Þar heyrum við líka í Guðmundi Inga Guðbrandssyni félags- og vinnumarkaðsráðherra. Hann segir afar áríðandi að rými sé í samfélaginu fyrir fólk til að greina frá hatursorðræðu og fordómum. Mikilvægt sé að skrá öll tilfelli og að brugðist sé við þeim.
Formaður PCOS samtakanna segir þörf á frekari vitundarvakningu um fjölblöðrueggjastokkaheilkenni. Átta til þrettán prósent kvenna eru með heilkennið en sjötíu prósent vita ekki af því. Blásið er til ráðstefnu í dag.
Hjartaknúsarinn Julio Iglesias er áttræður í dag. Hann er vinsælasti söngvari í sögu Spánar og enginn söngvari hefur gefið út plötur á eins mörgum tungumálum. Við rýnum í sögu söngvarans í hádegisfréttum.
Við tökum púlsinn á bæjarstjóra Snæfellsbæjar og heyrum í körfuboltahreyfingunni sem andar léttar enda búið að semja um kaup og kjör við dómara.