Hvalreki eða Maybe Mútur? Pétur Heimisson skrifar 28. september 2023 11:02 Meðal frægustu hvala sögunnar er Moby Dick í samnefndri skáldsögu frá miðri 19. öld. Sagan hefur staðist tímans tönn og ku hafa opnað á fjölbreytilegar túlkanir í takt við tíðaranda hverju sinni. Það þakka sumir tvíræðninni sem einkennir lýsingu höfundarins, Herman Melville, á hvalnum. Hverfum nú frá þessum fræga hval og snúum okkur að nýlegum gjafagjörningi í Seyðisfjarðarhöfn. (Hag)sælla að gefa en þiggja Olíuleki úr stríðsskipinu El Grilló á botni Seyðisfjarðar hefur lengi verið ógn við lífríkið. Öll viljum við að draga megi úr og helst koma í veg fyrir þessa vá. Í þeim efnum er kannski sama hvaðan gott kemur eða hvað? Nýverið aðstoðaði Fiskeldi Austfjarða sveitarfélagið Múlaþing við þetta mikilvæga verk og var „gjöf“ fyrirtækisins metin á 6-8 milljónir króna. Án efa var það vel meint af hálfu bæði fyrirtækisins og Múlaþings, en er það nóg og er með því öll sagan sögð? Gildir það hugsanlega hér að æ sé gjöf til gjalda og að viðskipti án aura kalli á að eitthvað verði kaup kaups? Slíkra spurninga og fleiri er eðlilegt að spyrja og beinlínis skylt að spyrja hvort slíkur gjörningur samræmist þeim siða- og verklagsreglum sem starfsmönnum er annast innkaup fyrir sveitarfélög er ætlað að vinna eftir. Séu slíkar reglur ekki til, er þá ekki eðlileg krafa að setja þær? Í þessu samhengi má vísa í að í Viðmiðum um góða starfshætti fyrir starfsmenn sem annast opinber innkaup kemur meðal annars fram að „ Innkaupastarfsmenn skulu tryggja að þeir standi ekki í þakkarskuld eða séu að einhverju leyti háðir fyrirtækjum sem hlut eiga að máli...“ (2014, II. Sérstakar reglur fyrir innkaupastarfsmenn). Með vísan í þetta hlýtur almenningur að eiga geta gert þá kröfu á stjórnarhætti hins opinbera að það standi ekki í óljósri skuld við fjársterka hagsmunaaðila. Milljónaspurning úr sal Andstaða Seyðfirðinga við laxeldi í firðinum er löngu kunn. Eftir óralanga bið héldu forsvarsmenn áformaðs sjókvíaeldis íbúafund á Seyðisfirði í mars 2021. Einn fundargesta spurði hver væri munurinn á samfélagslegum styrkjum fyrirtækis og mútum? Svörin voru lítil og loðin. Mér fannst andstaða við eldið aukast eftir fundinn, en veit ei hvað meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings fannst. Þau sem hann skipa ákváðu að kanna betur hug íbúanna. Svörin voru skýr, 75% Seyðfirðinga reyndust andvígir eldinu. Þrátt fyrir þá afgerandi andstöðu tekur meirihlutinn á engan hátt undir ákall íbúanna. Að þessu sögðu og með tvíræðni sögunnar um Moby Dick í huga er rökrétt að spyrja, líkt og viðmælandi minn ónefndur gerði nýverið, hvor nafngiftin hæfði áðurnefndum gjafagjörningi betur, Hvalreki eða Maybe Mútur? Höfundur er íbúi í Múlaþingi og situr í umhverfis og framkvæmdaráði fyrir VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Sjókvíaeldi Fiskeldi Múlaþing Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Meðal frægustu hvala sögunnar er Moby Dick í samnefndri skáldsögu frá miðri 19. öld. Sagan hefur staðist tímans tönn og ku hafa opnað á fjölbreytilegar túlkanir í takt við tíðaranda hverju sinni. Það þakka sumir tvíræðninni sem einkennir lýsingu höfundarins, Herman Melville, á hvalnum. Hverfum nú frá þessum fræga hval og snúum okkur að nýlegum gjafagjörningi í Seyðisfjarðarhöfn. (Hag)sælla að gefa en þiggja Olíuleki úr stríðsskipinu El Grilló á botni Seyðisfjarðar hefur lengi verið ógn við lífríkið. Öll viljum við að draga megi úr og helst koma í veg fyrir þessa vá. Í þeim efnum er kannski sama hvaðan gott kemur eða hvað? Nýverið aðstoðaði Fiskeldi Austfjarða sveitarfélagið Múlaþing við þetta mikilvæga verk og var „gjöf“ fyrirtækisins metin á 6-8 milljónir króna. Án efa var það vel meint af hálfu bæði fyrirtækisins og Múlaþings, en er það nóg og er með því öll sagan sögð? Gildir það hugsanlega hér að æ sé gjöf til gjalda og að viðskipti án aura kalli á að eitthvað verði kaup kaups? Slíkra spurninga og fleiri er eðlilegt að spyrja og beinlínis skylt að spyrja hvort slíkur gjörningur samræmist þeim siða- og verklagsreglum sem starfsmönnum er annast innkaup fyrir sveitarfélög er ætlað að vinna eftir. Séu slíkar reglur ekki til, er þá ekki eðlileg krafa að setja þær? Í þessu samhengi má vísa í að í Viðmiðum um góða starfshætti fyrir starfsmenn sem annast opinber innkaup kemur meðal annars fram að „ Innkaupastarfsmenn skulu tryggja að þeir standi ekki í þakkarskuld eða séu að einhverju leyti háðir fyrirtækjum sem hlut eiga að máli...“ (2014, II. Sérstakar reglur fyrir innkaupastarfsmenn). Með vísan í þetta hlýtur almenningur að eiga geta gert þá kröfu á stjórnarhætti hins opinbera að það standi ekki í óljósri skuld við fjársterka hagsmunaaðila. Milljónaspurning úr sal Andstaða Seyðfirðinga við laxeldi í firðinum er löngu kunn. Eftir óralanga bið héldu forsvarsmenn áformaðs sjókvíaeldis íbúafund á Seyðisfirði í mars 2021. Einn fundargesta spurði hver væri munurinn á samfélagslegum styrkjum fyrirtækis og mútum? Svörin voru lítil og loðin. Mér fannst andstaða við eldið aukast eftir fundinn, en veit ei hvað meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings fannst. Þau sem hann skipa ákváðu að kanna betur hug íbúanna. Svörin voru skýr, 75% Seyðfirðinga reyndust andvígir eldinu. Þrátt fyrir þá afgerandi andstöðu tekur meirihlutinn á engan hátt undir ákall íbúanna. Að þessu sögðu og með tvíræðni sögunnar um Moby Dick í huga er rökrétt að spyrja, líkt og viðmælandi minn ónefndur gerði nýverið, hvor nafngiftin hæfði áðurnefndum gjafagjörningi betur, Hvalreki eða Maybe Mútur? Höfundur er íbúi í Múlaþingi og situr í umhverfis og framkvæmdaráði fyrir VG.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun