Eflum Tjarnarbíó og sjálfstæðar sviðslistir Skúli Helgason skrifar 26. september 2023 09:00 Tjarnarbíó hefur um árabil verið heimili sjálfstæðra sviðslista í borginni og heldur úti magnaðri starfsemi allan ársins hring. Í mínum huga er Tjarnarbíó ekki aðeins heimili sjálfstæðra sviðslista heldur lífsnauðsynlegur vettvangur fyrir frumleika, spennandi frumsköpun og fjölbreytt grasrótarstarf sem nærir íslenska menningu hvort sem er á sviði leiklistar, danslistar, uppistands eða tónlistar. Tjarnarbíó er líka sá staður þar sem framtíðin í íslenskum sviðslistum stígur gjarnan sín fyrstu skref á opinberu sviði og því bráðnauðsynlegur staður í íslensku menningarflórunni. Metnaðurinn í starfinu hefur verið mikill og eiginlega ótrúlegur undanfarin ár þrátt fyrir miklar áskoranir í aðstöðumálum en hið fornfræga hús í Tjarnargötunni sem hýsti leiksýningar og kvikmyndasýningar, m.a. Fjalakattarins á síðustu öld er barn síns tíma og setur starfseminni þröngar skorður. Það hefur því lengi verið ljóst að finna þyrfti nýjar leiðir til að bæta úr aðstöðumálum þar á bæ og treysta reksturinn svo starfið lognist ekki út af. Það er mikið undir því þróunin í aðstöðumálum sviðslista á höfuðborgarsvæðinu hefur verið þung undanfarin ár og sífellt verið í færri hús að venda fyrir ungt sviðslistafólk. Loftkastalinn, Gaflaraleikhúsið og Iðnó sem leikhús hafa öll horfið af sjónarsviðinu og við svo búið má ekki standa. Nýtt samstarf Reykjavíkurborgar og ríkisins um eflingu Tjarnarbíós Það var síðastliðið haust sem við sem förum fyrir menningarmálum hjá Reykjavíkurborg tókum upp samtal við forsvarsmenn Tjarnarbíós um leiðir til að efla starf þess en þá var orðið ljóst að tvísýnt gæti orðið um starfsemina ef ekki kæmi til viðbótar stuðningur. Sviðið er lítið, salurinn tekur rétt um 180 áhorfendur í sæti og hafna hefur þurft mörgum álitlegum verkefnum á liðnum árum út af aðstöðuleysi, þar með talið alþjóðlegum samstarfsverkefnum, sem hefðu skapað spennandi listræn tækifæri - mörg hver með aðgang að erlendu fjármagni. Við ákváðum að leita eftir samstarfi við ríkið og fengum jákvæðar undirtektir frá Lilju Alfreðsdóttur menningar – og viðskiptaráðherra við hugmynd um samstarf Reykjavíkurborgar og ráðuneytisins um eflingu starfseminnar. Síðan hefur verið unnið að því að útfæra í hverju það myndi felast og liggur niðurstaðan nú fyrir með samkomulagi okkar um þrenns konar aðgerðir. Hærri framlög og sóknarplan Í fyrsta lagi leggja ríki og borg fram viðbótarfjármagn til að styrkja reksturinn á yfirstandandi leikári sem hækkar um nærri helming rekstrarframlögin til Tjarnarbíós miðað við núverandi samning borgarinnar en hann kveður á um 22 milljónir króna á ári að viðbættu húsnæðisframlagi sem metið er á 40 milljónir.Þá verður ráðist í greiningu á því hvernig megi bæta aðstöðu Tjarnarbíós og sjálfstæðra sviðslista á höfuðborgarsvæðinu og verður hún unnin í haust. Í þriðja lagi munum við sameiginlega leita leiða til að kortleggja hvernig megi gera rekstur Tjarnarbíós sjálfbærari með aðkomu fjármálasérfræðinga ríkis og borgar. Sú greining mun sömuleiðis verða unnin á næstu mánuðum. Hér er því lagt upp sóknarplan fyrir Tjarnarbíó sem við stefnum á að skili sér í bættri aðstöðu sjálfstæðra sviðslista og traustari rekstrarstöðu Tjarnarbíós. Við þurfum á sterku Tjarnarbíói að halda sem deiglu sjálfstæðra sviðslista við hlið stóru leikhúsanna í borginni og nú er lagt upp í ferð sem vonandi skilar hressandi niðurstöðu. Höfundur er formaður menningar- íþrótta og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Leikhús Reykjavík Menning Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Tjarnarbíó hefur um árabil verið heimili sjálfstæðra sviðslista í borginni og heldur úti magnaðri starfsemi allan ársins hring. Í mínum huga er Tjarnarbíó ekki aðeins heimili sjálfstæðra sviðslista heldur lífsnauðsynlegur vettvangur fyrir frumleika, spennandi frumsköpun og fjölbreytt grasrótarstarf sem nærir íslenska menningu hvort sem er á sviði leiklistar, danslistar, uppistands eða tónlistar. Tjarnarbíó er líka sá staður þar sem framtíðin í íslenskum sviðslistum stígur gjarnan sín fyrstu skref á opinberu sviði og því bráðnauðsynlegur staður í íslensku menningarflórunni. Metnaðurinn í starfinu hefur verið mikill og eiginlega ótrúlegur undanfarin ár þrátt fyrir miklar áskoranir í aðstöðumálum en hið fornfræga hús í Tjarnargötunni sem hýsti leiksýningar og kvikmyndasýningar, m.a. Fjalakattarins á síðustu öld er barn síns tíma og setur starfseminni þröngar skorður. Það hefur því lengi verið ljóst að finna þyrfti nýjar leiðir til að bæta úr aðstöðumálum þar á bæ og treysta reksturinn svo starfið lognist ekki út af. Það er mikið undir því þróunin í aðstöðumálum sviðslista á höfuðborgarsvæðinu hefur verið þung undanfarin ár og sífellt verið í færri hús að venda fyrir ungt sviðslistafólk. Loftkastalinn, Gaflaraleikhúsið og Iðnó sem leikhús hafa öll horfið af sjónarsviðinu og við svo búið má ekki standa. Nýtt samstarf Reykjavíkurborgar og ríkisins um eflingu Tjarnarbíós Það var síðastliðið haust sem við sem förum fyrir menningarmálum hjá Reykjavíkurborg tókum upp samtal við forsvarsmenn Tjarnarbíós um leiðir til að efla starf þess en þá var orðið ljóst að tvísýnt gæti orðið um starfsemina ef ekki kæmi til viðbótar stuðningur. Sviðið er lítið, salurinn tekur rétt um 180 áhorfendur í sæti og hafna hefur þurft mörgum álitlegum verkefnum á liðnum árum út af aðstöðuleysi, þar með talið alþjóðlegum samstarfsverkefnum, sem hefðu skapað spennandi listræn tækifæri - mörg hver með aðgang að erlendu fjármagni. Við ákváðum að leita eftir samstarfi við ríkið og fengum jákvæðar undirtektir frá Lilju Alfreðsdóttur menningar – og viðskiptaráðherra við hugmynd um samstarf Reykjavíkurborgar og ráðuneytisins um eflingu starfseminnar. Síðan hefur verið unnið að því að útfæra í hverju það myndi felast og liggur niðurstaðan nú fyrir með samkomulagi okkar um þrenns konar aðgerðir. Hærri framlög og sóknarplan Í fyrsta lagi leggja ríki og borg fram viðbótarfjármagn til að styrkja reksturinn á yfirstandandi leikári sem hækkar um nærri helming rekstrarframlögin til Tjarnarbíós miðað við núverandi samning borgarinnar en hann kveður á um 22 milljónir króna á ári að viðbættu húsnæðisframlagi sem metið er á 40 milljónir.Þá verður ráðist í greiningu á því hvernig megi bæta aðstöðu Tjarnarbíós og sjálfstæðra sviðslista á höfuðborgarsvæðinu og verður hún unnin í haust. Í þriðja lagi munum við sameiginlega leita leiða til að kortleggja hvernig megi gera rekstur Tjarnarbíós sjálfbærari með aðkomu fjármálasérfræðinga ríkis og borgar. Sú greining mun sömuleiðis verða unnin á næstu mánuðum. Hér er því lagt upp sóknarplan fyrir Tjarnarbíó sem við stefnum á að skili sér í bættri aðstöðu sjálfstæðra sviðslista og traustari rekstrarstöðu Tjarnarbíós. Við þurfum á sterku Tjarnarbíói að halda sem deiglu sjálfstæðra sviðslista við hlið stóru leikhúsanna í borginni og nú er lagt upp í ferð sem vonandi skilar hressandi niðurstöðu. Höfundur er formaður menningar- íþrótta og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun