Áskorun til borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs Sigurður Gylfi Magnússon skrifar 27. september 2023 10:30 Hinn 7. mars 2023 tók Borgarstjórn þá örlagaríku ákvörðun að loka Borgarskjalasafni. Sú ákvörðun kom langflestum Reykvíkingum í opna skjöldu og óhætt er að segja að vísindafólk í hug- og félagsvísindum hafi verið felmtri slegið. Þýðing Borgarskjalasafnsins fyrir lýðræði og rannsóknir í landinu var þessum hópi nefnilega fullkomlega ljós og að leggja safn af þessu tagi niður var í hugum flestra eiginlegt menningarslys. Viðbrögðin voru líka afdráttarlaus þar sem ákvörðunin hafði greinilega komið mörgum í mikið uppnám. Fjölmargir stukku fram og tjáðu sig um gjörninginn á ýmsum rafrænum miðlum, greinar voru birtar í fjölmiðlum og efnt var til opinbers fundar á vegum Sagnfræðingafélags Íslands sem fjölmargir sóttu í Þjóðabókhlöðunni. Þetta gerðist allt á útmánuðum eftir að niðurstaða Borgarstjórnar lág fyrir og eftir að svipuð ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogs að leggja niður hið rismikla héraðsskjalasafn sem tilheyrði bænum var tekin. Þeir sem tjáðu sig voru á einu máli um að gjörðir Borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar og Ásdísar Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs myndu hafa alvarlegar afleiðingar fyrir lýðræðisumræðu í landinu. Þegnar landsins ættu mun erfiðara með að nálgast mikilvægar upplýsingar sem til dæmis tengdust ákvörðunum sem þetta sama fólk tæki í nafni síns embættis. Það að flytja gögn úr sínu nærumhverfi og í miðlæga stofnun eins og Þjóðskjalasafn Íslands myndi skerða stórkostlega möguleika fólks til að fylgja málum eftir. Þrátt fyrir alla þessa gagnrýnu umræðu þá heyrðist ekki hljóð úr horni – hvork hósti né stuna frá þeim sem tóku þessar óheilla ákvarðanir; það var eins og hugmyndin væri að þegja málið í hel, láta það blása hjá með þeirri gagnrýni sem kynni að koma fram. Nú í haust tók hópur vísindamanna sig saman og bjó til umræðuvettvang á vegum Miðstöðvar einsögurannsókna við Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands til að glíma við spurninguna Eru söfn einhvers virði? Vikulega á föstudögum milli kl. 12–13 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins hefur fjölbreyttur hópur fræðimanna skeggrætt frá því í lok ágústmánaðar ofangreinda spurningu frá ýmsum hliðum. Sú umræða mun halda áfram fram í desember en fundirnir eru öllum opnir. Óhætt er að fullyrða að ákveðinn samhljóm er að finna hjá fyrirlesurum þess efnis að söfn eins og Borgarskjalasafnið og hérðasskjalasafn Kópavogs séu þýðingarmiklar lýðræðisstofnanir, ekki aðeins fyrir vísindaheiminn heldur ekki síður fyrir almenning í landinu. Nútímasamfélag byggist nefnilega á gegnsæi og opnum aðgangi að gjörðum kjörinna fulltrúa. Þegnar þjóðfélagsins þurfa að hafa greiðan aðgang að opinberum skjölum sem snerta þá sjálfa sem og efni sem tengist þýðingarmiklum samfélagsmálum. Þó að fólkið í landinu leggi ekki daglega leið sín í safn eins og Borgarskjalasafnið þá er vissan um tilurð þess ákveðin trygging fyrir því að við búum í opnu og lýðræðislegu samfélagi. Með lokun þessara menningahreiðra erum við að sverja okkur í ætt við einræðisríki sem keppast við að halda upplýsingum frá almenningi. Hafa verður í huga að héraðsskjalasöfn, hvar í sveit sem þau eru sett, leita allra leiða til að hafa uppi á einkaskjölum fólks, hinum svonefndu persónulegu heimildum, sem hafa fengið sífellt meira vægi innan vísindanna á undanförnum áratugum. Hætt er við að slíkt efni lendi í glatkistum almennings ef tenging héraðsskjalasafnana við nærsamfélagið rofnar. Rökin gegn lokun þessara miklvægu lýðræðis- og menningastofnanna eru vægast sagt veigamikil. Af þeim sökum vil ég skora á Borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs að endurskoða ákvarðanir sínar og hætta við lokun safnana tveggja. Ég og fleiri óttumst að sveitastjórnir um allt landa sem búa svo vel að hafa yfir að ráða héraðsskjalasöfnum hugsi nú sitt ráð og freistist til að fara að fordæmi ofangreindra stjórnmálamanna sunnan heiða. Við viljum af þeim sökum hvetja alþingismenn til að stíga fram og skerpa á safnalögum þannig að tryggt sé að héraðsskjalsöfn séu að finna hið minnsta í öllum kjördæmum landsins, þar á meðal eitt í Reykjavík. Ef ávörðun þessarar tveggja stjórnmálamanna verður ekki hnekkt þá er hætt á að mikill skaði verði skeður sem reynist óbætanlegur um aldur og ævi. Höfundur er prófessor í menningarsögu við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Borgarskjalasafns Reykjavík Kópavogur Menning Söfn Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 7. mars 2023 tók Borgarstjórn þá örlagaríku ákvörðun að loka Borgarskjalasafni. Sú ákvörðun kom langflestum Reykvíkingum í opna skjöldu og óhætt er að segja að vísindafólk í hug- og félagsvísindum hafi verið felmtri slegið. Þýðing Borgarskjalasafnsins fyrir lýðræði og rannsóknir í landinu var þessum hópi nefnilega fullkomlega ljós og að leggja safn af þessu tagi niður var í hugum flestra eiginlegt menningarslys. Viðbrögðin voru líka afdráttarlaus þar sem ákvörðunin hafði greinilega komið mörgum í mikið uppnám. Fjölmargir stukku fram og tjáðu sig um gjörninginn á ýmsum rafrænum miðlum, greinar voru birtar í fjölmiðlum og efnt var til opinbers fundar á vegum Sagnfræðingafélags Íslands sem fjölmargir sóttu í Þjóðabókhlöðunni. Þetta gerðist allt á útmánuðum eftir að niðurstaða Borgarstjórnar lág fyrir og eftir að svipuð ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogs að leggja niður hið rismikla héraðsskjalasafn sem tilheyrði bænum var tekin. Þeir sem tjáðu sig voru á einu máli um að gjörðir Borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar og Ásdísar Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs myndu hafa alvarlegar afleiðingar fyrir lýðræðisumræðu í landinu. Þegnar landsins ættu mun erfiðara með að nálgast mikilvægar upplýsingar sem til dæmis tengdust ákvörðunum sem þetta sama fólk tæki í nafni síns embættis. Það að flytja gögn úr sínu nærumhverfi og í miðlæga stofnun eins og Þjóðskjalasafn Íslands myndi skerða stórkostlega möguleika fólks til að fylgja málum eftir. Þrátt fyrir alla þessa gagnrýnu umræðu þá heyrðist ekki hljóð úr horni – hvork hósti né stuna frá þeim sem tóku þessar óheilla ákvarðanir; það var eins og hugmyndin væri að þegja málið í hel, láta það blása hjá með þeirri gagnrýni sem kynni að koma fram. Nú í haust tók hópur vísindamanna sig saman og bjó til umræðuvettvang á vegum Miðstöðvar einsögurannsókna við Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands til að glíma við spurninguna Eru söfn einhvers virði? Vikulega á föstudögum milli kl. 12–13 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins hefur fjölbreyttur hópur fræðimanna skeggrætt frá því í lok ágústmánaðar ofangreinda spurningu frá ýmsum hliðum. Sú umræða mun halda áfram fram í desember en fundirnir eru öllum opnir. Óhætt er að fullyrða að ákveðinn samhljóm er að finna hjá fyrirlesurum þess efnis að söfn eins og Borgarskjalasafnið og hérðasskjalasafn Kópavogs séu þýðingarmiklar lýðræðisstofnanir, ekki aðeins fyrir vísindaheiminn heldur ekki síður fyrir almenning í landinu. Nútímasamfélag byggist nefnilega á gegnsæi og opnum aðgangi að gjörðum kjörinna fulltrúa. Þegnar þjóðfélagsins þurfa að hafa greiðan aðgang að opinberum skjölum sem snerta þá sjálfa sem og efni sem tengist þýðingarmiklum samfélagsmálum. Þó að fólkið í landinu leggi ekki daglega leið sín í safn eins og Borgarskjalasafnið þá er vissan um tilurð þess ákveðin trygging fyrir því að við búum í opnu og lýðræðislegu samfélagi. Með lokun þessara menningahreiðra erum við að sverja okkur í ætt við einræðisríki sem keppast við að halda upplýsingum frá almenningi. Hafa verður í huga að héraðsskjalasöfn, hvar í sveit sem þau eru sett, leita allra leiða til að hafa uppi á einkaskjölum fólks, hinum svonefndu persónulegu heimildum, sem hafa fengið sífellt meira vægi innan vísindanna á undanförnum áratugum. Hætt er við að slíkt efni lendi í glatkistum almennings ef tenging héraðsskjalasafnana við nærsamfélagið rofnar. Rökin gegn lokun þessara miklvægu lýðræðis- og menningastofnanna eru vægast sagt veigamikil. Af þeim sökum vil ég skora á Borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs að endurskoða ákvarðanir sínar og hætta við lokun safnana tveggja. Ég og fleiri óttumst að sveitastjórnir um allt landa sem búa svo vel að hafa yfir að ráða héraðsskjalasöfnum hugsi nú sitt ráð og freistist til að fara að fordæmi ofangreindra stjórnmálamanna sunnan heiða. Við viljum af þeim sökum hvetja alþingismenn til að stíga fram og skerpa á safnalögum þannig að tryggt sé að héraðsskjalsöfn séu að finna hið minnsta í öllum kjördæmum landsins, þar á meðal eitt í Reykjavík. Ef ávörðun þessarar tveggja stjórnmálamanna verður ekki hnekkt þá er hætt á að mikill skaði verði skeður sem reynist óbætanlegur um aldur og ævi. Höfundur er prófessor í menningarsögu við Háskóla Íslands.
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar