Tölfræði rennur stoðum undir ótrúlegan viðsnúning McLaren Aron Guðmundsson skrifar 27. september 2023 16:30 Lando Norris og Oscar Piastri, ökumenn Formúlu 1 liðs McLaren, með verðlaunagripi sína frá Japans-kappakstrinum Vísir/Getty Svo virðist sem Formúlu 1 lið McLaren hafi náð vopnum sínum að nýju. Byrjunin á tímabilinu lofaði ekki góðu hjá þessu sögufræga liðið sem hefur yfir að skipa átta heimsmeistaratitlum bílasmiða í Formúlu 1. McLaren var framan af með einn lélegasta bílinn á rásröðinni og náði aðeins að hala inn 17 stigum á fyrstu níu keppnishelgum tímabilsins. Það voru fáar vísbendingar á lofti um að tímabil þessa breska liðs myndi verða eftirminnilegt en þrotlaus vinna og fjárfesting í uppfærslu á bíl liðsins er nú farin að skila sér rækilega. Frá síðustu átta keppnishelgum hefur McLaren náð að hala inn 145 stigum og hefur meðalstigafjöldi liðsins farið úr 2,1 stigi upp í 18,1 stig. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Það hversu langt McLaren er komið á sinni vegferð á tímabilinu kristallast í góðum árangri liðsins í Japans-kappakstrinum um síðastliðna helgi. Ökumenn liðsins, Bretinn Lando Norris og Ástralinn Oscar Piastri, enduðu báðir á verðlaunapalli. Nánar tiltekið í öðru og þriðja sæti á eftir ríkjandi heimsmeistaranum Max Verstappen, ökumanni Red Bull Racing. „Framfarirnar hjá liðinu eru ótrúlegar,“ segir Lando Norris, ökumaður McLaren í kjölfar keppnishelgarinnar í Japan. „Ég er yfir mig stoltur af liðinu. Við erum að taka mörg skref fram á hverri einustu keppnishelgi. Við erum að leggja hart að okkur. Ég er viss um að það muni koma krefjandi tímar aftur en þetta er allt í rétta átt hjá okkur. McLaren er eitt af þessum stóru liðum úr sögu Formúlu 1 og mun án efa vilja koma sér í þá stöðu að geta barist um heimsmeistaratitla á nýjan leik. Síðasti heimsmeistaratitill liðsins kom í flokki ökumanna árið 2008 en þar var það Bretinn Lewis Hamilton sem ók fyrir liðið. Í flokki bílasmiða varð McLaren síðast heimsmeistari árið 1998. Það ár vann liðið tvöfalt með öflugum bíl, sem og ökumannsteymi skipað þeim Mika Hakkinen og David Coulthard. Bretland Japan Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Byrjunin á tímabilinu lofaði ekki góðu hjá þessu sögufræga liðið sem hefur yfir að skipa átta heimsmeistaratitlum bílasmiða í Formúlu 1. McLaren var framan af með einn lélegasta bílinn á rásröðinni og náði aðeins að hala inn 17 stigum á fyrstu níu keppnishelgum tímabilsins. Það voru fáar vísbendingar á lofti um að tímabil þessa breska liðs myndi verða eftirminnilegt en þrotlaus vinna og fjárfesting í uppfærslu á bíl liðsins er nú farin að skila sér rækilega. Frá síðustu átta keppnishelgum hefur McLaren náð að hala inn 145 stigum og hefur meðalstigafjöldi liðsins farið úr 2,1 stigi upp í 18,1 stig. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Það hversu langt McLaren er komið á sinni vegferð á tímabilinu kristallast í góðum árangri liðsins í Japans-kappakstrinum um síðastliðna helgi. Ökumenn liðsins, Bretinn Lando Norris og Ástralinn Oscar Piastri, enduðu báðir á verðlaunapalli. Nánar tiltekið í öðru og þriðja sæti á eftir ríkjandi heimsmeistaranum Max Verstappen, ökumanni Red Bull Racing. „Framfarirnar hjá liðinu eru ótrúlegar,“ segir Lando Norris, ökumaður McLaren í kjölfar keppnishelgarinnar í Japan. „Ég er yfir mig stoltur af liðinu. Við erum að taka mörg skref fram á hverri einustu keppnishelgi. Við erum að leggja hart að okkur. Ég er viss um að það muni koma krefjandi tímar aftur en þetta er allt í rétta átt hjá okkur. McLaren er eitt af þessum stóru liðum úr sögu Formúlu 1 og mun án efa vilja koma sér í þá stöðu að geta barist um heimsmeistaratitla á nýjan leik. Síðasti heimsmeistaratitill liðsins kom í flokki ökumanna árið 2008 en þar var það Bretinn Lewis Hamilton sem ók fyrir liðið. Í flokki bílasmiða varð McLaren síðast heimsmeistari árið 1998. Það ár vann liðið tvöfalt með öflugum bíl, sem og ökumannsteymi skipað þeim Mika Hakkinen og David Coulthard.
Bretland Japan Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira