Eflum Tjarnarbíó og sjálfstæðar sviðslistir Skúli Helgason skrifar 26. september 2023 09:00 Tjarnarbíó hefur um árabil verið heimili sjálfstæðra sviðslista í borginni og heldur úti magnaðri starfsemi allan ársins hring. Í mínum huga er Tjarnarbíó ekki aðeins heimili sjálfstæðra sviðslista heldur lífsnauðsynlegur vettvangur fyrir frumleika, spennandi frumsköpun og fjölbreytt grasrótarstarf sem nærir íslenska menningu hvort sem er á sviði leiklistar, danslistar, uppistands eða tónlistar. Tjarnarbíó er líka sá staður þar sem framtíðin í íslenskum sviðslistum stígur gjarnan sín fyrstu skref á opinberu sviði og því bráðnauðsynlegur staður í íslensku menningarflórunni. Metnaðurinn í starfinu hefur verið mikill og eiginlega ótrúlegur undanfarin ár þrátt fyrir miklar áskoranir í aðstöðumálum en hið fornfræga hús í Tjarnargötunni sem hýsti leiksýningar og kvikmyndasýningar, m.a. Fjalakattarins á síðustu öld er barn síns tíma og setur starfseminni þröngar skorður. Það hefur því lengi verið ljóst að finna þyrfti nýjar leiðir til að bæta úr aðstöðumálum þar á bæ og treysta reksturinn svo starfið lognist ekki út af. Það er mikið undir því þróunin í aðstöðumálum sviðslista á höfuðborgarsvæðinu hefur verið þung undanfarin ár og sífellt verið í færri hús að venda fyrir ungt sviðslistafólk. Loftkastalinn, Gaflaraleikhúsið og Iðnó sem leikhús hafa öll horfið af sjónarsviðinu og við svo búið má ekki standa. Nýtt samstarf Reykjavíkurborgar og ríkisins um eflingu Tjarnarbíós Það var síðastliðið haust sem við sem förum fyrir menningarmálum hjá Reykjavíkurborg tókum upp samtal við forsvarsmenn Tjarnarbíós um leiðir til að efla starf þess en þá var orðið ljóst að tvísýnt gæti orðið um starfsemina ef ekki kæmi til viðbótar stuðningur. Sviðið er lítið, salurinn tekur rétt um 180 áhorfendur í sæti og hafna hefur þurft mörgum álitlegum verkefnum á liðnum árum út af aðstöðuleysi, þar með talið alþjóðlegum samstarfsverkefnum, sem hefðu skapað spennandi listræn tækifæri - mörg hver með aðgang að erlendu fjármagni. Við ákváðum að leita eftir samstarfi við ríkið og fengum jákvæðar undirtektir frá Lilju Alfreðsdóttur menningar – og viðskiptaráðherra við hugmynd um samstarf Reykjavíkurborgar og ráðuneytisins um eflingu starfseminnar. Síðan hefur verið unnið að því að útfæra í hverju það myndi felast og liggur niðurstaðan nú fyrir með samkomulagi okkar um þrenns konar aðgerðir. Hærri framlög og sóknarplan Í fyrsta lagi leggja ríki og borg fram viðbótarfjármagn til að styrkja reksturinn á yfirstandandi leikári sem hækkar um nærri helming rekstrarframlögin til Tjarnarbíós miðað við núverandi samning borgarinnar en hann kveður á um 22 milljónir króna á ári að viðbættu húsnæðisframlagi sem metið er á 40 milljónir.Þá verður ráðist í greiningu á því hvernig megi bæta aðstöðu Tjarnarbíós og sjálfstæðra sviðslista á höfuðborgarsvæðinu og verður hún unnin í haust. Í þriðja lagi munum við sameiginlega leita leiða til að kortleggja hvernig megi gera rekstur Tjarnarbíós sjálfbærari með aðkomu fjármálasérfræðinga ríkis og borgar. Sú greining mun sömuleiðis verða unnin á næstu mánuðum. Hér er því lagt upp sóknarplan fyrir Tjarnarbíó sem við stefnum á að skili sér í bættri aðstöðu sjálfstæðra sviðslista og traustari rekstrarstöðu Tjarnarbíós. Við þurfum á sterku Tjarnarbíói að halda sem deiglu sjálfstæðra sviðslista við hlið stóru leikhúsanna í borginni og nú er lagt upp í ferð sem vonandi skilar hressandi niðurstöðu. Höfundur er formaður menningar- íþrótta og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Leikhús Reykjavík Menning Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Tjarnarbíó hefur um árabil verið heimili sjálfstæðra sviðslista í borginni og heldur úti magnaðri starfsemi allan ársins hring. Í mínum huga er Tjarnarbíó ekki aðeins heimili sjálfstæðra sviðslista heldur lífsnauðsynlegur vettvangur fyrir frumleika, spennandi frumsköpun og fjölbreytt grasrótarstarf sem nærir íslenska menningu hvort sem er á sviði leiklistar, danslistar, uppistands eða tónlistar. Tjarnarbíó er líka sá staður þar sem framtíðin í íslenskum sviðslistum stígur gjarnan sín fyrstu skref á opinberu sviði og því bráðnauðsynlegur staður í íslensku menningarflórunni. Metnaðurinn í starfinu hefur verið mikill og eiginlega ótrúlegur undanfarin ár þrátt fyrir miklar áskoranir í aðstöðumálum en hið fornfræga hús í Tjarnargötunni sem hýsti leiksýningar og kvikmyndasýningar, m.a. Fjalakattarins á síðustu öld er barn síns tíma og setur starfseminni þröngar skorður. Það hefur því lengi verið ljóst að finna þyrfti nýjar leiðir til að bæta úr aðstöðumálum þar á bæ og treysta reksturinn svo starfið lognist ekki út af. Það er mikið undir því þróunin í aðstöðumálum sviðslista á höfuðborgarsvæðinu hefur verið þung undanfarin ár og sífellt verið í færri hús að venda fyrir ungt sviðslistafólk. Loftkastalinn, Gaflaraleikhúsið og Iðnó sem leikhús hafa öll horfið af sjónarsviðinu og við svo búið má ekki standa. Nýtt samstarf Reykjavíkurborgar og ríkisins um eflingu Tjarnarbíós Það var síðastliðið haust sem við sem förum fyrir menningarmálum hjá Reykjavíkurborg tókum upp samtal við forsvarsmenn Tjarnarbíós um leiðir til að efla starf þess en þá var orðið ljóst að tvísýnt gæti orðið um starfsemina ef ekki kæmi til viðbótar stuðningur. Sviðið er lítið, salurinn tekur rétt um 180 áhorfendur í sæti og hafna hefur þurft mörgum álitlegum verkefnum á liðnum árum út af aðstöðuleysi, þar með talið alþjóðlegum samstarfsverkefnum, sem hefðu skapað spennandi listræn tækifæri - mörg hver með aðgang að erlendu fjármagni. Við ákváðum að leita eftir samstarfi við ríkið og fengum jákvæðar undirtektir frá Lilju Alfreðsdóttur menningar – og viðskiptaráðherra við hugmynd um samstarf Reykjavíkurborgar og ráðuneytisins um eflingu starfseminnar. Síðan hefur verið unnið að því að útfæra í hverju það myndi felast og liggur niðurstaðan nú fyrir með samkomulagi okkar um þrenns konar aðgerðir. Hærri framlög og sóknarplan Í fyrsta lagi leggja ríki og borg fram viðbótarfjármagn til að styrkja reksturinn á yfirstandandi leikári sem hækkar um nærri helming rekstrarframlögin til Tjarnarbíós miðað við núverandi samning borgarinnar en hann kveður á um 22 milljónir króna á ári að viðbættu húsnæðisframlagi sem metið er á 40 milljónir.Þá verður ráðist í greiningu á því hvernig megi bæta aðstöðu Tjarnarbíós og sjálfstæðra sviðslista á höfuðborgarsvæðinu og verður hún unnin í haust. Í þriðja lagi munum við sameiginlega leita leiða til að kortleggja hvernig megi gera rekstur Tjarnarbíós sjálfbærari með aðkomu fjármálasérfræðinga ríkis og borgar. Sú greining mun sömuleiðis verða unnin á næstu mánuðum. Hér er því lagt upp sóknarplan fyrir Tjarnarbíó sem við stefnum á að skili sér í bættri aðstöðu sjálfstæðra sviðslista og traustari rekstrarstöðu Tjarnarbíós. Við þurfum á sterku Tjarnarbíói að halda sem deiglu sjálfstæðra sviðslista við hlið stóru leikhúsanna í borginni og nú er lagt upp í ferð sem vonandi skilar hressandi niðurstöðu. Höfundur er formaður menningar- íþrótta og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar