Þá fjöllum við um strand rannsóknarskipsins Bjarna Sæmundssonar sem sat fastur um tíma í Tálknafirði í gærkvöldi.
Fyrirhuguð sameinging MA og VMA hefur verið harðlega gagnrýnd af mörgum og nú hefur félagsmálaráðherra, sem einnig er gamall MA-ingur bæst í hópinn.
Að auki fjöllum við um málefni Hjálpræðishersins en mikil aukning hefur verið í aðsókn að hádegisverði sem boðið er upp á. Foringi í Hernum segir ljóst að sífellt fleiri nái ekki endum saman.