Inniliggjandi með covid fjölgar hratt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. september 2023 11:51 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir biður fólk um að taka tillit til annarra og taka upp sprittið. Vísir/Arnar Töluvert álag er á Landspítalanum vegna covid-veikinda og fjöldi þeirra sem eru inniliggjandi með veiruna hefur þrefaldast á stuttum tíma. Sóttvarnalæknir hvetur fólk sem er með einkenni til þess að taka tillit til þeirra sem eru í áhættuhópum. Nokkrar kvefpestir herja nú á landsmenn og að sögn Guðrúnar Aspelund, sóttvarnalæknis, hafa fleiri verið að greinast með covid. Fólk er ekki að fara í sýnatökur líkt og áður og nær tölfræðin því einungis til þeirra sem eru að veikjast töluvert. „Það hafa verið fleiri inni á spítalanum undanfarnar tvær vikur. Um svona tuttugu manns sem eru þar inni með eða vegna covid,“ segir Guðrún. Þetta er umtalsverð fjölgun frá því sem verið hefur að sögn Guðrúnar en undanfarið hafa að meðaltali fimm til sjö verið inniliggjandi á Landspítala með covid. Ekki liggur þó fyrir hvort fólk sé lagt inn vegna veirunnar eða upphaflega af öðrum ástæðum. Guðrún bendir þó á að ekki sé almennt skimað fyrir veirunni á spítalanum og því séu viðkomandi með veikir með einkenni covid. Hún hefur ekki gögn um aldurssamsetningu hópsins en segir yfirleitt um eldra fólk að ræða. Töluvert álag sé á spítalanum. „Þau finna finna alveg fyrir þessum sjúklingum sem eru með covid og aðrar öndunarfærasýkingar.“ Um fimm til sjö hafa almennt verið inniliggjandi með covid en nú eru um tuttugu manns með covid á Landspítalanum.vísir/Vilhelm Afbrigðið sem herjar á landsmenn er undirafbrigði ómíkron og um mánaðarmótin er von á uppfærðu bóluefni með tilliti til þess. Ákveðnir hópar verða þá hvattir til að fara í örvunarbólusetningu. „Þetta eru þá allir sextíu ára og eldri og fólk með langvinna sjúkdóma, eins og hjarta- og lungnasjúdóma, offitu, sykursýki, ónæmisbældir einstaklingar og forgangshópar, eins og heilbrigðisstarfsmenn sem sinna þessum hópum og einnig þungaðar konur,“ segir Guðrún. Hún mælir með því að fólk noti heimapróf og taki tillit til annarra. „Ástæðan er sú að covid er mjög smitandi og veldur alvarlegri veikindum hjá ákveðnum hópum. Umfram bólusetninguna biðjum við fólk að hafa í huga almennar sóttvarnir, handþvott, halda fjarlægð og passa upp á umgengni við aðra,“ segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Nokkrar kvefpestir herja nú á landsmenn og að sögn Guðrúnar Aspelund, sóttvarnalæknis, hafa fleiri verið að greinast með covid. Fólk er ekki að fara í sýnatökur líkt og áður og nær tölfræðin því einungis til þeirra sem eru að veikjast töluvert. „Það hafa verið fleiri inni á spítalanum undanfarnar tvær vikur. Um svona tuttugu manns sem eru þar inni með eða vegna covid,“ segir Guðrún. Þetta er umtalsverð fjölgun frá því sem verið hefur að sögn Guðrúnar en undanfarið hafa að meðaltali fimm til sjö verið inniliggjandi á Landspítala með covid. Ekki liggur þó fyrir hvort fólk sé lagt inn vegna veirunnar eða upphaflega af öðrum ástæðum. Guðrún bendir þó á að ekki sé almennt skimað fyrir veirunni á spítalanum og því séu viðkomandi með veikir með einkenni covid. Hún hefur ekki gögn um aldurssamsetningu hópsins en segir yfirleitt um eldra fólk að ræða. Töluvert álag sé á spítalanum. „Þau finna finna alveg fyrir þessum sjúklingum sem eru með covid og aðrar öndunarfærasýkingar.“ Um fimm til sjö hafa almennt verið inniliggjandi með covid en nú eru um tuttugu manns með covid á Landspítalanum.vísir/Vilhelm Afbrigðið sem herjar á landsmenn er undirafbrigði ómíkron og um mánaðarmótin er von á uppfærðu bóluefni með tilliti til þess. Ákveðnir hópar verða þá hvattir til að fara í örvunarbólusetningu. „Þetta eru þá allir sextíu ára og eldri og fólk með langvinna sjúkdóma, eins og hjarta- og lungnasjúdóma, offitu, sykursýki, ónæmisbældir einstaklingar og forgangshópar, eins og heilbrigðisstarfsmenn sem sinna þessum hópum og einnig þungaðar konur,“ segir Guðrún. Hún mælir með því að fólk noti heimapróf og taki tillit til annarra. „Ástæðan er sú að covid er mjög smitandi og veldur alvarlegri veikindum hjá ákveðnum hópum. Umfram bólusetninguna biðjum við fólk að hafa í huga almennar sóttvarnir, handþvott, halda fjarlægð og passa upp á umgengni við aðra,“ segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira