Verkfalli handritshöfunda aflýst Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2023 08:53 Þó handritshöfundar hafi samið við framleiðendur eru leikarar enn í verkfalli. Hér má sjá þá Bob Odenkirk og Jack Black í kröfugöngu í Hollywood í gær. AP/Damian Dovarganes Verkfalli handritshöfunda í Hollywood er lokið, í bili í það minnsta. Deiluaðilar hafa skrifað undir nýjan kjarasamning og snúa handritshöfundar aftur til vinnu í dag og verður kosið um samninginn á upphafi næsta mánaðar. Fyrstu þættirnir sem snúa aftur verða líklega spjallþættirnir vestanhafs en það mun taka lengri tíma fyrir leikna þætti að snúa aftur, þar sem leikarar eru enn í verkfalli. Verkfall handritshöfunda stóð yfir í næstum því fimm mánuði en það hófst þann 2. maí. Meðal þess sem samningurinn felur í sér eru takmarkanir á því hvernig framleiðendur sjónvarpsefnis mega nota gervigreind til að skrifa handrit, lágmarksfjöldi handritshöfunda hjá sjónvarpsþáttum og bónusar sem tengjast áhorfi á streymisveitum, samkvæmt frétt Hollywood Reporter. Á að gilda til þriggja ára Samningurinn, sem gilda á til þriggja ára, felur einnig í sér hærra launaþrep milli samninga handritshöfunda hjá vinsælum þáttum og hærri greiðslur vegna áhorfs þátta erlendis. Þá fá handritshöfundar fimm prósenta launahækkun á fyrsta árinu, fjögurra prósenta hækkun á öðru ári og 3,5 prósent á því þriðja. Handritshöfundar hafa verið hvattir tl að taka áfram þátt í kröfugöngum leikara.AP/Richard Vogel Þegar kemur að gervigreind og notkun hennar segir samningurinn til um að framleiðendur mega ekki nota gervigreind til að skrifa efni sem byggir á upprunalegum skrifum handritshöfunda. Framleiðendum er einnig bannað að nota skrif handritshöfunda til að þjálfa gervigreind. Ekki má skikka handritshöfunda til að nota gervigreind en þeir mega gera það, sé það yfir höfuð leyft hjá fyrirtækinu sem þeir vinna fyrir. Fái þeir efni frá yfirmönnum sínum, sem skrifað er af gervigreind, verður að gera grein fyrir því. Leikarar áfram í verkfalli Eins og áður segir eru leikarar enn í verkfalli en AP fréttaveitan segir góðan hug í þeim eftir að handritshöfundar og framleiðendur komust að samkomulagi. Handritshöfundar hafa verið hvattir til að halda áfram að taka þátt í kröfugöngum leikara og standa með þeim. Í samtali við AP fréttaveituna í gærkvöldi sagði Matthew Weiner, sem skrifaði þættina Mad Men á sínum tíma, að verkfall handritshöfunda hefði aldrei gengið upp án stuðnings frá leikurum. Leikarar hefðu sýnt mikið hugrekki. Þegar rætt var við hann í gærkvöldi var hann í kröfugöngu leikara með vini sínum Noah Wyle, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í ER en þeir hafa gengið saman frá upphafi verkfallsins. Leikarar hafa gefið leiðtogum sínum heimild til að víkka verkfallið svo það nái einnig yfir tölvuleiki, haldi verkfallið áfram mikið lengur. Viðræður milli framleiðenda og leikara hafa ekki farið fram að undanförnu en búist er við því að það muni breytast eftir að samningar náðust við handritshöfunda. Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Drög að samningi hjá handritshöfundum í Hollywood Handritshöfundar í Bandaríkjunum segja að nú liggi fyrir drög að samningum sem gætu bundið enda á verkfall þeirra sem staðið hefur yfir frá byrjun maímánaðar. 25. september 2023 07:45 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Fyrstu þættirnir sem snúa aftur verða líklega spjallþættirnir vestanhafs en það mun taka lengri tíma fyrir leikna þætti að snúa aftur, þar sem leikarar eru enn í verkfalli. Verkfall handritshöfunda stóð yfir í næstum því fimm mánuði en það hófst þann 2. maí. Meðal þess sem samningurinn felur í sér eru takmarkanir á því hvernig framleiðendur sjónvarpsefnis mega nota gervigreind til að skrifa handrit, lágmarksfjöldi handritshöfunda hjá sjónvarpsþáttum og bónusar sem tengjast áhorfi á streymisveitum, samkvæmt frétt Hollywood Reporter. Á að gilda til þriggja ára Samningurinn, sem gilda á til þriggja ára, felur einnig í sér hærra launaþrep milli samninga handritshöfunda hjá vinsælum þáttum og hærri greiðslur vegna áhorfs þátta erlendis. Þá fá handritshöfundar fimm prósenta launahækkun á fyrsta árinu, fjögurra prósenta hækkun á öðru ári og 3,5 prósent á því þriðja. Handritshöfundar hafa verið hvattir tl að taka áfram þátt í kröfugöngum leikara.AP/Richard Vogel Þegar kemur að gervigreind og notkun hennar segir samningurinn til um að framleiðendur mega ekki nota gervigreind til að skrifa efni sem byggir á upprunalegum skrifum handritshöfunda. Framleiðendum er einnig bannað að nota skrif handritshöfunda til að þjálfa gervigreind. Ekki má skikka handritshöfunda til að nota gervigreind en þeir mega gera það, sé það yfir höfuð leyft hjá fyrirtækinu sem þeir vinna fyrir. Fái þeir efni frá yfirmönnum sínum, sem skrifað er af gervigreind, verður að gera grein fyrir því. Leikarar áfram í verkfalli Eins og áður segir eru leikarar enn í verkfalli en AP fréttaveitan segir góðan hug í þeim eftir að handritshöfundar og framleiðendur komust að samkomulagi. Handritshöfundar hafa verið hvattir til að halda áfram að taka þátt í kröfugöngum leikara og standa með þeim. Í samtali við AP fréttaveituna í gærkvöldi sagði Matthew Weiner, sem skrifaði þættina Mad Men á sínum tíma, að verkfall handritshöfunda hefði aldrei gengið upp án stuðnings frá leikurum. Leikarar hefðu sýnt mikið hugrekki. Þegar rætt var við hann í gærkvöldi var hann í kröfugöngu leikara með vini sínum Noah Wyle, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í ER en þeir hafa gengið saman frá upphafi verkfallsins. Leikarar hafa gefið leiðtogum sínum heimild til að víkka verkfallið svo það nái einnig yfir tölvuleiki, haldi verkfallið áfram mikið lengur. Viðræður milli framleiðenda og leikara hafa ekki farið fram að undanförnu en búist er við því að það muni breytast eftir að samningar náðust við handritshöfunda.
Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Drög að samningi hjá handritshöfundum í Hollywood Handritshöfundar í Bandaríkjunum segja að nú liggi fyrir drög að samningum sem gætu bundið enda á verkfall þeirra sem staðið hefur yfir frá byrjun maímánaðar. 25. september 2023 07:45 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Drög að samningi hjá handritshöfundum í Hollywood Handritshöfundar í Bandaríkjunum segja að nú liggi fyrir drög að samningum sem gætu bundið enda á verkfall þeirra sem staðið hefur yfir frá byrjun maímánaðar. 25. september 2023 07:45