NASA, Bandaríska geimrannsóknarstofnunin, birti í dag myndband þar sem vísindamenn kanna farið í fyrsta sinn frá því að það lagði af stað í leiðangurinn.
After a journey of nearly 3.9 billion miles, the #OSIRISREx asteroid sample return capsule is back on Earth. Teams perform the initial safety assessment—the first persons to come into contact with this hardware since it was on the other side of the solar system. pic.twitter.com/KVDWiovago
— NASA (@NASA) September 24, 2023
Áður hefur verið fjallað um Osiris-Rex sem lagði af stað frá jörðu árið 2016 og sneri aftur heim á leið í október 2020 eftir að lokið var við að tryggja dýrmætt sýni af yfirborði smástirnisins Bennu. Talið er að Bennu sé um 4,6 milljarða ára gamalt smástirni og að sýnið geymi þar sem einhver elstu efni sólarkerfisins. Eins og áður segir er því vonast til að sýnið gefi vísindamönnum frekari vísbendingar um það hvernig pláneturnar í sólkerfinu hafi myndast.
Samtals ferðaðist geimfarið tæplega 6,5 milljarða kílómetra á leið sinni til og frá Bennu en einungis tuttugu mínútum eftir að sýnið var tekið úr geimfarinu var það sent í annað verkefni, að kanna smástirnið Apophis.