Innlent

Tveir skjálftar 3,1 að stærð á Reykja­nes­skaga

Atli Ísleifsson skrifar
Fyrri skjálftinn varð við Kleifarvatn.
Fyrri skjálftinn varð við Kleifarvatn. Vísir/Arnar

Tveir skjálftar 3,1 að stærð mældust á Reykjanesskaga í gærkvöldi.

Á vef Veðurstofunnar segir fyrri skjálftinn hafi mælst klukkan 18:42 við Kleifarvatn og sá síðasti klukkan 21:32 við Sandfellshæð, vestarlega á Reykjanesskaga.

„Fremur mikil smáskjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi undanfarina viku sjá vikuyfirlit 38. viku, það virðist sem sú aukna virkni haldi áfram inn í þessa viku,“ segir í athugasemd jarðvísindamanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×