City afgreiddu Forest á fjórtán mínútum | Rodri sá rautt Siggeir Ævarsson skrifar 23. september 2023 16:07 Rodri missti stjórn á skapi sínu og fékk að líta rauða spjaldið að launum Vísir/Getty Manchester City er áfram með fullt hús stiga á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Nottingham Forest í dag. City byrjuðu leikinn með látum og komust í 2-0 strax á 14. mínútu þar sem Phil Foden og Erling Håland sáu um að skora. Þetta var 8. mark Håland í sex leikjum. Fleiri urðu mörkin ekki en lætin voru ekki búin. Á fyrstu mínútu fyrri hálfleiks missti Rodri algjörlega stjórn á skapi sínu úti við hornfánann eftir baráttu um boltann. Morgan Gibbs-White stuggaði aðeins við honum sem hann tók óstinnt upp og tók Gibbs-White hálstaki og fékk réttilega að líta rauða spjaldið að launum. Gestirnir frá Skírisskógi voru töluvert meira með boltann eftir þetta en heimamenn í City spiluðu af skynsemi og ró og sigldu sigrinum heim manni færri og eru því áfram ósigraðir á toppi deildarinnar. Enski boltinn
Manchester City er áfram með fullt hús stiga á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Nottingham Forest í dag. City byrjuðu leikinn með látum og komust í 2-0 strax á 14. mínútu þar sem Phil Foden og Erling Håland sáu um að skora. Þetta var 8. mark Håland í sex leikjum. Fleiri urðu mörkin ekki en lætin voru ekki búin. Á fyrstu mínútu fyrri hálfleiks missti Rodri algjörlega stjórn á skapi sínu úti við hornfánann eftir baráttu um boltann. Morgan Gibbs-White stuggaði aðeins við honum sem hann tók óstinnt upp og tók Gibbs-White hálstaki og fékk réttilega að líta rauða spjaldið að launum. Gestirnir frá Skírisskógi voru töluvert meira með boltann eftir þetta en heimamenn í City spiluðu af skynsemi og ró og sigldu sigrinum heim manni færri og eru því áfram ósigraðir á toppi deildarinnar.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti