Argentínumenn enn bestir, Ísland missir stig eftir tapið gegn Lúxemborg Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. september 2023 19:29 Lionel Messi og félagar í Argentínu þykja enn sterkasta landslið heims. Nýr styrkleikalisti FIFA kom út í dag. Argentína trónir enn á toppnum með Frakkland og Brasilíu stutt á eftir. Ísland missir eitt stig en heldur sæti sínu sem 67. sterkasta landslið heims, tapið gegn Lúxemborg vegur greinilega þyngra en heimasigur gegn Bosníu. Í kjölfar þeirra 159 landsleikja sem fram fóru á dögunum kom nýr styrkleikalisti FIFA út í dag. Argentínumenn styrktu stöðu sína í efsta sæti listans eftir sigra gegn Ekvador og Bólivíu. Frakkarnir í öðru sæti missa nokkur stig eftir tap gegn Þýskalandi. Argentína hefur verið efst á styrkleikalistanum síðan í apríl á þessu ári. Listinn er þó umdeildur og þykir af mörgum ekki gefa rétta mynd af raunverulegum styrk landsliða. Það vakti einmitt mikla athygli að Argentína sat ekki í toppsætinu eftir að hafa orðið heimsmeistarar í desember 2022. Eina breytingin á efstu 10 sætunum var sú að Portúgal klifraði upp í 8. sætið fyrir Ítalíu sem féllu niður í 9. sætið. Albanía hlaut flestu stigin í þessari umferð landsleikja og fór upp um þrjú sæti eftir óvæntan 2-0 sigur gegn Póllandi. N-Írland misstu flest stig en liðið tapaði tveimur útileikjum gegn Slóveníu og Kazakhstan. Fall Íslands á styrkleikalistanum síðustu ár kemur fáum á óvart. Hæst náði Ísland 18. sætinu rétt fyrir HM 2018, liðið er nú í 67. sæti listans. Hér má sjá listann í heild sinni. Kvennalandslið Íslands stendur körlunum þó framar en þær sitja sem stendur í 14. sæti. Þær hefja leik í Þjóðadeildinni á morgun, föstudag, þegar liðið mætir Wales á Laugardalsvelli. Ísland mætir svo Þýskalandi ytra á þriðjudag. Nýr styrkleikalisti verður gefinn út í kjölfar þeirra leikja. Landslið karla í fótbolta Argentína Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ sem fór fram í morgun. 21. september 2023 10:28 Enn að átta sig á fyrirkomulagi Þjóðadeildarinnar en segir markmiðið að halda sér í A-deild Sveindís Jane Jónsdóttir bíður spennt eftir fyrstu leikjum Íslands í nýrri Þjóðadeild í fótbolta. 20. september 2023 10:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
Í kjölfar þeirra 159 landsleikja sem fram fóru á dögunum kom nýr styrkleikalisti FIFA út í dag. Argentínumenn styrktu stöðu sína í efsta sæti listans eftir sigra gegn Ekvador og Bólivíu. Frakkarnir í öðru sæti missa nokkur stig eftir tap gegn Þýskalandi. Argentína hefur verið efst á styrkleikalistanum síðan í apríl á þessu ári. Listinn er þó umdeildur og þykir af mörgum ekki gefa rétta mynd af raunverulegum styrk landsliða. Það vakti einmitt mikla athygli að Argentína sat ekki í toppsætinu eftir að hafa orðið heimsmeistarar í desember 2022. Eina breytingin á efstu 10 sætunum var sú að Portúgal klifraði upp í 8. sætið fyrir Ítalíu sem féllu niður í 9. sætið. Albanía hlaut flestu stigin í þessari umferð landsleikja og fór upp um þrjú sæti eftir óvæntan 2-0 sigur gegn Póllandi. N-Írland misstu flest stig en liðið tapaði tveimur útileikjum gegn Slóveníu og Kazakhstan. Fall Íslands á styrkleikalistanum síðustu ár kemur fáum á óvart. Hæst náði Ísland 18. sætinu rétt fyrir HM 2018, liðið er nú í 67. sæti listans. Hér má sjá listann í heild sinni. Kvennalandslið Íslands stendur körlunum þó framar en þær sitja sem stendur í 14. sæti. Þær hefja leik í Þjóðadeildinni á morgun, föstudag, þegar liðið mætir Wales á Laugardalsvelli. Ísland mætir svo Þýskalandi ytra á þriðjudag. Nýr styrkleikalisti verður gefinn út í kjölfar þeirra leikja.
Landslið karla í fótbolta Argentína Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ sem fór fram í morgun. 21. september 2023 10:28 Enn að átta sig á fyrirkomulagi Þjóðadeildarinnar en segir markmiðið að halda sér í A-deild Sveindís Jane Jónsdóttir bíður spennt eftir fyrstu leikjum Íslands í nýrri Þjóðadeild í fótbolta. 20. september 2023 10:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ sem fór fram í morgun. 21. september 2023 10:28
Enn að átta sig á fyrirkomulagi Þjóðadeildarinnar en segir markmiðið að halda sér í A-deild Sveindís Jane Jónsdóttir bíður spennt eftir fyrstu leikjum Íslands í nýrri Þjóðadeild í fótbolta. 20. september 2023 10:00