Fótbolti

Guimarães skrifar undir nýjan samning með söluákvæði

Siggeir Ævarsson skrifar
Bruno Guimaraes hefur heillað stjórnendur Newcastle upp úr skónum
Bruno Guimaraes hefur heillað stjórnendur Newcastle upp úr skónum Vísir/Getty

Bruno Guimarães skrifaði í dag undir nýjan samning við Newcastle sem tvöfaldar vikulaunin hans. Guimarães er nú samningsbundinn liðinu út 2028 en söluákvæði í nýja samningnum segir að hann sé falur fyrir 100 milljónir punda.

Guimarães gekk til liðs við Newcastle 2021 og er talið að hann hafi kostað um 40 milljónir punda. Hann hefur verið einn af lykilmönnum liðsins síðustu ár. Með nýja samningnum þénar hann um 120.000 pund á viku og verður næst launahæsti leikmaður liðsins á eftir Sandro Tonali.

Söluákvæðið hefur vakið upp blendnar tilfinningar meðal stuðningsmanna Newcastle en margir telja það alltof lágt og það sé skýr vísbending um að hann muni yfirgefa liðið fyrr en seinna. 

Guimarães, sem er 25 ára, hefur leikið 54 deildarleiki fyrir Newcastle og skorað í þeim níu mörk. Þá hefur han einnig leikið regulega með brasilíska landsliðinu síðustu ár, og er kominn með 14 landsleiki í sarpinn og eitt mark síðan 2020 þegar hann lék sinn fyrsta landsleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×