Liverpool fór létt með West Ham á heimavelli

Siggeir Ævarsson skrifar
Darwin Nunez fagnar marki sínu í dag af innlifun.
Darwin Nunez fagnar marki sínu í dag af innlifun. Vísir/Getty

West Ham sótti Liverpool heim í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Bæði lið höfðu farið vel af stað á tímabilinu og unnu sína leiki í Evrópudeildinni á fimmtudag. Það voru þó heimamenn í Liverpool sem héldu góða genginu áfram í dag.

Liverpool höfðu nokkra yfirburði í leiknum og Salah kom þeim yfir strax á 16. mínútu með marki úr vítaspyrnu. West Ham menn fylltust ef til vill smá von þegar Jarrod Bowen jafnaði leikinn fyrir hlé en seinni hálfleikurinn var eign Liverpool þar sem Darwin Nunez og Diego Jota innsigluðu sigurinn. 3-1 lokatölurnar í Liverpool sem halda eltingarleiknum við Manchester City áfram.

Liverpool í 2. sæti með 16 stig en City á toppnum með 18 þegar bæði lið hafa leikið sex leiki.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira