„Við lítum þetta mál grafalvarlegum augum“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. september 2023 23:01 Í ljós kom að fjöður í rútunni var biluð. Framkvæmdastjóri FÍ segir það einungis útskýra aksturslag ökumannsins að hluta. Mynd er úr safni. SBA-Norðurleið Framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins SBA - Norðurleið segir eftirlit með því hverjir mega aka rútum hér á landi ekki vera ábótavant. Hann segir mál rútubílstjóra sem ók rútu á þann hátt um helgina að farþegar þurftu áfallahjálp hafa verið afgreitt. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands segir mikilvægt að lærdómur sé dreginn af málinu, það sé litið alvarlegum augum, þó ferðafélagið sjálft beri ekki ábyrgð á akstrinum. Vísir ræddi í gær við aðstandanda farþega sem var um borð í rútu á vegum SBA - Norðurleið sem keyrði á milli Landmannalauga og Reykjavíkur með farþega frá Ferðafélagi Íslands á sunnudag. Farþegar voru í áfalli vegna aksturslags rútubílstjórans og var farþegum boðin áfallahjálp í kjölfarið. Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri SBA, segist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig um málið. Hann segir þó að málið sé afgreitt, það hafi verið leyst með Ferðafélagi Íslands og bendir hann á ferðafélagið vegna málsins. Hann segist ekki telja að eftirliti með því hverjir geti ekið slíkum rútum vera ábótavant líkt og velt var upp í frétt Vísis í gær. „Það er ágætis eftirlit með þeim, bæði af okkar hálfu og í vegaeftirliti þar sem þeirra gögn eru könnuð. Við fögnum bara öllu eftirliti.“ Vill læra af málinu Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir félagið hafa fundað með fararstjóranum á mánudagsmorgninum. Því næst fundað með stjórnendum SBA. „Þar komum við á framfæri þessari skelfilegu lífsreynslu farþega í rútunni, sem beinlínis óttuðust um líf sitt og urðu mjög skelkaðir og fólk fór að gráta og hrópa. Á sama tíma gekk mjög illa að fá bílstjórann bæði til að hægja á sér eða stöðva rútuna.“ Páll segir mikilvægt að lærdómur verði dreginn af málinu. Páll segir að á fundinum hafi Ferðafélagið lagt fram vinsamlegar kröfur um að rútan yrði tafarlaust tekin úr umferð og sett í skoðun. Í gærmorgun hafi komið í ljós að brotin fjöður væri í rútunni sem að sögn Páls útskýrir að hluta aksturslag rútunnar og eiginleika. „Við lítum þetta mál grafalvarlegum augum. Það er gríðarlega mikilvægt að tryggja öryggi ferðafólks á landinu. Við í Ferðafélaginu berum ekki ábyrgð á þessum rútuakstri en við viljum að sjálfsögðu læra af því sem þarna gerist og koma því á framfæri við aðra ferðaþjónustuaðila.“ Hvað felst í því? „Að við viljum benda á þetta og taka þetta samtal. Tryggja að öll skoðun á rútum eða farartækjum innan ferðaþjónustunnar sé í lagi og að fararstjórar, leiðsögufólk eða bílstjórar, eða hverjir það nú eru, hafi öll tilskilin leyfi og réttindi og séu með alla burði til að sinna og veita þessa þjónustu.“ Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Vísir ræddi í gær við aðstandanda farþega sem var um borð í rútu á vegum SBA - Norðurleið sem keyrði á milli Landmannalauga og Reykjavíkur með farþega frá Ferðafélagi Íslands á sunnudag. Farþegar voru í áfalli vegna aksturslags rútubílstjórans og var farþegum boðin áfallahjálp í kjölfarið. Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri SBA, segist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig um málið. Hann segir þó að málið sé afgreitt, það hafi verið leyst með Ferðafélagi Íslands og bendir hann á ferðafélagið vegna málsins. Hann segist ekki telja að eftirliti með því hverjir geti ekið slíkum rútum vera ábótavant líkt og velt var upp í frétt Vísis í gær. „Það er ágætis eftirlit með þeim, bæði af okkar hálfu og í vegaeftirliti þar sem þeirra gögn eru könnuð. Við fögnum bara öllu eftirliti.“ Vill læra af málinu Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir félagið hafa fundað með fararstjóranum á mánudagsmorgninum. Því næst fundað með stjórnendum SBA. „Þar komum við á framfæri þessari skelfilegu lífsreynslu farþega í rútunni, sem beinlínis óttuðust um líf sitt og urðu mjög skelkaðir og fólk fór að gráta og hrópa. Á sama tíma gekk mjög illa að fá bílstjórann bæði til að hægja á sér eða stöðva rútuna.“ Páll segir mikilvægt að lærdómur verði dreginn af málinu. Páll segir að á fundinum hafi Ferðafélagið lagt fram vinsamlegar kröfur um að rútan yrði tafarlaust tekin úr umferð og sett í skoðun. Í gærmorgun hafi komið í ljós að brotin fjöður væri í rútunni sem að sögn Páls útskýrir að hluta aksturslag rútunnar og eiginleika. „Við lítum þetta mál grafalvarlegum augum. Það er gríðarlega mikilvægt að tryggja öryggi ferðafólks á landinu. Við í Ferðafélaginu berum ekki ábyrgð á þessum rútuakstri en við viljum að sjálfsögðu læra af því sem þarna gerist og koma því á framfæri við aðra ferðaþjónustuaðila.“ Hvað felst í því? „Að við viljum benda á þetta og taka þetta samtal. Tryggja að öll skoðun á rútum eða farartækjum innan ferðaþjónustunnar sé í lagi og að fararstjórar, leiðsögufólk eða bílstjórar, eða hverjir það nú eru, hafi öll tilskilin leyfi og réttindi og séu með alla burði til að sinna og veita þessa þjónustu.“
Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“