Skoðun

Þegar lítil þúfa...

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Fulltrúar Afstöðu funduðu nýverið með ráðherra dómsmála þar sem framkvæmdir á Litla-Hrauni báru á góma, rétt eins og á öllum fundum félagsins í ráðuneytinu á umliðnum árum. Alltaf höfum við hamrað á því að með endurbótum á fangelsinu sé milljörðum sturtað niður því engar breytingar verði á slæmri menningu á Hrauninu og árangur fanga í vistinni því áfram bágur. Með nýju fangelsi má læra af þeim mistökum sem gerð voru við byggingu fangelsisins á Hólmsheiði, en þau eru efni í aðra grein, og breyta fangavist á Íslandi til hins betra.

Afstaða hefur leynt og ljóst barist af miklum krafti við að draga fangelsismál fram í dagsljósið. Baráttumálin eru mörg og eitt þeirra var heildarendurskoðun á lögum um fullnustu refsinga. Í þeirri endurskoðun verður að hafa endurhæfingu að leiðarljósi og um leið henda burtu hinni ómanneskjulegu refsistefnu.

Ef vel tekst við umrædda heildarendurskoðun þá á sama tíma lýkur mínu markmiði sem formaður Afstöðu og get ég þá hætt eftir tíu ára starf. Verði frumvarpið jafn illa unnið og síðast munuð þið sitja uppi með mig í alla vega tíu ár til viðbótar!

Við ráðherra dómsmála, sem sannarlega er að láta verkin tala eftir að hafa hlustað á sérfræðinga í málaflokkknum, vil ég segja: TAKK Guðrún Hafsteinsdóttir. Við hjá Afstöðu hlökkum til samstarfsins næstu misseri.

Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. 




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×