Bergið headspace er 5 ára Bjarney Rún Haraldsdóttir skrifar 22. september 2023 15:31 Bergið headspace er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk, á forsendum ungs fólks. Stofnfundur samtakanna var haldinn fyrir fimm árum, þann 17. september 2018 og þjónusta við ungmenni fór af stað árið 2019. Fyrirmyndir Headspace er að finna í Ástralíu og Danmörku og hafa gefið góða raun sem lágþröskuldaþjónusta fyrir ungmenni sem geta leitað sér stuðnings frá fagfólki á eigin forsendum, án skilyrða. Það þýðir að þau stýra ferðinni, hversu oft þau koma í viðtöl og hvað þau vilja ræða hverju sinni. Þjónustan er fyrir ungt fólk frá 12 til 25 ára aldri. Það eru engir biðlistar og enga tilvísun þarf til þess að geta sótt þjónustuna sem er ungmennum að kostnaðarlausu. Frábær hópur fagfólks með víðtæka reynslu starfar í Berginu og styður við ungmenni sem þurfa á því að halda að tala við fagaðila í trausti og trúnaði, í hlýlegu og umvefjandi umhverfi. Ekkert viðfangsefni er of smátt eða of stórt til þess að þau geti leitað sér aðstoðar og 80% þeirra sem koma í Bergið þurfa ekki á dýrari eða flóknari þjónustu að halda, þeim nægir lágþröskuldaþjónustan. Þeim sem þurfa á meiri þjónustu að halda er leiðbeint í viðeigandi úrræði og er Bergið þá tenging við aðrar stofnanir og úrræði sem þörf er á. Hópurinn sem leitar í Bergið Frá því að Bergið opnaði hafa yfir 1300 ungmenni fengið þjónustu og í hverri viku eru um 60 – 70 ungmenni sem þiggja þjónustu frá fagfólki Bergsins. Af þeim sem leituðu í Bergið á síðasta ári voru 43% í framhaldsskóla, 21% í háskóla, 16% á vinnumarkaði, 12% í grunnskóla og 7% hvorki í vinnu né skóla. 47% þeirra höfðu ekki fengið þjónustu annars staðar áður en þau komu í Bergið. Flest þeirra sem leituðu í Bergið heyrðu af okkur í gegnum vin sem ber þess merki að þau treysti okkur og það eru bestu meðmæli sem við fáum. Stærstur hluti hópsins þarf á aðstoð að halda vegna kvíða eða þunglyndis og þar á eftir vegna einmanaleika, sjálfsskaða, sjálfsvígshugsana, hvers kyns samskipta í nánum samböndum eða vegna fíknar. Um helmingur þeirra sem til okkar leita eiga veika foreldra eða systkini eða eiga í erfiðum samskiptum á heimili eða við fjölskyldu. Aðrir umhverfisþættir eru hvers kyns ofbeldi sem þau hafa verið beitt, einelti, erfiðleikar í vinasamböndum eða missir einhvers nákomins. Yfir 40% þeirra ungmenna sem svöruðu ACE-spurningalistanum voru með fjögur eða fleiri ACE-stig. ACE-listinn byggir á spurningum um áföll og erfiða reynslu í uppvexti fyrir 18 ára aldur og ef ACE-stigin eru fjögur eða fleiri er aukin áhætta á andlegum, líkamlegum og félagslegum vandamálum á fullorðinsárum. Það er því til mikils að vinna að tryggja börnum og ungmennum aðgengilega og skilvirka þjónustu líkt og Bergið gerir, áður en vandinn er orðinn of flókinn eða alvarlegur. Í því felst mikið forvarnargildi. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið Eitt af markmiðum með starfsemi Bergsins var að brúa bilið í þjónustu við ungt fólk og það hefur raungerst á þessum fimm árum. Fyrr á þessu ári tóku Headspace samtökin í Danmörku, Noregi og á Íslandi höndum saman undir nafninu Nordic headspace með það markmið að bæta kerfin í kringum geðheilbrigði barna og ungmenna. Framundan er að opna Bergið headspace á Akureyri og vonandi víðar um landið, það er liður í því að veita lágþröskuldaþjónustu í nærsamfélagi allra ungmenna. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið og Bergið headspace er komið til að vera, enda mikilvægur hlekkur í að mæta þjónustuþörfum ungmenna. Eins og starfsmaður Bergsins orðaði svo vel að þá er þjónusta okkar eitt frábærasta boð til ungmenna á Íslandi og ég tek heilshugar undir þau orð. Von mín er að öll ungmenni á Íslandi viti að þessi þjónusta standi þeim til boða, hvort sem þau þurfa á henni að halda eða ekki. Höfundur er stjórnarformaður í Berginu headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Bergið headspace er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk, á forsendum ungs fólks. Stofnfundur samtakanna var haldinn fyrir fimm árum, þann 17. september 2018 og þjónusta við ungmenni fór af stað árið 2019. Fyrirmyndir Headspace er að finna í Ástralíu og Danmörku og hafa gefið góða raun sem lágþröskuldaþjónusta fyrir ungmenni sem geta leitað sér stuðnings frá fagfólki á eigin forsendum, án skilyrða. Það þýðir að þau stýra ferðinni, hversu oft þau koma í viðtöl og hvað þau vilja ræða hverju sinni. Þjónustan er fyrir ungt fólk frá 12 til 25 ára aldri. Það eru engir biðlistar og enga tilvísun þarf til þess að geta sótt þjónustuna sem er ungmennum að kostnaðarlausu. Frábær hópur fagfólks með víðtæka reynslu starfar í Berginu og styður við ungmenni sem þurfa á því að halda að tala við fagaðila í trausti og trúnaði, í hlýlegu og umvefjandi umhverfi. Ekkert viðfangsefni er of smátt eða of stórt til þess að þau geti leitað sér aðstoðar og 80% þeirra sem koma í Bergið þurfa ekki á dýrari eða flóknari þjónustu að halda, þeim nægir lágþröskuldaþjónustan. Þeim sem þurfa á meiri þjónustu að halda er leiðbeint í viðeigandi úrræði og er Bergið þá tenging við aðrar stofnanir og úrræði sem þörf er á. Hópurinn sem leitar í Bergið Frá því að Bergið opnaði hafa yfir 1300 ungmenni fengið þjónustu og í hverri viku eru um 60 – 70 ungmenni sem þiggja þjónustu frá fagfólki Bergsins. Af þeim sem leituðu í Bergið á síðasta ári voru 43% í framhaldsskóla, 21% í háskóla, 16% á vinnumarkaði, 12% í grunnskóla og 7% hvorki í vinnu né skóla. 47% þeirra höfðu ekki fengið þjónustu annars staðar áður en þau komu í Bergið. Flest þeirra sem leituðu í Bergið heyrðu af okkur í gegnum vin sem ber þess merki að þau treysti okkur og það eru bestu meðmæli sem við fáum. Stærstur hluti hópsins þarf á aðstoð að halda vegna kvíða eða þunglyndis og þar á eftir vegna einmanaleika, sjálfsskaða, sjálfsvígshugsana, hvers kyns samskipta í nánum samböndum eða vegna fíknar. Um helmingur þeirra sem til okkar leita eiga veika foreldra eða systkini eða eiga í erfiðum samskiptum á heimili eða við fjölskyldu. Aðrir umhverfisþættir eru hvers kyns ofbeldi sem þau hafa verið beitt, einelti, erfiðleikar í vinasamböndum eða missir einhvers nákomins. Yfir 40% þeirra ungmenna sem svöruðu ACE-spurningalistanum voru með fjögur eða fleiri ACE-stig. ACE-listinn byggir á spurningum um áföll og erfiða reynslu í uppvexti fyrir 18 ára aldur og ef ACE-stigin eru fjögur eða fleiri er aukin áhætta á andlegum, líkamlegum og félagslegum vandamálum á fullorðinsárum. Það er því til mikils að vinna að tryggja börnum og ungmennum aðgengilega og skilvirka þjónustu líkt og Bergið gerir, áður en vandinn er orðinn of flókinn eða alvarlegur. Í því felst mikið forvarnargildi. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið Eitt af markmiðum með starfsemi Bergsins var að brúa bilið í þjónustu við ungt fólk og það hefur raungerst á þessum fimm árum. Fyrr á þessu ári tóku Headspace samtökin í Danmörku, Noregi og á Íslandi höndum saman undir nafninu Nordic headspace með það markmið að bæta kerfin í kringum geðheilbrigði barna og ungmenna. Framundan er að opna Bergið headspace á Akureyri og vonandi víðar um landið, það er liður í því að veita lágþröskuldaþjónustu í nærsamfélagi allra ungmenna. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið og Bergið headspace er komið til að vera, enda mikilvægur hlekkur í að mæta þjónustuþörfum ungmenna. Eins og starfsmaður Bergsins orðaði svo vel að þá er þjónusta okkar eitt frábærasta boð til ungmenna á Íslandi og ég tek heilshugar undir þau orð. Von mín er að öll ungmenni á Íslandi viti að þessi þjónusta standi þeim til boða, hvort sem þau þurfa á henni að halda eða ekki. Höfundur er stjórnarformaður í Berginu headspace.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar