Evrópa hélt titlinum eftir dramatík í Andalúsíu Smári Jökull Jónsson skrifar 24. september 2023 22:31 Lið Evrópu fagnar sigrinum í dag. Vísir/Getty Lið Evrópu heldur Solheim bikarnum í tvö ár til viðbótar eftir að hafa haldið jöfnu gegn úrvalsliði Bandaríkjanna í dag. Það var mikil spenna fyrir lokadaginn í Solheim bikarnum í dag enda bæði lið með 8 stig eftir fyrstu tvo dagana. Hin írska Leona Maguire náði fyrsta stigi dagsins með öruggum sigri á Rose Zhang 4&3 og varafyrirliðinn Anna Nordqvist frá Svíþjóð vann einnig sinn leik og kom Evrópu tveimur stigum yfir samanlagt. Bandaríkin unnu hins vegar næstu leiki og voru komnir 13-11 yfir með fjóra leiki í gangi á vellinum. Reglur Solheim-bikarsins eru þær sömu og í Ryder bikarnum, það lið sem er ríkjandi meistari dugir jafntefli til að halda bikarnum innan sinna raða. A massive, massive moment.Caroline Hedwall goes 1UP heading to the 18th #TeamEurope | #SolheimCup pic.twitter.com/tLfEc5hPqv— Ladies European Tour (@LETgolf) September 24, 2023 Dramatíkin var mikil í leik hinnar sænsku Caroline Hedwall og Ally Ewing. Hin bandaríska Ewing var þremur stigum yfir þegar sex holur voru eftir en Hedwall vann fimm af síðustu sex og tryggði sér sigur í viðureigninni. Maja Stark frá Svíþjóð vann sína viðureign gegn Allisen Corpuz og jafnaði metin og en Lexi Thompson vann viðureign sína gegn Emily Pedersen og kom Bandaríkjunum í 14-13 forystu. Því voru öll augu á leik Carlota Ciganda og Nelly Corda. Þar spilaði hin spænska Ciganda frábærlega undir lokin. Hún átti frábær högg bæði á 16. og 17. holu og tryggði sér sigurinn með fugli á þeirri síðarnefndu. Það dugði Evrópu til að halda titlinum og mikill fögnuður braust út í Andalúsíu á Spáni þar sem mótið fór fram. THE HOMETOWN HERO!!! Carlota Ciganda keeps the Solheim Cup in Europe!#SolheimCup2023 pic.twitter.com/mus7x6q77H— LPGA (@LPGA) September 24, 2023 „Ég er ekki með margar tilfinningar núna. Ég er svo ánægð að gera þetta fyrir Suzann (Petterson, fyrirliða Evrópuliðsins) og Spán. Ég er svo stolt og svo ánægð. Allir hér eru ein fjölskylda, spænsku áhorfendurnir eru stórkostlegir,“ sagði Ciganda sem vann allar viðureignir sínar á heimavelli í mótinu. Golf Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira
Það var mikil spenna fyrir lokadaginn í Solheim bikarnum í dag enda bæði lið með 8 stig eftir fyrstu tvo dagana. Hin írska Leona Maguire náði fyrsta stigi dagsins með öruggum sigri á Rose Zhang 4&3 og varafyrirliðinn Anna Nordqvist frá Svíþjóð vann einnig sinn leik og kom Evrópu tveimur stigum yfir samanlagt. Bandaríkin unnu hins vegar næstu leiki og voru komnir 13-11 yfir með fjóra leiki í gangi á vellinum. Reglur Solheim-bikarsins eru þær sömu og í Ryder bikarnum, það lið sem er ríkjandi meistari dugir jafntefli til að halda bikarnum innan sinna raða. A massive, massive moment.Caroline Hedwall goes 1UP heading to the 18th #TeamEurope | #SolheimCup pic.twitter.com/tLfEc5hPqv— Ladies European Tour (@LETgolf) September 24, 2023 Dramatíkin var mikil í leik hinnar sænsku Caroline Hedwall og Ally Ewing. Hin bandaríska Ewing var þremur stigum yfir þegar sex holur voru eftir en Hedwall vann fimm af síðustu sex og tryggði sér sigur í viðureigninni. Maja Stark frá Svíþjóð vann sína viðureign gegn Allisen Corpuz og jafnaði metin og en Lexi Thompson vann viðureign sína gegn Emily Pedersen og kom Bandaríkjunum í 14-13 forystu. Því voru öll augu á leik Carlota Ciganda og Nelly Corda. Þar spilaði hin spænska Ciganda frábærlega undir lokin. Hún átti frábær högg bæði á 16. og 17. holu og tryggði sér sigurinn með fugli á þeirri síðarnefndu. Það dugði Evrópu til að halda titlinum og mikill fögnuður braust út í Andalúsíu á Spáni þar sem mótið fór fram. THE HOMETOWN HERO!!! Carlota Ciganda keeps the Solheim Cup in Europe!#SolheimCup2023 pic.twitter.com/mus7x6q77H— LPGA (@LPGA) September 24, 2023 „Ég er ekki með margar tilfinningar núna. Ég er svo ánægð að gera þetta fyrir Suzann (Petterson, fyrirliða Evrópuliðsins) og Spán. Ég er svo stolt og svo ánægð. Allir hér eru ein fjölskylda, spænsku áhorfendurnir eru stórkostlegir,“ sagði Ciganda sem vann allar viðureignir sínar á heimavelli í mótinu.
Golf Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira