Goðsagnirnar mætast í fyrsta sinn sem mömmur í Texas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2023 08:41 Það verðu gaman að sjá mömmurnar Anníe Mist Þórisdóttur og Tiu-Clair Toomey-Orr eigast við aftur á keppnisgólfinu. @anniethorisdottir og @tiaclair1 Sexfaldi heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey-Orr er búin að skipta aftur í keppnisgírinn í CrossFit og hefur boðað endurkomu sína í næsta mánuði. Tia eignaðist dótturina Willow Clair Orr í maí en óléttan sá til þess að sex ára sigurgöngu hennar lauk á heimsleikunum því Ástralinn var auðvitað ekki meðal keppenda í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tia sýndi á miðlum sínum að hún hóf næstum því strax æfingar eftir fæðinguna og æfði oft með dótturina á sér. Það var ekkert gefið eftir á þeim bænum og hún talaði um mikla lönguna til að snúa aftur. Tia hefur nú tilkynnt að hún verði meðal keppenda á Rogue Invitational stórmótinu sem fer fram nálægt Austin í Texas fylki 27. til 29. október næstkomandi. Þegar keppnin hefst þá verður aðeins liðinn 171 dagur frá fæðingu Willow. Toomey vann Rogue mótið þrjú fyrstu ár þess eða frá 2019 til 2021. Það eru margir spenntir að sjá hvernig þessi fyrrum yfirburðarkona í sportinu snýr til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Á mótinu mun Tia keppa við aðra CrossFit goðsögn eða okkar eigin Anníe Mist Þórisdóttur. Anníe var fyrsta konan til að vinna heimsleikana tvisvar sinnum og átti það met þar til að Toomey sló það með sínum þriðja sigri í röð árið 2019. Anníe komst á verðlaunapall á heimsleikunum rétt innan við ári eftir að hún eignaðist dótturina Freyju Mist. Það afrek verður seint slegið en Tia hefur sett stefnuna á að keppa á heimsleikunum fimmtán mánuðum eftir fæðingu. Anníe snéri aftur til baka með glæsibrag þrátt fyrir að hafa farið í gegnum mikla erfiðleika í fæðingu og krefjandi eftirmála hennar. Allt gekk þetta miklu betur hjá Tiu sem boðar gott fyrir hennar endurkomu. Þær hafa mæst eftir að Anníe varð móðir meðal annars á Rogue 2021 þegar þær urðu í tveimur fyrstu sætunum. Þetta verður hins vegar í fyrsta sinn sem tvær af stærstu goðsögnum CrossFit íþróttarinnar mætast sem mömmur. Anníe Mist verður ekki eini Íslendingurinn á mótinu því Björgvin Karl Guðmundsson mun keppa karlamegin. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) CrossFit Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira
Tia eignaðist dótturina Willow Clair Orr í maí en óléttan sá til þess að sex ára sigurgöngu hennar lauk á heimsleikunum því Ástralinn var auðvitað ekki meðal keppenda í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tia sýndi á miðlum sínum að hún hóf næstum því strax æfingar eftir fæðinguna og æfði oft með dótturina á sér. Það var ekkert gefið eftir á þeim bænum og hún talaði um mikla lönguna til að snúa aftur. Tia hefur nú tilkynnt að hún verði meðal keppenda á Rogue Invitational stórmótinu sem fer fram nálægt Austin í Texas fylki 27. til 29. október næstkomandi. Þegar keppnin hefst þá verður aðeins liðinn 171 dagur frá fæðingu Willow. Toomey vann Rogue mótið þrjú fyrstu ár þess eða frá 2019 til 2021. Það eru margir spenntir að sjá hvernig þessi fyrrum yfirburðarkona í sportinu snýr til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Á mótinu mun Tia keppa við aðra CrossFit goðsögn eða okkar eigin Anníe Mist Þórisdóttur. Anníe var fyrsta konan til að vinna heimsleikana tvisvar sinnum og átti það met þar til að Toomey sló það með sínum þriðja sigri í röð árið 2019. Anníe komst á verðlaunapall á heimsleikunum rétt innan við ári eftir að hún eignaðist dótturina Freyju Mist. Það afrek verður seint slegið en Tia hefur sett stefnuna á að keppa á heimsleikunum fimmtán mánuðum eftir fæðingu. Anníe snéri aftur til baka með glæsibrag þrátt fyrir að hafa farið í gegnum mikla erfiðleika í fæðingu og krefjandi eftirmála hennar. Allt gekk þetta miklu betur hjá Tiu sem boðar gott fyrir hennar endurkomu. Þær hafa mæst eftir að Anníe varð móðir meðal annars á Rogue 2021 þegar þær urðu í tveimur fyrstu sætunum. Þetta verður hins vegar í fyrsta sinn sem tvær af stærstu goðsögnum CrossFit íþróttarinnar mætast sem mömmur. Anníe Mist verður ekki eini Íslendingurinn á mótinu því Björgvin Karl Guðmundsson mun keppa karlamegin. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational)
CrossFit Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira