Tónlistarfólkið Birgitta Haukdal, Herra Hnetusmjör, Daníel Ágúst og Bríet sitja í dómarasætunum líkt og í fyrra. Sömuleiðis verða þau Sigrún Ósk og Aron Már kynnar keppninnar á ný.
Miðstig keppninnar fer fram á Rokksafninu í Reykjanesbæ dagana, 10., 11., og 12. október þar sem keppendur fá að spreyta sig með breyttu sniði en áður.
Íslendingar fá að fylgjast með vegferð þátttakenda í þáttunum sem hefja göngu sína 24. nóvember á Stöð 2.
Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir frá dómaraprufunum













