Samskip krefja Eimskip um bætur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. september 2023 15:49 Samskip segir um að ræða alvarlega atlögu að félaginu. Vísir/Vilhelm Samskip hafa falið Mörkinni lögmannsstofu að sækja bætur á hendur Eimskipi vegna þess sem félagið kallar ólögmætar og saknæmar athafnir félagsins gagnvart Samskipum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að fyrir liggi að Eimskip hafi í sátt við Samkeppniseftirlitið (SKE) lýst því yfir að félagið hafi átt í samráði við Samskip sem efnt hafi verið til á fundi 6. júní 2008 og í framhaldi þess fundar. „Þessi yfirlýsing félagsins er röng og með öllu tilhæfulaus. Þá er það að sama skapi fullkomlega rangt að félögin hafi átt í samráði um breytingar á flutningakerfi, gert með sér samkomulag um skiptingu markaða, um álagningu gjalda eða um afsláttarkjör.“ Segja um að ræða alvarlega atlögu Samskip segir í tilkynningu sinni að um sé að ræða mjög alvarlega atlögu að Samskipum. Eimskip hafi með þessu ranglega sakað félagið, sem og núverandi og fyrrverandi starfsmenn félagsins og Eimskips, um ólögmæta og eftir atvikum refsiverða háttsemi. „Rangar sakargiftir af þessum toga eru ólögmætar og þær geta einnig verið refsiverðar fyrir þann sem í hlut á. Í þessu tilviki var þeim beint að helsta keppinauti Eimskips og voru augljóslega til þess fallnar að valda búsifjum í rekstri félagsins og hafa óeðlileg áhrif á samkeppnisstöðu félaganna, Samskipum til tjóns.“ Kemur fram í tilkynningunni að lögmenn Samskipa hafi sent forstjóra Eimskips kröfubréf vegna framangreinds. Þar er þess einnig óskað að upplýst verði hvaða stjórnendur eða stjórnarmenn komu að ákvörðun um að undirgangast sátt við Samkeppniseftirlitið og veita stjórnvaldinu með því rangar upplýsingar, að því er segir í tilkynningu Samskipa. Áfrýja máli sínu Þá kemur fram í tilkynningu Samskipa að félagið hafi í dag skilað inn kæru til áfrýjunarnefndar samkeppnismála vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins frá 31. ágúst síðastliðnum, um að leggja á Samskip 4,2 milljarða króna sekt fyrri þátttöku í því sem félagið segir meint samráð við Eimskip. Félagið fer fram á að ákvörðunin verði felld úr gildi og réttaráhrifum frestað á meðan málið er til meðferðar hjá nefndinni. „Samskip gagnrýna harðlega ákvörðun Samkeppniseftirlitsins enda er hún efnislega röng og öll málsmeðferðin í brýnni andstöðu við ákvæði samkeppnislaga, sönnunarreglur og fjölmargar grundvallarreglur stjórnskipunar- og stjórnsýsluréttarins. Félagið telur ljóst að fella verði hina kærðu ákvörðun úr gildi í heild sinni vegna þessara alvarlegu annmarka sem leitt hafi til endurtekinna rangra og haldlausra ályktana stofnunarinnar,“ segir Hörður Felix Harðarson, lögmaður Samskipa. Þá segir í tilkynningunni að bent sé á í kæru félagsins að rannsókn og ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sé fordæmalaus fyrir margar sakir. Segir Samskip að þær kenningar og ályktanir sem settar séu fram í ákvörðun eftirlitsins séu í grundvallaratriðum án tengsla við gögn málsins og raunveruleg atvik í rekstri skipafélaganna sem sökuð séu um samráð. „Þá hafi SKE endurtekið misfarið með efni gagna og horft fram hjá sönnunargögnum og réttmætum skýringum Samskipa og Eimskips sem ekki hafi fallið að kenningum stofnunarinnar. Þá er með sektarfjárhæðinni farið gegn fjölmörgum réttarreglum og ljóst að til grundvallar þeirri ákvörðun liggja engin málefnaleg sjónarmið.“ Samkeppnismál Skipaflutningar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Tengdar fréttir Skipafélögin rúin trausti og Innnes skoðar að sækja bætur Ölgerðin ætlar að sækja bætur vegna samráðs Samskipa og Eimskipa. Fleiri félög kanna nú réttarstöðu sína og möguleika á skaðabótum. Forstjóri Innness segir skipafélögin tvö rúin trausti og sektarfjárhæð Samskipa senda skýr skilaboð. 6. september 2023 20:58 Skoða að sækja bætur vegna samráðs skipafélaganna Ölgerðin skoðar nú að sækja skaðabætur vegna samráðs skipafélagannaSamskipa og Eimskips. Forstjóri segir málið reiðarslag og að samráðið hafi valdið félaginu og neytendum verulegum skaða og stórfelldu fjárhagslegu tjóni. 6. september 2023 12:52 Á von á enn hærri sektum á næstu árum Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir brot Samskipa geta valdið miklu tjóni fyrir samfélagið, neytendur og atvinnulífið. Hann á von á enn hærri sektum í sambærilegum samkeppnismálum á næstu árum. 2. september 2023 21:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Þar segir að fyrir liggi að Eimskip hafi í sátt við Samkeppniseftirlitið (SKE) lýst því yfir að félagið hafi átt í samráði við Samskip sem efnt hafi verið til á fundi 6. júní 2008 og í framhaldi þess fundar. „Þessi yfirlýsing félagsins er röng og með öllu tilhæfulaus. Þá er það að sama skapi fullkomlega rangt að félögin hafi átt í samráði um breytingar á flutningakerfi, gert með sér samkomulag um skiptingu markaða, um álagningu gjalda eða um afsláttarkjör.“ Segja um að ræða alvarlega atlögu Samskip segir í tilkynningu sinni að um sé að ræða mjög alvarlega atlögu að Samskipum. Eimskip hafi með þessu ranglega sakað félagið, sem og núverandi og fyrrverandi starfsmenn félagsins og Eimskips, um ólögmæta og eftir atvikum refsiverða háttsemi. „Rangar sakargiftir af þessum toga eru ólögmætar og þær geta einnig verið refsiverðar fyrir þann sem í hlut á. Í þessu tilviki var þeim beint að helsta keppinauti Eimskips og voru augljóslega til þess fallnar að valda búsifjum í rekstri félagsins og hafa óeðlileg áhrif á samkeppnisstöðu félaganna, Samskipum til tjóns.“ Kemur fram í tilkynningunni að lögmenn Samskipa hafi sent forstjóra Eimskips kröfubréf vegna framangreinds. Þar er þess einnig óskað að upplýst verði hvaða stjórnendur eða stjórnarmenn komu að ákvörðun um að undirgangast sátt við Samkeppniseftirlitið og veita stjórnvaldinu með því rangar upplýsingar, að því er segir í tilkynningu Samskipa. Áfrýja máli sínu Þá kemur fram í tilkynningu Samskipa að félagið hafi í dag skilað inn kæru til áfrýjunarnefndar samkeppnismála vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins frá 31. ágúst síðastliðnum, um að leggja á Samskip 4,2 milljarða króna sekt fyrri þátttöku í því sem félagið segir meint samráð við Eimskip. Félagið fer fram á að ákvörðunin verði felld úr gildi og réttaráhrifum frestað á meðan málið er til meðferðar hjá nefndinni. „Samskip gagnrýna harðlega ákvörðun Samkeppniseftirlitsins enda er hún efnislega röng og öll málsmeðferðin í brýnni andstöðu við ákvæði samkeppnislaga, sönnunarreglur og fjölmargar grundvallarreglur stjórnskipunar- og stjórnsýsluréttarins. Félagið telur ljóst að fella verði hina kærðu ákvörðun úr gildi í heild sinni vegna þessara alvarlegu annmarka sem leitt hafi til endurtekinna rangra og haldlausra ályktana stofnunarinnar,“ segir Hörður Felix Harðarson, lögmaður Samskipa. Þá segir í tilkynningunni að bent sé á í kæru félagsins að rannsókn og ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sé fordæmalaus fyrir margar sakir. Segir Samskip að þær kenningar og ályktanir sem settar séu fram í ákvörðun eftirlitsins séu í grundvallaratriðum án tengsla við gögn málsins og raunveruleg atvik í rekstri skipafélaganna sem sökuð séu um samráð. „Þá hafi SKE endurtekið misfarið með efni gagna og horft fram hjá sönnunargögnum og réttmætum skýringum Samskipa og Eimskips sem ekki hafi fallið að kenningum stofnunarinnar. Þá er með sektarfjárhæðinni farið gegn fjölmörgum réttarreglum og ljóst að til grundvallar þeirri ákvörðun liggja engin málefnaleg sjónarmið.“
Samkeppnismál Skipaflutningar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Tengdar fréttir Skipafélögin rúin trausti og Innnes skoðar að sækja bætur Ölgerðin ætlar að sækja bætur vegna samráðs Samskipa og Eimskipa. Fleiri félög kanna nú réttarstöðu sína og möguleika á skaðabótum. Forstjóri Innness segir skipafélögin tvö rúin trausti og sektarfjárhæð Samskipa senda skýr skilaboð. 6. september 2023 20:58 Skoða að sækja bætur vegna samráðs skipafélaganna Ölgerðin skoðar nú að sækja skaðabætur vegna samráðs skipafélagannaSamskipa og Eimskips. Forstjóri segir málið reiðarslag og að samráðið hafi valdið félaginu og neytendum verulegum skaða og stórfelldu fjárhagslegu tjóni. 6. september 2023 12:52 Á von á enn hærri sektum á næstu árum Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir brot Samskipa geta valdið miklu tjóni fyrir samfélagið, neytendur og atvinnulífið. Hann á von á enn hærri sektum í sambærilegum samkeppnismálum á næstu árum. 2. september 2023 21:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Skipafélögin rúin trausti og Innnes skoðar að sækja bætur Ölgerðin ætlar að sækja bætur vegna samráðs Samskipa og Eimskipa. Fleiri félög kanna nú réttarstöðu sína og möguleika á skaðabótum. Forstjóri Innness segir skipafélögin tvö rúin trausti og sektarfjárhæð Samskipa senda skýr skilaboð. 6. september 2023 20:58
Skoða að sækja bætur vegna samráðs skipafélaganna Ölgerðin skoðar nú að sækja skaðabætur vegna samráðs skipafélagannaSamskipa og Eimskips. Forstjóri segir málið reiðarslag og að samráðið hafi valdið félaginu og neytendum verulegum skaða og stórfelldu fjárhagslegu tjóni. 6. september 2023 12:52
Á von á enn hærri sektum á næstu árum Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir brot Samskipa geta valdið miklu tjóni fyrir samfélagið, neytendur og atvinnulífið. Hann á von á enn hærri sektum í sambærilegum samkeppnismálum á næstu árum. 2. september 2023 21:00