Nýjar lausnir fyrir nýja tíma Finnur Beck skrifar 27. september 2023 07:02 Nýsköpunarverðlaun Samorku voru veitt í þriðja sinn á dögunum. Um árleg verðlaun er að ræða, þar sem óskað er eftir tilnefningum frá framúrskarandi fyrirtækjum sem vinna að orku- og veitutengdum lausnum eða nýta orku, heitt vatn, neysluvatn eða fráveitu í sinni nýsköpun. Að þessu sinni hlutu fjögur fyrirtæki tilnefningu sem hafa ólík tengsl við orku- og veitustarfsemi. Verðlaunin féllu í hlut fyrirtækisins Atmonia, sem þróar róttæka og sjálfbæra tækni til að nýta efnahvata við rafefnafræðilega framleiðslu á ammóníaki án losunar gróðurhúsalofttegunda. Ammoníak er nauðsynlegt efni í áburðarframleiðslu og tryggir matvælaöryggi víða um heim. Einnig er hugsanlegt að nýta ammoníak sem rafeldsneyti á skip og flugvélar. Mikilvægt er að hvetja fyrirtæki eins og Atmonia til dáða, því það er til mikils að vinna takist þeim ætlunarverk sitt að framleiða ammoníak á umhverfisvænan hátt. Hefðbundin framleiðsla ammóníaks veldur nú 1-2% af útblæstri koltvísýrings í heiminum. Þá má gera ráð fyrir að talsvert dragi úr útblæstrinum til viðbótar takist að nýta ammoníak í stað jarðefnaeldsneytis. Nýsköpun hefur ávallt verið stór hluti af orku- og veitugeiranum á Íslandi og hefur ný þekking og framsýni lagt grunninn að lífsgæðum í landinu og verðmætasköpun. Íslensk orku- og veitufyrirtæki hafa sýnt það í verki að þau leggja rækt við nýsköpun og hafa fært fram lausnir og hugvit sem vekur athygli og á erindi langt út fyrir landsteinana. Nægir að nefna bindingu koltvísýrings, beinan stuðning við nýsköpun í öllum landshlutum og starfsemi auðlinda- og jarðhitagarða þar sem myndaður er grundvöllur fyrir enn betri sjálfbæra nýtingu og frumkvöðlastarf. Nú sem aldrei fyrr þarf nýsköpun á vettvangi orku- og veitumála að vera í forgrunni, enda er orku- og veitugeirinn lykilaðili í því að af orkuskiptum geti orðið og Ísland haldi forystu sinni sem græn þjóð. Rétt eins og aðrar atvinnugreinar þarf orku- og veitugeirinn nýjar lausnir fyrir nýja tíma og þarf að þróast í takt við tækniframfarir, hagnýtingu gervigreindar og frekari nútímavæðingu. Þá þarf að virkja sem flest til góðra verka, því stóru verkefni orkuskiptanna verða ekki leyst á borði orku- og veitufyrirtækjanna einum saman. Metnaðarfull, skilvirk og góð umgjörð að frjóu umhverfi þarf að vera til staðar af hálfu stjórnvalda þar sem hugvit, þróun og framtak fólks og fyrirtækja getur dafnað. Efla þarf iðn- og verknám og nám í raungreinum til þess að við eigum mannauð og þekkingu til að takast á við þær róttæku breytingar sem fyrirsjáanlegar eru í orku- og veitustarfsemi á næstu tveimur áratugum eða svo. Nýtt, fullkomið og verðugt húsnæði undir starfsemi Tækniskólans, sem boðað er er í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar, mun marka nýtt skeið í menntamálum. Mikilvægi nýsköpunar fyrir orku- og veitustarfsemi er ótvírætt og rétt að minna reglulega á það. Með henni verður lagður grunnur að því ná loftslagsmarkmiðum og skipta út mengandi eldsneyti fyrir græna sjálfbæra orku. Höfundur er framkvæmdastjóri Samorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Nýsköpun Finnur Beck Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nýsköpunarverðlaun Samorku voru veitt í þriðja sinn á dögunum. Um árleg verðlaun er að ræða, þar sem óskað er eftir tilnefningum frá framúrskarandi fyrirtækjum sem vinna að orku- og veitutengdum lausnum eða nýta orku, heitt vatn, neysluvatn eða fráveitu í sinni nýsköpun. Að þessu sinni hlutu fjögur fyrirtæki tilnefningu sem hafa ólík tengsl við orku- og veitustarfsemi. Verðlaunin féllu í hlut fyrirtækisins Atmonia, sem þróar róttæka og sjálfbæra tækni til að nýta efnahvata við rafefnafræðilega framleiðslu á ammóníaki án losunar gróðurhúsalofttegunda. Ammoníak er nauðsynlegt efni í áburðarframleiðslu og tryggir matvælaöryggi víða um heim. Einnig er hugsanlegt að nýta ammoníak sem rafeldsneyti á skip og flugvélar. Mikilvægt er að hvetja fyrirtæki eins og Atmonia til dáða, því það er til mikils að vinna takist þeim ætlunarverk sitt að framleiða ammoníak á umhverfisvænan hátt. Hefðbundin framleiðsla ammóníaks veldur nú 1-2% af útblæstri koltvísýrings í heiminum. Þá má gera ráð fyrir að talsvert dragi úr útblæstrinum til viðbótar takist að nýta ammoníak í stað jarðefnaeldsneytis. Nýsköpun hefur ávallt verið stór hluti af orku- og veitugeiranum á Íslandi og hefur ný þekking og framsýni lagt grunninn að lífsgæðum í landinu og verðmætasköpun. Íslensk orku- og veitufyrirtæki hafa sýnt það í verki að þau leggja rækt við nýsköpun og hafa fært fram lausnir og hugvit sem vekur athygli og á erindi langt út fyrir landsteinana. Nægir að nefna bindingu koltvísýrings, beinan stuðning við nýsköpun í öllum landshlutum og starfsemi auðlinda- og jarðhitagarða þar sem myndaður er grundvöllur fyrir enn betri sjálfbæra nýtingu og frumkvöðlastarf. Nú sem aldrei fyrr þarf nýsköpun á vettvangi orku- og veitumála að vera í forgrunni, enda er orku- og veitugeirinn lykilaðili í því að af orkuskiptum geti orðið og Ísland haldi forystu sinni sem græn þjóð. Rétt eins og aðrar atvinnugreinar þarf orku- og veitugeirinn nýjar lausnir fyrir nýja tíma og þarf að þróast í takt við tækniframfarir, hagnýtingu gervigreindar og frekari nútímavæðingu. Þá þarf að virkja sem flest til góðra verka, því stóru verkefni orkuskiptanna verða ekki leyst á borði orku- og veitufyrirtækjanna einum saman. Metnaðarfull, skilvirk og góð umgjörð að frjóu umhverfi þarf að vera til staðar af hálfu stjórnvalda þar sem hugvit, þróun og framtak fólks og fyrirtækja getur dafnað. Efla þarf iðn- og verknám og nám í raungreinum til þess að við eigum mannauð og þekkingu til að takast á við þær róttæku breytingar sem fyrirsjáanlegar eru í orku- og veitustarfsemi á næstu tveimur áratugum eða svo. Nýtt, fullkomið og verðugt húsnæði undir starfsemi Tækniskólans, sem boðað er er í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar, mun marka nýtt skeið í menntamálum. Mikilvægi nýsköpunar fyrir orku- og veitustarfsemi er ótvírætt og rétt að minna reglulega á það. Með henni verður lagður grunnur að því ná loftslagsmarkmiðum og skipta út mengandi eldsneyti fyrir græna sjálfbæra orku. Höfundur er framkvæmdastjóri Samorku.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun