Fótbolti

Hörður Björgvin með slitið krossband og verður lengi frá

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon verður lengi frá keppni.
Hörður Björgvin Magnússon verður lengi frá keppni. Getty/Robbie Jay Barratt

Íslenski landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon verður lengi frá keppni eftir að hann sleit krossband í leik Pan­athinai­kos og AEK Aþenu í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Hörður fór meiddur af velli strax í upphafi leiks eftir að hafa farið upp í skallabolta og lent illa strax á fyrstu mínútu leiksins.

Í gær var ekki ljóst hversu alvarleg meiðslin væru, en nú er hins vegar komið í ljós að Hörður sleit krossband. Hann verður því frá keppni í að minnsta kosti hálft ár og því verður að teljast líklegt að tímabilið sé búið snemma hjá varnarmanninum.

Þá er það einng ljóst að Hörður mun ekki taka meira þátt í í undan­keppni EM 2024 með íslenska landsliðinu sem lýk­ur í nóv­em­ber á þessu ári. Alls á Hörður að baki 49 leiki fyrir íslenska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×