Evrópa hélt titlinum eftir dramatík í Andalúsíu Smári Jökull Jónsson skrifar 24. september 2023 22:31 Lið Evrópu fagnar sigrinum í dag. Vísir/Getty Lið Evrópu heldur Solheim bikarnum í tvö ár til viðbótar eftir að hafa haldið jöfnu gegn úrvalsliði Bandaríkjanna í dag. Það var mikil spenna fyrir lokadaginn í Solheim bikarnum í dag enda bæði lið með 8 stig eftir fyrstu tvo dagana. Hin írska Leona Maguire náði fyrsta stigi dagsins með öruggum sigri á Rose Zhang 4&3 og varafyrirliðinn Anna Nordqvist frá Svíþjóð vann einnig sinn leik og kom Evrópu tveimur stigum yfir samanlagt. Bandaríkin unnu hins vegar næstu leiki og voru komnir 13-11 yfir með fjóra leiki í gangi á vellinum. Reglur Solheim-bikarsins eru þær sömu og í Ryder bikarnum, það lið sem er ríkjandi meistari dugir jafntefli til að halda bikarnum innan sinna raða. A massive, massive moment.Caroline Hedwall goes 1UP heading to the 18th #TeamEurope | #SolheimCup pic.twitter.com/tLfEc5hPqv— Ladies European Tour (@LETgolf) September 24, 2023 Dramatíkin var mikil í leik hinnar sænsku Caroline Hedwall og Ally Ewing. Hin bandaríska Ewing var þremur stigum yfir þegar sex holur voru eftir en Hedwall vann fimm af síðustu sex og tryggði sér sigur í viðureigninni. Maja Stark frá Svíþjóð vann sína viðureign gegn Allisen Corpuz og jafnaði metin og en Lexi Thompson vann viðureign sína gegn Emily Pedersen og kom Bandaríkjunum í 14-13 forystu. Því voru öll augu á leik Carlota Ciganda og Nelly Corda. Þar spilaði hin spænska Ciganda frábærlega undir lokin. Hún átti frábær högg bæði á 16. og 17. holu og tryggði sér sigurinn með fugli á þeirri síðarnefndu. Það dugði Evrópu til að halda titlinum og mikill fögnuður braust út í Andalúsíu á Spáni þar sem mótið fór fram. THE HOMETOWN HERO!!! Carlota Ciganda keeps the Solheim Cup in Europe!#SolheimCup2023 pic.twitter.com/mus7x6q77H— LPGA (@LPGA) September 24, 2023 „Ég er ekki með margar tilfinningar núna. Ég er svo ánægð að gera þetta fyrir Suzann (Petterson, fyrirliða Evrópuliðsins) og Spán. Ég er svo stolt og svo ánægð. Allir hér eru ein fjölskylda, spænsku áhorfendurnir eru stórkostlegir,“ sagði Ciganda sem vann allar viðureignir sínar á heimavelli í mótinu. Golf Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Gerrard að verða afi Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það var mikil spenna fyrir lokadaginn í Solheim bikarnum í dag enda bæði lið með 8 stig eftir fyrstu tvo dagana. Hin írska Leona Maguire náði fyrsta stigi dagsins með öruggum sigri á Rose Zhang 4&3 og varafyrirliðinn Anna Nordqvist frá Svíþjóð vann einnig sinn leik og kom Evrópu tveimur stigum yfir samanlagt. Bandaríkin unnu hins vegar næstu leiki og voru komnir 13-11 yfir með fjóra leiki í gangi á vellinum. Reglur Solheim-bikarsins eru þær sömu og í Ryder bikarnum, það lið sem er ríkjandi meistari dugir jafntefli til að halda bikarnum innan sinna raða. A massive, massive moment.Caroline Hedwall goes 1UP heading to the 18th #TeamEurope | #SolheimCup pic.twitter.com/tLfEc5hPqv— Ladies European Tour (@LETgolf) September 24, 2023 Dramatíkin var mikil í leik hinnar sænsku Caroline Hedwall og Ally Ewing. Hin bandaríska Ewing var þremur stigum yfir þegar sex holur voru eftir en Hedwall vann fimm af síðustu sex og tryggði sér sigur í viðureigninni. Maja Stark frá Svíþjóð vann sína viðureign gegn Allisen Corpuz og jafnaði metin og en Lexi Thompson vann viðureign sína gegn Emily Pedersen og kom Bandaríkjunum í 14-13 forystu. Því voru öll augu á leik Carlota Ciganda og Nelly Corda. Þar spilaði hin spænska Ciganda frábærlega undir lokin. Hún átti frábær högg bæði á 16. og 17. holu og tryggði sér sigurinn með fugli á þeirri síðarnefndu. Það dugði Evrópu til að halda titlinum og mikill fögnuður braust út í Andalúsíu á Spáni þar sem mótið fór fram. THE HOMETOWN HERO!!! Carlota Ciganda keeps the Solheim Cup in Europe!#SolheimCup2023 pic.twitter.com/mus7x6q77H— LPGA (@LPGA) September 24, 2023 „Ég er ekki með margar tilfinningar núna. Ég er svo ánægð að gera þetta fyrir Suzann (Petterson, fyrirliða Evrópuliðsins) og Spán. Ég er svo stolt og svo ánægð. Allir hér eru ein fjölskylda, spænsku áhorfendurnir eru stórkostlegir,“ sagði Ciganda sem vann allar viðureignir sínar á heimavelli í mótinu.
Golf Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Gerrard að verða afi Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira