Fótbolti

Hörður Björg­vin meiddist á fyrstu mínútu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru.
Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru. Jose Manuel Alvarez/Getty Images

Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og gríska liðsins Panathinaikos, fór meiddur af velli í kvöld þegar lið hans tók á móti AEK Aþenu.

Hörður Björgvin var á sínum stað í byrjunarliðinu en á fyrstu mínútu leiksins fór hann upp í skallabolta, lenti illa og meiddist. Var hann tekinn af velli skömmu síðar. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru.

Þegar fréttin er skrifuð er hálfleikur í leik Panathinaikos og AEK, staðan er 1-1.

Í Svíþjóð hélt Hákon Rafn Valdimarsson marki sínu hreinu þegar Elfsborg vann 1-0 útisigur á Halmstad. Andri Fannar Baldursson og Sveinn Aron Guðjohnsen voru einnig í byrjunarliði Elfsborgar. Þá kom Aron Bjarnason inn af bekknum hjá Sirius sem vann 1-0 útisigur á Varnamo.

Elfsborg er nú aðeins stigi á eftir toppliði Malmö og Sirius mjakast í áttina að öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×