Innlent

Bjarni kominn á flot

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Aðgerðir gengu vel á vettvangi.
Aðgerðir gengu vel á vettvangi. Landsbjörg

Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er laust af strandstað. Skipið strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. 

Tilkynning barst Landhelgisgæslu um að skipið, sem er á vegum Hafrannsóknarstofnunar, væri strand í firðinum kl. 21:12 í kvöld. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út ásamt björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar auk annarra nálægra skipa.

Farþegar um borð í Bjarna voru tuttugu en til að gæta öryggis voru átta fluttir frá borði. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug vestur fyrr í kvöld en hæglætisveður var á strandstað og aðstæður góðar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

„Skipið komst á flot á flóði klukkan 23:26 í kvöld með hjálp björgunarskipsins Varðar auk fiskieldisskipanna Fosnafjord og Fosnakongen og var í kjölfarið fært að bryggju á Tálknafirði. Rannsókn á tildrögum strandsins er í höndum RNSA.“

Myndirnar voru teknar um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar.Landhelgisgæslan

Tengdar fréttir

Rann­­­sóknar­­­skip Haf­ró strand í Tálkna­­­firði

Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðir út og þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið vestur. Fleiri bátar hafa verið kallaðir út til aðstoðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×