Nýtt nafn á nýju fangelsi: Enginn fer „á Hraunið“ Margrét Björk Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 25. september 2023 11:50 Páll Winkel fangelsismálastjóri fagnar byggingu á nýju fangelsi og segir húsakostinn á Litla-Hrauni ömurlegan. Vísir/Arnar Nýtt fangelsi sem verður byggt við hliðina á Litla-Hrauni fær nýtt nafn. Fangelsismálastjóri segir löngu tímabært að loka „ömurlegri“ aðstöðu á Litla-Hrauni. Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru kynntar á blaðamannafundi á Litla Hrauni í morgun. Í fyrsta lagi stendur að byggja nýtt fangelsi við hliðina á Litla-Hrauni og er undirbúningur að framkvæmdum þegar hafinn. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, segir áætlaðan kostnað metinn á um sjö milljarða króna. Hagkvæmara sé að byggja nýtt en að fara í endurbætur. „Það er niðurstaðan að húsakosturinn hér sé í þannig ásigkomulagi að það borgi sig ekki að setja svona mikið fé í endurbætur.“ Hún bendir á að núverandi húsnæði hafi upphaflega verið byggt sem sjúkrahús og að í gegnum árin hafi viðbyggingar verið hnýttar við. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir enga heildarhugsjón á bak við Litla-Hraun og það sé í raun mjög óhentugt húsnæði. „Húsnæðið er kalt, þú getur ekki komist hjá því að hitta hina fangana ef þú býrð hérna. Það er erfitt að sinna meðferðarstarfi af því það eru fíkniefni í boði út um allt þegar þau koma inn. Vinnuaðstaða fangavarða; þeir kalla það tunnuna af því það er gluggalaust rými þar sem er ekki salreni. Þetta er bara gamalt,“ segir Páll. „Umhverfið hér er ömurlegt, aðstaðan er til skammar þannig að þetta er frábært fyrir alla sem hingað koma hvort sem það eru vistmenn eða starfsmenn.“ Nýtt fangelsi verður við hliðina á Litla-Hrauni og framkvæmdir hefjast strax. Reynslan við byggingu Hólmsheiðar er sögð munu koma að góðu gagni og á umhverfið í nýju fangelsi að vera sem minnst þrúgandi. Ekki liggur fyrir hvað verður um Litla-Hraun en þar verða frelsissviptir að minnsta kosti ekki vistaðir. Nýtt fangelsi fær nýtt nafn og segir fangelsismálastjóri að mögulega verði hugmyndasamkeppni um nafngiftina. „Það er greipt inn í huga þjóðarinnar að það að „fara á Hraunið“ sé botn tilverunnar. Nú verður bara ekkert Hraun. Við erum að fara byggja nýtt og betra fangelsi og þá verður ekkert Litla-Hraun.“ Fangelsismál Árborg Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru kynntar á blaðamannafundi á Litla Hrauni í morgun. Í fyrsta lagi stendur að byggja nýtt fangelsi við hliðina á Litla-Hrauni og er undirbúningur að framkvæmdum þegar hafinn. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, segir áætlaðan kostnað metinn á um sjö milljarða króna. Hagkvæmara sé að byggja nýtt en að fara í endurbætur. „Það er niðurstaðan að húsakosturinn hér sé í þannig ásigkomulagi að það borgi sig ekki að setja svona mikið fé í endurbætur.“ Hún bendir á að núverandi húsnæði hafi upphaflega verið byggt sem sjúkrahús og að í gegnum árin hafi viðbyggingar verið hnýttar við. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir enga heildarhugsjón á bak við Litla-Hraun og það sé í raun mjög óhentugt húsnæði. „Húsnæðið er kalt, þú getur ekki komist hjá því að hitta hina fangana ef þú býrð hérna. Það er erfitt að sinna meðferðarstarfi af því það eru fíkniefni í boði út um allt þegar þau koma inn. Vinnuaðstaða fangavarða; þeir kalla það tunnuna af því það er gluggalaust rými þar sem er ekki salreni. Þetta er bara gamalt,“ segir Páll. „Umhverfið hér er ömurlegt, aðstaðan er til skammar þannig að þetta er frábært fyrir alla sem hingað koma hvort sem það eru vistmenn eða starfsmenn.“ Nýtt fangelsi verður við hliðina á Litla-Hrauni og framkvæmdir hefjast strax. Reynslan við byggingu Hólmsheiðar er sögð munu koma að góðu gagni og á umhverfið í nýju fangelsi að vera sem minnst þrúgandi. Ekki liggur fyrir hvað verður um Litla-Hraun en þar verða frelsissviptir að minnsta kosti ekki vistaðir. Nýtt fangelsi fær nýtt nafn og segir fangelsismálastjóri að mögulega verði hugmyndasamkeppni um nafngiftina. „Það er greipt inn í huga þjóðarinnar að það að „fara á Hraunið“ sé botn tilverunnar. Nú verður bara ekkert Hraun. Við erum að fara byggja nýtt og betra fangelsi og þá verður ekkert Litla-Hraun.“
Fangelsismál Árborg Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira