Aðmírállinn virðist enn á lífi Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2023 11:17 Þetta er ein af myndunum sem varnarmálráðuneyti Rússlands birti í morgun. Í rauða hringnum má sjá aðmírálinn Viktor Sokolov. Úkraínumenn sögðu í gær að hann hefði fallið í stýriflaugaárás á Krímskaga á föstudaginn. Varnarmálaráðuneyti Rússlands Viktor Sokolov, aðmíráll sem leiðir Svartahafslofta Rússlands, virðist ekki hafa fallið í árás Úkraínumanna á höfuðstöðvar flotans í Sevastopol á Krímskaga á föstudaginn, eins og úkraínski herinn hélt fram í gær. Úkraínumenn héldu því fram í gær að Sokolov og rúmlega þrjátíu aðrir yfirmenn í rússneska hernum hefðu fallið í árásinni á föstudaginn. Þar að auki hefðu rúmlega hundrað særst. Að minnsta kosti tvær Storm Shadow stýriflaugar hæfðu höfuðstöðvar flotans í Sevasopol á föstudaginn. Sömu stýriflaugar voru einnig notaðar til að granda Minsk og kafbátnum en árásum Úkraínumanna á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, hefur fjölgað mjög að undanförnu. Sjá einnig: Segjast hafa fellt yfirmann Svartahafsflota Rússa Myndefni af fundi varnarmálaráðuneytis Rússlands sem á að hafa byrjað í morgun, var birt á samfélagsmiðlum ráðuneytisins í dag. Á því myndefni má sjá Sokolov hlusta á ávarp Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands. Sokolov er þó ekki á fundinum sjálfum heldur sótti hann með fjarfundarbúnaði. And now video of Shoigu s speech. I think this is now a pretty good proof of life that Sokolov didn t die on the strike on Black Sea Fleet HQ https://t.co/LQBhISLRzs pic.twitter.com/I87sOkmKMU— Dmitri Alperovitch (@DAlperovitch) September 26, 2023 Rússar gerðu í nótt umfangsmiklar árásir á suðurhluta Úkraínu. Þessar árásir virðast hafa beinst að hafnarinnviðum, vöruskemmum og öðru en tugir vörubíla eru sagðir hafa eyðilagst nærri Odessa. Þetta er önnur nóttin í röð sem Rússar gera árásir á þessu svæði. Úkraínumenn segja Rússa hafa notað 38 dróna til árásanna en 26 þeirra hafi verið skotnir niður. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag að hann ætlaði að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi beðið um slíkar eldflaugar sem heita Army Tactical Missile System, eða ATACMS. 22. september 2023 16:57 Hæfðu höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa Að minnsta kosti ein eldflaug hæfði höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa í Sevastopol á Krímskaga í morgun. Leppstjóri Rússa í héraðinu, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, birti myndir af höfuðstöðvunum sem eru mikið skemmdar. 22. september 2023 11:47 Þreyttir eftir harða bardaga: „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum“ Eftir þriggja mánaða baráttu tókst úkraínskum hermönnum að frelsa bæina Klistjívka og Andrjívka í austurhluta Úkraínu. Hermenn lýsa aðstæðum þar sem helvíti en þeim tókst að sigra Rússa og segjast hafa fellt og handsamað fjölmarga rússneska hermenn. 21. september 2023 16:01 Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. 21. september 2023 12:16 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Úkraínumenn héldu því fram í gær að Sokolov og rúmlega þrjátíu aðrir yfirmenn í rússneska hernum hefðu fallið í árásinni á föstudaginn. Þar að auki hefðu rúmlega hundrað særst. Að minnsta kosti tvær Storm Shadow stýriflaugar hæfðu höfuðstöðvar flotans í Sevasopol á föstudaginn. Sömu stýriflaugar voru einnig notaðar til að granda Minsk og kafbátnum en árásum Úkraínumanna á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, hefur fjölgað mjög að undanförnu. Sjá einnig: Segjast hafa fellt yfirmann Svartahafsflota Rússa Myndefni af fundi varnarmálaráðuneytis Rússlands sem á að hafa byrjað í morgun, var birt á samfélagsmiðlum ráðuneytisins í dag. Á því myndefni má sjá Sokolov hlusta á ávarp Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands. Sokolov er þó ekki á fundinum sjálfum heldur sótti hann með fjarfundarbúnaði. And now video of Shoigu s speech. I think this is now a pretty good proof of life that Sokolov didn t die on the strike on Black Sea Fleet HQ https://t.co/LQBhISLRzs pic.twitter.com/I87sOkmKMU— Dmitri Alperovitch (@DAlperovitch) September 26, 2023 Rússar gerðu í nótt umfangsmiklar árásir á suðurhluta Úkraínu. Þessar árásir virðast hafa beinst að hafnarinnviðum, vöruskemmum og öðru en tugir vörubíla eru sagðir hafa eyðilagst nærri Odessa. Þetta er önnur nóttin í röð sem Rússar gera árásir á þessu svæði. Úkraínumenn segja Rússa hafa notað 38 dróna til árásanna en 26 þeirra hafi verið skotnir niður.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag að hann ætlaði að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi beðið um slíkar eldflaugar sem heita Army Tactical Missile System, eða ATACMS. 22. september 2023 16:57 Hæfðu höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa Að minnsta kosti ein eldflaug hæfði höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa í Sevastopol á Krímskaga í morgun. Leppstjóri Rússa í héraðinu, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, birti myndir af höfuðstöðvunum sem eru mikið skemmdar. 22. september 2023 11:47 Þreyttir eftir harða bardaga: „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum“ Eftir þriggja mánaða baráttu tókst úkraínskum hermönnum að frelsa bæina Klistjívka og Andrjívka í austurhluta Úkraínu. Hermenn lýsa aðstæðum þar sem helvíti en þeim tókst að sigra Rússa og segjast hafa fellt og handsamað fjölmarga rússneska hermenn. 21. september 2023 16:01 Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. 21. september 2023 12:16 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag að hann ætlaði að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi beðið um slíkar eldflaugar sem heita Army Tactical Missile System, eða ATACMS. 22. september 2023 16:57
Hæfðu höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa Að minnsta kosti ein eldflaug hæfði höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa í Sevastopol á Krímskaga í morgun. Leppstjóri Rússa í héraðinu, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, birti myndir af höfuðstöðvunum sem eru mikið skemmdar. 22. september 2023 11:47
Þreyttir eftir harða bardaga: „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum“ Eftir þriggja mánaða baráttu tókst úkraínskum hermönnum að frelsa bæina Klistjívka og Andrjívka í austurhluta Úkraínu. Hermenn lýsa aðstæðum þar sem helvíti en þeim tókst að sigra Rússa og segjast hafa fellt og handsamað fjölmarga rússneska hermenn. 21. september 2023 16:01
Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. 21. september 2023 12:16