Erlent

Nemandinn sem stakk Ingunni á­fram í gæslu­varð­haldi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Rektor háskólans sagði árásina sorglega og alvarlega.
Rektor háskólans sagði árásina sorglega og alvarlega. Ingunn Björnsdóttir / Getty

Nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði við Óslóarháskóla, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Nemandinn hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps.

Ingunn var stungin í skólanum ásamt samkennara sínum hinn 25. ágúst síðastliðinn. Ingunn hlaut töluverða áverka í árásinni en samkennari hennar, kona á þrítugsaldri, særðist lítillega.

Nettavisen greinir frá því að forsögu málsins megi rekja til þess að árásarmaðurinn, sem er 23 ára gamall, hafi fallið á prófi. Eftir árásina var hann yfirbugaður af fólki sem varð vitni að atburðarrásinni. Tveir hnífar fundust á vettvangi en að sögn yfirvalda var maðurinn rólegur þegar lögreglu bar að garði.

Gæsluvarðhaldið hefur nú verið framlengt um fjórar vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×