Erlent

Nettröll sögðu Trump látinn á X-reikningi sonar hans

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Sonur forsetaframbjóðandans lenti í klóm nettrölla í dag.
Sonur forsetaframbjóðandans lenti í klóm nettrölla í dag. EPA

Óprúttnir aðilar hökkuðu sig inn á reikning Donald Trump yngri á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í dag og birtu vafasamar færslur, eina þess efnis að forsetaframbjóðandinn og fyrrverandi forsetinn væri látinn.

„Með mikilli sorg tilkynni ég að faðir minn Donald Trump er látinn. Ég býð mig fram til forseta árið 2024,“ stendur í færslunni sem birtist fyrr í dag á síðu Trump yngri, sem er með yfir tíu milljónir fylgjenda. Trump-samtökin greindu frá því að um væri að ræða nettröll.

Í annarri færslu fer nettröll ljótu máli um Joe Biden Bandaríkjaforseta. Og í enn annarri segir að Norður Kórea sé í vondum málum. Færslurnar hafa nú verið fjarlægðar af síðu Trump yngri. 

Brot af færslunum má sjá hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×