Bjóða aðstoð hersins eftir að 100 lögreglumenn leggja niður vopn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. september 2023 08:09 Lögregla virðist ósátt við að ákæra hafi verið gefin út eftir að óvopnaður borgari var skotinn til bana. epa/Andy Rain Breska varnarmálaráðuneytið hefur boðið löggæsluyfirvöldum í Lundúnum aðstoð hermanna eftir að fjöldi lögreglumanna í höfuðborginni skilaði inn skotvopnum sínum. Samkvæmt BBC eru vopnaðir lögreglumenn í borginni um það bil 2.500 en yfir hundrað hafa skilað inn skotvopnaleyfum sínum í mótmælaskyni eftir að lögreglumaður var ákærður fyrir að skjóta óvopnaðan mann til bana. Mark Rowley, yfirmaður Lundúnarlögreglunnar, hefur fagnað boðaðri rannsókn stjórnvalda á vopnaburði lögreglu og segir rétt að gera ríkar kröfur til lögreglu hvað þetta varðar. Hann segir regluverkið sem nú sé í gildi hins vegar grafa undan lögreglunni og að lögreglumenn þurfi að njóta aukinnar lagalegrar verndar. Umrætt atvik átti sér stað í september í fyrra en þá lést hinn 24 ára Chris Kaba eftir að lögreglumaður skaut á bifreið sem hann ók í Streatham í suðurhluta Lundúna. Kaba var byggingaverkamaður og tilvonandi faðir. Það kom seinna í ljós að umrædd bifreið, sem Kaba virðist hafa fengið lánaða, hafði verið tengd við lögreglumál frá deginum áður, þar sem skotvopn komu við sögu. Framgöngu lögreglu var harðlega mótmælt. Rowley hefur sagt að lögreglumenn þurfi að njóta nægrar verndar til að geta sinnt störfum sínum almennilega og að þegar upp komi atvik þar sem þeir hafa fari út fyrir mörk þurfi að ganga hraðar að rannsaka og gera upp mál. Innanríkisráðherrann Suella Braverman segir almenning reiða sig á vopnaða lögreglumenn til að tryggja öryggi þeirra og að umræddir lögreglumenn þurfi oft að taka ákvarðanir á augnabliki, við erfiðar kringumstæður. Hún segir lögregluna njóta fulls stuðnings ráðuneytisins. Lundúnarlögreglan hefur sagt að boð varnarmálaráðuneytisins verði aðeins þegið ef erfiðar aðstæður skapast og ljóst þyki að lögregla ráði ekki við ástandið. Eins og sakir standa njóti lögreglan í höfuðborginni stuðnings lögreglu í nágrannaumdæmum. Bretland Skotvopn Erlend sakamál Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Samkvæmt BBC eru vopnaðir lögreglumenn í borginni um það bil 2.500 en yfir hundrað hafa skilað inn skotvopnaleyfum sínum í mótmælaskyni eftir að lögreglumaður var ákærður fyrir að skjóta óvopnaðan mann til bana. Mark Rowley, yfirmaður Lundúnarlögreglunnar, hefur fagnað boðaðri rannsókn stjórnvalda á vopnaburði lögreglu og segir rétt að gera ríkar kröfur til lögreglu hvað þetta varðar. Hann segir regluverkið sem nú sé í gildi hins vegar grafa undan lögreglunni og að lögreglumenn þurfi að njóta aukinnar lagalegrar verndar. Umrætt atvik átti sér stað í september í fyrra en þá lést hinn 24 ára Chris Kaba eftir að lögreglumaður skaut á bifreið sem hann ók í Streatham í suðurhluta Lundúna. Kaba var byggingaverkamaður og tilvonandi faðir. Það kom seinna í ljós að umrædd bifreið, sem Kaba virðist hafa fengið lánaða, hafði verið tengd við lögreglumál frá deginum áður, þar sem skotvopn komu við sögu. Framgöngu lögreglu var harðlega mótmælt. Rowley hefur sagt að lögreglumenn þurfi að njóta nægrar verndar til að geta sinnt störfum sínum almennilega og að þegar upp komi atvik þar sem þeir hafa fari út fyrir mörk þurfi að ganga hraðar að rannsaka og gera upp mál. Innanríkisráðherrann Suella Braverman segir almenning reiða sig á vopnaða lögreglumenn til að tryggja öryggi þeirra og að umræddir lögreglumenn þurfi oft að taka ákvarðanir á augnabliki, við erfiðar kringumstæður. Hún segir lögregluna njóta fulls stuðnings ráðuneytisins. Lundúnarlögreglan hefur sagt að boð varnarmálaráðuneytisins verði aðeins þegið ef erfiðar aðstæður skapast og ljóst þyki að lögregla ráði ekki við ástandið. Eins og sakir standa njóti lögreglan í höfuðborginni stuðnings lögreglu í nágrannaumdæmum.
Bretland Skotvopn Erlend sakamál Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira