Kerfi liggja niðri og kvöldfréttir fara ekki í loftið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. september 2023 22:04 Höfuðstöðvar Sýnar á Suðurlandsbraut. Vísir/Hanna Kvöldfréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið þetta þriðjudagskvöld vegna afleiðinga rafmagnsleysis. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur varð háspennubilun sem olli rafmagnsleysi á Suðurlandsbraut og Faxafeni. Rafmagninu sló út um klukkan 18 og var rafmagnslaust í um það bil einn og hálfan tíma. Rafmagnsleysið olli bilunum í tæknikerfum hjá Sýn sem valda því að ekki er hægt að senda fréttatímann út. „Í miðri fréttavinnslu, þegar fréttamenn voru að klippa fréttir og ganga frá tímanum varð allt svart hjá okkur. Við gerðum allt sem við gátum til að laga þetta og senda út þéttan kvöldfréttatíma en því miður fyrir dygga og fréttaþyrsta áskrifendur okkar tókst það ekki. Aftur á móti fara fréttirnar á mest lesna vef landsins, Vísi og við verðum mætt spræk á Bylgjuna klukkan sjö í fyrramálið að færa þjóðinni fréttir,“ segir Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. „Rafmagnsleysið hafði áhrif á ýmis kerfi sem eru nauðsynleg til að framleiða fréttirnar og senda út. Við leggjum áherslu á líflegan fréttatíma á Stöð 2, með beinum útsendingum og góðu sjónvarpi, og við munum heldur betur standa við það á morgun, klukkan 18:30.“ Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Páll Jónsson, forstöðumaður fjölmiðlalausna Sýnar segir sjónvarps- og útvarpsstöðvar miðlanna komnar í gang aftur en þó með einhverjum truflunum þar sem enn er unnið að lagfæringu. „Við erum að vinna hörðum höndum að því að koma öllum kerfum í lag eftir áhrif rafmagnstruflananna. Unnið verður eftir þörfum að klára það, eins lengi og þarf. Við erum með helstu sérfræðinga landsins í málinu.“ Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tengdar fréttir Tafir á Kvöldfréttum Stöðvar 2 vegna rafmagnsleysis Fréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið á réttum tíma vegna rafmagnsleysis, eftir bilun í háspennustreng. Rafmagnsleysið hefur áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og útvarpsstöðva sem hafa starfsemi á Suðurlandsbraut. 26. september 2023 18:40 Mismunandi viðbrögð við rafmagnsleysinu Starfsfólk veitingastaða og hótela á Suðurlandsbraut þurfti að hugsa hratt nú um kvöldmatarleytið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Þannig fengu gestir eins hótels við götuna fría drykki vegna ástandsins. 26. september 2023 19:02 Rafmagnslaust á Suðurlandsbraut og í Faxafeni Rafmagnslaust varð á Suðurlandsbraut og í Faxafeni í Reykjavík á sjötta tímanum og varði það í rúma klukkustund. Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva sem reknar eru af Sýn á Suðurlandsbraut. 26. september 2023 17:58 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Í miðri fréttavinnslu, þegar fréttamenn voru að klippa fréttir og ganga frá tímanum varð allt svart hjá okkur. Við gerðum allt sem við gátum til að laga þetta og senda út þéttan kvöldfréttatíma en því miður fyrir dygga og fréttaþyrsta áskrifendur okkar tókst það ekki. Aftur á móti fara fréttirnar á mest lesna vef landsins, Vísi og við verðum mætt spræk á Bylgjuna klukkan sjö í fyrramálið að færa þjóðinni fréttir,“ segir Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. „Rafmagnsleysið hafði áhrif á ýmis kerfi sem eru nauðsynleg til að framleiða fréttirnar og senda út. Við leggjum áherslu á líflegan fréttatíma á Stöð 2, með beinum útsendingum og góðu sjónvarpi, og við munum heldur betur standa við það á morgun, klukkan 18:30.“ Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Páll Jónsson, forstöðumaður fjölmiðlalausna Sýnar segir sjónvarps- og útvarpsstöðvar miðlanna komnar í gang aftur en þó með einhverjum truflunum þar sem enn er unnið að lagfæringu. „Við erum að vinna hörðum höndum að því að koma öllum kerfum í lag eftir áhrif rafmagnstruflananna. Unnið verður eftir þörfum að klára það, eins lengi og þarf. Við erum með helstu sérfræðinga landsins í málinu.“
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tengdar fréttir Tafir á Kvöldfréttum Stöðvar 2 vegna rafmagnsleysis Fréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið á réttum tíma vegna rafmagnsleysis, eftir bilun í háspennustreng. Rafmagnsleysið hefur áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og útvarpsstöðva sem hafa starfsemi á Suðurlandsbraut. 26. september 2023 18:40 Mismunandi viðbrögð við rafmagnsleysinu Starfsfólk veitingastaða og hótela á Suðurlandsbraut þurfti að hugsa hratt nú um kvöldmatarleytið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Þannig fengu gestir eins hótels við götuna fría drykki vegna ástandsins. 26. september 2023 19:02 Rafmagnslaust á Suðurlandsbraut og í Faxafeni Rafmagnslaust varð á Suðurlandsbraut og í Faxafeni í Reykjavík á sjötta tímanum og varði það í rúma klukkustund. Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva sem reknar eru af Sýn á Suðurlandsbraut. 26. september 2023 17:58 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Tafir á Kvöldfréttum Stöðvar 2 vegna rafmagnsleysis Fréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið á réttum tíma vegna rafmagnsleysis, eftir bilun í háspennustreng. Rafmagnsleysið hefur áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og útvarpsstöðva sem hafa starfsemi á Suðurlandsbraut. 26. september 2023 18:40
Mismunandi viðbrögð við rafmagnsleysinu Starfsfólk veitingastaða og hótela á Suðurlandsbraut þurfti að hugsa hratt nú um kvöldmatarleytið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Þannig fengu gestir eins hótels við götuna fría drykki vegna ástandsins. 26. september 2023 19:02
Rafmagnslaust á Suðurlandsbraut og í Faxafeni Rafmagnslaust varð á Suðurlandsbraut og í Faxafeni í Reykjavík á sjötta tímanum og varði það í rúma klukkustund. Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva sem reknar eru af Sýn á Suðurlandsbraut. 26. september 2023 17:58