Ásthildur kallar eftir naflaskoðun en segir að þetta sé ekki leikmönnunum að kenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2023 09:30 Íslensku stelpurnar áttu erfitt uppdráttar í leiknum á móti Þýskalandi og voru algjörlega ráðalaust í þá fáu skipti sem þær náðu í boltann. Getty/GERRIT VAN COLOGNE Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta náði í þrjú stig út úr tveimur fyrstu leikjum sínum í Þjóðadeildinni en frammistaða liðsins var ekki góð. Liðið marði sigur á heimavelli á móti lélegasta liði riðilsins og steinlá síðan á móti Þjóðverjum þar sem liðið gerði ekkert sóknarlega. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við landsliðsgoðsögnina Ásthildi Helgadóttur um stöðuna á íslenska kvennalandsliðinu í dag. Ásthildur hefur miklar áhyggjur af stöðu landsliðsins en hún hefur líka haft það í mörg ár. Talaði um þetta fyrir fjórum árum Getty/GERRIT VAN COLOGNE „Þessi gluggi eru vonbrigði. Það verður að segjast eins og er. Leikurinn á móti Wales var ekki góður en við náum samt að vinna þann leik. Þessi leikur í gær (fyrrakvöld) var mikil vonbrigði. Það er alveg ljóst að það þarf að fara í naflaskoðun,“ sagði Ásthildur Helgadóttir. „Ég byrjaði að segja það fyrir fjórum árum að við værum að dragast aftur úr og það hefur gerst meira og meir. Við þurfum að gera eitthvað í okkar málum,“ sagði Ásthildur. Hefur engin þróun verið síðan 2019? Aðrar þjóðir á blússandi siglingu fram úr okkur „Ekki nóg. Það eru aðrar þjóðir á blússandi siglingu fram úr okkur og það hefur verið að gerast undanfarin ár. Við höfum ekki rætt það og viljað gera neitt í því, hvað sem veldur. Það er gott að við ræðum þetta því það er mikið rætt núna að við erum að dragast aftur úr. Ekki seinna vænna að fara gera eitthvað í því,“ sagði Ásthildur. Ísland á samt leikmenn sem eru að spila á hæsta stigi í Evrópu. Hverjum er um að kenna? Þorsteinn Halldórsson er landsliðsþjálfari Íslands.Vísir/Vilhelm Ekkert sem einkennir liðið okkar í dag „Ég vil meina að það sé ekki leikmönnunum að kenna. Við erum með leikmenn sem eru að spila víða út í heimi og marga mjög góða leikmenn. Glódís er mjög góður leikmaður og fleiri mjög efnilegir. Við erum að tapa návígjum. við getum ekki haldið bolta, sendingar, móttaka. Það er ekkert sem einkennir liðið okkar í dag,“ sagði Ásthildur. „Við vorum með einkenni, barátta og við unnum okkar návígi. Við vorum vel skipulagt lið, spiluðum góðan varnarleik. Þetta er ekki til staðar í dag. Við þurfum virkilega að fara í einhverja naflaskoðun að mínu mati,“ sagði Ásthildur. Þarf þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson að taka einhverja ábyrgð þar? Glódís Perla Viggósdóttir.Getty/Gerrit van Cologne Sér hvorki leikplan né stefnu hjá þjálfaranum „Já, algjörlega. Maður sér ekki leikplanið og maður sér enga stefnu. Það er áhyggjuefni að við getum ekki haldið bolta. Þegar við töpum boltanum og þegar við vinnum boltann, það er mjög ábótavant í okkar leik,“ sagði Ásthildur. Þetta er eitthvað sem verður að koma frá þjálfaranum, leikskipulag og plan. Hvernig við ætlum að vinna boltann, hvar á vellinum, hvað við ætlum að gera og hvernig við ætlum að sækja? Hvaða leiðir við ætlum að fara upp að marka andstæðinganna? Þetta er eitthvað sem þarf að leggja upp,“ sagði Ásthildur. 0,00 í XG Íslenska liðið var með 0,0 í XG á móti Þjóðverjum og náði ekki einu skoti að marki þýska liðsins. Það bjuggust kannski ekki margir við að íslenska liðið myndi sækja sigur til Þýskalands en liðið fær algjöra falleinkunn fyrir sóknarleik sinn í leiknum. „Það eru gríðarleg vonbrigði. Við Íslendingar höfum alltaf farið inn í leiki með það hugarfar að vinna, vitandi það að það koma möguleikar. Það koma tækifæri en það þarf auðvitað að búa þau til með leikskipulagi og plani. Auðvitað er þetta fátítt að fá ekki neitt tækifæri í heilum knattspyrnuleik,“ sagði Ásthildur. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Ásthildur kallar eftir naflaskoðun hjá kvennalandsliðinu Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við landsliðsgoðsögnina Ásthildi Helgadóttur um stöðuna á íslenska kvennalandsliðinu í dag. Ásthildur hefur miklar áhyggjur af stöðu landsliðsins en hún hefur líka haft það í mörg ár. Talaði um þetta fyrir fjórum árum Getty/GERRIT VAN COLOGNE „Þessi gluggi eru vonbrigði. Það verður að segjast eins og er. Leikurinn á móti Wales var ekki góður en við náum samt að vinna þann leik. Þessi leikur í gær (fyrrakvöld) var mikil vonbrigði. Það er alveg ljóst að það þarf að fara í naflaskoðun,“ sagði Ásthildur Helgadóttir. „Ég byrjaði að segja það fyrir fjórum árum að við værum að dragast aftur úr og það hefur gerst meira og meir. Við þurfum að gera eitthvað í okkar málum,“ sagði Ásthildur. Hefur engin þróun verið síðan 2019? Aðrar þjóðir á blússandi siglingu fram úr okkur „Ekki nóg. Það eru aðrar þjóðir á blússandi siglingu fram úr okkur og það hefur verið að gerast undanfarin ár. Við höfum ekki rætt það og viljað gera neitt í því, hvað sem veldur. Það er gott að við ræðum þetta því það er mikið rætt núna að við erum að dragast aftur úr. Ekki seinna vænna að fara gera eitthvað í því,“ sagði Ásthildur. Ísland á samt leikmenn sem eru að spila á hæsta stigi í Evrópu. Hverjum er um að kenna? Þorsteinn Halldórsson er landsliðsþjálfari Íslands.Vísir/Vilhelm Ekkert sem einkennir liðið okkar í dag „Ég vil meina að það sé ekki leikmönnunum að kenna. Við erum með leikmenn sem eru að spila víða út í heimi og marga mjög góða leikmenn. Glódís er mjög góður leikmaður og fleiri mjög efnilegir. Við erum að tapa návígjum. við getum ekki haldið bolta, sendingar, móttaka. Það er ekkert sem einkennir liðið okkar í dag,“ sagði Ásthildur. „Við vorum með einkenni, barátta og við unnum okkar návígi. Við vorum vel skipulagt lið, spiluðum góðan varnarleik. Þetta er ekki til staðar í dag. Við þurfum virkilega að fara í einhverja naflaskoðun að mínu mati,“ sagði Ásthildur. Þarf þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson að taka einhverja ábyrgð þar? Glódís Perla Viggósdóttir.Getty/Gerrit van Cologne Sér hvorki leikplan né stefnu hjá þjálfaranum „Já, algjörlega. Maður sér ekki leikplanið og maður sér enga stefnu. Það er áhyggjuefni að við getum ekki haldið bolta. Þegar við töpum boltanum og þegar við vinnum boltann, það er mjög ábótavant í okkar leik,“ sagði Ásthildur. Þetta er eitthvað sem verður að koma frá þjálfaranum, leikskipulag og plan. Hvernig við ætlum að vinna boltann, hvar á vellinum, hvað við ætlum að gera og hvernig við ætlum að sækja? Hvaða leiðir við ætlum að fara upp að marka andstæðinganna? Þetta er eitthvað sem þarf að leggja upp,“ sagði Ásthildur. 0,00 í XG Íslenska liðið var með 0,0 í XG á móti Þjóðverjum og náði ekki einu skoti að marki þýska liðsins. Það bjuggust kannski ekki margir við að íslenska liðið myndi sækja sigur til Þýskalands en liðið fær algjöra falleinkunn fyrir sóknarleik sinn í leiknum. „Það eru gríðarleg vonbrigði. Við Íslendingar höfum alltaf farið inn í leiki með það hugarfar að vinna, vitandi það að það koma möguleikar. Það koma tækifæri en það þarf auðvitað að búa þau til með leikskipulagi og plani. Auðvitað er þetta fátítt að fá ekki neitt tækifæri í heilum knattspyrnuleik,“ sagði Ásthildur. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Ásthildur kallar eftir naflaskoðun hjá kvennalandsliðinu
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti