Viðskipti innlent

Sam­skip krefja Eim­skip um bætur

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Samskip segir um að ræða alvarlega atlögu að félaginu.
Samskip segir um að ræða alvarlega atlögu að félaginu. Vísir/Vilhelm

Sam­skip hafa falið Mörkinni lög­manns­stofu að sækja bætur á hendur Eim­skipi vegna þess sem fé­lagið kallar ó­lög­mætar og sak­næmar at­hafnir fé­lagsins gagn­vart Sam­skipum. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fé­laginu.

Þar segir að fyrir liggi að Eim­skip hafi í sátt við Sam­keppnis­eftir­litið (SKE) lýst því yfir að fé­lagið hafi átt í sam­ráði við Sam­skip sem efnt hafi verið til á fundi 6. júní 2008 og í fram­haldi þess fundar.

„Þessi yfir­lýsing fé­lagsins er röng og með öllu til­hæfu­laus. Þá er það að sama skapi full­kom­lega rangt að fé­lögin hafi átt í sam­ráði um breytingar á flutninga­kerfi, gert með sér sam­komu­lag um skiptingu markaða, um á­lagningu gjalda eða um af­sláttar­kjör.“

Segja um að ræða al­var­lega at­lögu

Sam­skip segir í til­kynningu sinni að um sé að ræða mjög al­var­lega at­lögu að Sam­skipum. Eim­skip hafi með þessu rang­lega sakað fé­lagið, sem og nú­verandi og fyrr­verandi starfs­menn fé­lagsins og Eim­skips, um ó­lög­mæta og eftir at­vikum refsi­verða hátt­semi.

„Rangar sakar­giftir af þessum toga eru ó­lög­mætar og þær geta einnig verið refsi­verðar fyrir þann sem í hlut á. Í þessu til­viki var þeim beint að helsta keppi­nauti Eim­skips og voru aug­ljós­lega til þess fallnar að valda bú­sifjum í rekstri fé­lagsins og hafa ó­eðli­leg á­hrif á sam­keppnis­stöðu fé­laganna, Sam­skipum til tjóns.“

Kemur fram í til­kynningunni að lög­menn Sam­skipa hafi sent for­stjóra Eim­skips kröfu­bréf vegna framan­greinds. Þar er þess einnig óskað að upp­lýst verði hvaða stjórn­endur eða stjórnar­menn komu að á­kvörðun um að undir­gangast sátt við Sam­keppnis­eftir­litið og veita stjórn­valdinu með því rangar upp­lýsingar, að því er segir í til­kynningu Sam­skipa.

Á­frýja máli sínu

Þá kemur fram í til­kynningu Sam­skipa að fé­lagið hafi í dag skilað inn kæru til á­frýjunar­nefndar sam­keppnis­mála vegna á­kvörðunar Sam­keppnis­eftir­litsins frá 31. ágúst síðast­liðnum, um að leggja á Sam­skip 4,2 milljarða króna sekt fyrri þátt­töku í því sem fé­lagið segir meint sam­ráð við Eim­skip. Fé­lagið fer fram á að á­kvörðunin verði felld úr gildi og réttar­á­hrifum frestað á meðan málið er til með­ferðar hjá nefndinni.

„Sam­skip gagn­rýna harð­lega á­kvörðun Sam­keppnis­eftir­litsins enda er hún efnis­lega röng og öll máls­með­ferðin í brýnni and­stöðu við á­kvæði sam­keppnis­laga, sönnunar­reglur og fjöl­margar grund­vallar­reglur stjórn­skipunar- og stjórn­sýslu­réttarins. Fé­lagið telur ljóst að fella verði hina kærðu á­kvörðun úr gildi í heild sinni vegna þessara al­var­legu ann­marka sem leitt hafi til endur­tekinna rangra og hald­lausra á­lyktana stofnunarinnar,“ segir Hörður Felix Harðar­son, lög­maður Sam­skipa.

Þá segir í til­kynningunni að bent sé á í kæru fé­lagsins að rann­sókn og á­kvörðun Sam­keppnis­eftir­litsins sé for­dæma­laus fyrir margar sakir. Segir Sam­skip að þær kenningar og á­lyktanir sem settar séu fram í á­kvörðun eftir­litsins séu í grund­vallar­at­riðum án tengsla við gögn málsins og raun­veru­leg at­vik í rekstri skipa­fé­laganna sem sökuð séu um sam­ráð.

„Þá hafi SKE endur­tekið mis­farið með efni gagna og horft fram hjá sönnunar­gögnum og rétt­mætum skýringum Sam­skipa og Eim­skips sem ekki hafi fallið að kenningum stofnunarinnar. Þá er með sektar­fjár­hæðinni farið gegn fjöl­mörgum réttar­reglum og ljóst að til grund­vallar þeirri á­kvörðun liggja engin mál­efna­leg sjónar­mið.“


Tengdar fréttir

Skipa­fé­lögin rúin trausti og Inn­nes skoðar að sækja bætur

Ölgerðin ætlar að sækja bætur vegna samráðs Samskipa og Eimskipa. Fleiri félög kanna nú réttarstöðu sína og möguleika á skaðabótum. Forstjóri Innness segir skipafélögin tvö rúin trausti og sektarfjárhæð Samskipa senda skýr skilaboð.

Skoða að sækja bætur vegna sam­ráðs skipa­fé­laganna

Ölgerðin skoðar nú að sækja skaðabætur vegna samráðs skipafélagannaSamskipa og Eimskips. Forstjóri segir málið reiðarslag og að samráðið hafi valdið félaginu og neytendum verulegum skaða og stórfelldu fjárhagslegu tjóni.

Á von á enn hærri sektum á næstu árum

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir brot Samskipa geta valdið miklu tjóni fyrir samfélagið, neytendur og atvinnulífið. Hann á von á enn hærri sektum í sambærilegum samkeppnismálum á næstu árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×