann í ótímabundið bann og óvíst er hvenær Pogba mun snúa aftur en hann gæti átt yfir höfði sér meira en tveggja ára bann frá knattspyrnu.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Souness ekki yfir sig hrifinn af fernunni hjá Pogba Franski miðjumaðurinn Paul Pogba gaf fjórar stoðsendingar í 5-1 sigri Manchester United á erkifjendunum í Leeds United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 16. ágúst 2021 07:01 Souness heldur því enn fram að Pogba leggi ekki nógu mikið á sig Graham Souness, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Paul Pogba undanfarin misseri. Pogba hefur komið til baka úr meiðslum og spilað í síðustu tveimur leikjum Manchester United en Souness er enn ekki hrifinn. 25. júní 2020 13:00 Souness svaraði Pogba til baka og bað hann um að sýna sér medalíurnar Graeme Souness hefur verið óhræddur við að gagnrýna Paul Pogba undanfarnar vikur og mánuði eftir að hann snéri aftur til Englands en Pogba steig svo fram í gær og viðurkenndi að hann vissi ekkert hver Souness væri. 15. apríl 2020 09:30 Pogba vissi ekki hver Souness var Franski heimsmeistarinn vissi ekki hver Greame Souness var. 14. apríl 2020 15:30 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Souness ekki yfir sig hrifinn af fernunni hjá Pogba Franski miðjumaðurinn Paul Pogba gaf fjórar stoðsendingar í 5-1 sigri Manchester United á erkifjendunum í Leeds United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 16. ágúst 2021 07:01
Souness heldur því enn fram að Pogba leggi ekki nógu mikið á sig Graham Souness, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Paul Pogba undanfarin misseri. Pogba hefur komið til baka úr meiðslum og spilað í síðustu tveimur leikjum Manchester United en Souness er enn ekki hrifinn. 25. júní 2020 13:00
Souness svaraði Pogba til baka og bað hann um að sýna sér medalíurnar Graeme Souness hefur verið óhræddur við að gagnrýna Paul Pogba undanfarnar vikur og mánuði eftir að hann snéri aftur til Englands en Pogba steig svo fram í gær og viðurkenndi að hann vissi ekkert hver Souness væri. 15. apríl 2020 09:30
Pogba vissi ekki hver Souness var Franski heimsmeistarinn vissi ekki hver Greame Souness var. 14. apríl 2020 15:30